Leita í fréttum mbl.is

Strangt til tekið getur enginn krafist þess að aðrir þegi.....

Hef velt því fyrir mér hvort það geti verið að hugsanlegt álver við Húsavík geti rúmast innan marka ,,sjálfbærrar þróunar" eins og Valgerður Sverrisdóttir heldur fram? Ég er reyndar engin sérfræðingur í því um hvað sjálfbærri þróun snúist nákvæmlega, en ég get ekki neitað því að við fyrstu sýn þá hljómar þessi yfirlýsing Valgerðar fremur eins og hvert annað stefnuleysi innan Framsóknarflokksins fremur en að svo geti verið í raun. Reyndar kemur þessi hringlandaháttur framsóknar ekki á óvart því þeir hafa jú löngum verið opnir í báða enda.

Samkvæmt heimildum er lóan komin til landsins og mun nú kveða burt snjóinn. Hún sást víst á Höfn í Hornafirði í morgun. Eftir því sem ég best veit þarf hún ekki að kveða mikinn sjó í burt þaðan enda Höfn ekki þekkt fyrir mikil snjóalög. En samt ánægjuefni að þessi ljúfi vorboði skuli vera komin til landsins.

Má til að blogga örlítið um sportið. Akureyri handboltafélag sem er í eigu Akureyrarliðanna Þórs og KA vann loksins sigur um helgina þegar þeir unnu Hauka úr Hafnafirði. Losuðu Akureyringar sig frá bráðasta hættusvæðinu en sendu um leið Hauka á það óvinsæla svæði. Haukar hafa nú kallað til liðs við sig fyrrum þjálfara sinn Viggó Sigurðsson og á hann að hjálpa Haukum að bjarga sér frá falli.

Mínir menn í Þór unnu Dalvikínga í B- deild deildarbikarsins um helgina 4-1. Góður sigur þar sem m.a. Hreinn Hringsson skoraði 2 kvikindi. Það sem vekur athygli er hversu margir ungir og efnilegir strákar sem eru að koma upp úr yngri flokkum félagsins fá að spreyta sig á vormótunum. Lárus Orri og Palli Gísla eru óhræddir við að gefa þeim tækifæri, enda liggur framtíðin þarna.

Í gær skrifuðu bæjaryfirvöld undir nýjan RISA samning við Gólfklúbb Akureyrar um uppbyggingu á gólfvelli þeirra GA-manna. Er þetta fagnaðarefni að Sigrún og félagar í bæjarstjórn hafa fundið peninga til að setja í íþróttamannvirki. Vekur um leið upp vonir okkar Þórsarar og KA-manna um að ekki verði staðið fast á bremsunni þegar kemur að því að byggja upp á svæðum félaganna í stað Akureyrarvallar.

Fróðleikur dagsins:  Strangt til tekið getur enginn krafist þess að aðrir þegi yfir þeim leyndarmálum, sem hann gat ekki þagað yfir sjálfur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Palli, alltaf gaman að lesa pistlana þína þó að ég sé nú ekki sammála stjórnmála pælingunum flestum.
Vildi þó benda þér á að Akureyri unnu ÍR um daginn þannig að þeir eru búnir að vinna 2 í röð! Gott að stjórnarmaður annars eigandans hafi það á hreinu ;)

Helgi Már (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 18:28

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ja hvur ands..... tekin þarna mar  já ég vissi betur en svo fer fjandans framsóknarumræðan með mann.... maður bara fer allur úr lagi

Páll Jóhannesson, 27.3.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband