Leita í fréttum mbl.is

Fjörusigling Jóns Sigurðssonar

FiðlaÓnafngreindur kaupandi keypti í kvöld Stradivarius-fiðlu á uppboði í New York fyrir 2,7 milljónir dala, jafnvirði nærri 180 milljóna króna. Bara til þess að fyrirbyggja allan misskilning þá var það ekki Palli Jóh sem keypti gripinn. Hefði svo sem ekkert með þannig hljóðfæri að gera enda kann ég ekkert með það að fara.

Þá er það orðið ljóst að Framsóknarflokkurinn með Jón Sigurðsson í broddi fylkingar hefður tekið þá stefnu fyrir komandi alþingis kosningar að halda því til streitu að sigla þjóðarbúinu endanlega í strand. Hann vill virkja út um allar trissur halda áfram að reisa álverskmiðjur eins víða og hægt er að koma því við. Mér finnst málflutningur Jóns Sigurðssonar fínn - ég vona að hann haldi áfram þessu rugli, því þá er nokkuð ljóst að þeir ríða ekki feitum hesti úr næstu kosningum, enda eiga þeir það ekki skilið og hvað þá þjóðin.

Á morgun þriðjudaginn 3. apríl verður súpufundur með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össuri Skarphéðinssyni á hótel KEA kl 12. Þarna gefst öllum áhugamönnum um stjórnmál að ræða málefni dagsins við formann flokksins og formann þingflokks Samfylkingarinnar. Er full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að mæta á þennan fund. T.d. er tilvalið fyrir fólk að koma og ræða við þau um Unga Ísland - fjárfestum í fólki framtíðarinnar sem og Fagra Ísland.

Fróðleikur dagsins: Allir vilja lengi lifa en enginn verða gamall.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband