Leita í fréttum mbl.is

Það myndi þýða að Geir væri úti í kuldanum - sem yrði tær snilld.

Samkvæmt ,,fréttaskýringu"  Agnesar Bragadóttur blaðamanns á Morgunblaðinu segir hún að Geir H. Haarde Forsætisráðherra telji að stjórnarsamstarf Samfylkingar og Vintri Grænna versta kostinn eftir kosningar. Það þarf jú engan sérfræðing að geta sér til um það - þannig stjórn myndi þýða að Geir og félagar í Sjálfstæðisflokknum væru út í kuldanum. En mikið ofboðslega yrði það mikið lán fyrir  hina íslensku þjóð ef það yrði að veruleika. 

supa211. Súpufundur Íþróttafélagsins Þórs var haldin í gær (fimmtudag) og mættu ríflega 50 manns á fundinn. Aðalgestir fundarins voru fulltrúar stjórnmálaflokkanna í Íþróttaráði Akureyrarbæjar ásamt Kristni H. Svanbergssyni deildarstjóra íþróttaráðs. Fundurinn tókst í alla staði vel og voru allar umræður á málefnalegum nótum, sem betur fer. Þó var á því ein undantekning þar sem ákveðinn úrillt gamal menni, sem mistókst að múta sínu eigin flokksfélögum til að koma sér til valda fyrr í vetur. Rasista háttur mannsins i garðs aðkomufólks á Akureyri er orðið að aðhlátursefni í bænum. Svo ætlast þessi aðili til þess að fólk beri fyrir honum virðingu og taki mark á málflutningi hans, heyr og endemi.

Í dag hófst Stjórnmálaskóli á vegum Ungra Jafnaðarmanna hér á Akureyri. Dagskráin hófst með setningu Margrétar Krístínar Helgadóttur sem skipar 4 sæti í norð/austu kjördæmi. Þar á eftir tók við erindi sem Birgir Guðmundsson lektor við Háskólann á Akureyri flutti undir heitinu ,,Íslensk stjórnskipun, alþingiskosningar og ESB. Flottur fyrirlestur og skemmtilega uppsett hjá Birgi.

Dagskrá skólans hefst svo kl. 10:00 á morgun og stendur hann með hléum til kl. 17:00 en þá eru skólaslit. Meðal þeirra sem tala á morgun eru; Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs Akureyrar, títt nefnd Margrét Kristín, Lára Stefánsdóttir frambjóðandi, alþingismennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, Kristján Möller, Katrín Júlíusdóttir og Einar Már Sigurðarson og fjölmiðlakonan Hilda Jana Gísladóttir. Skóli þessi er öllum opinn og öllum að kosnaðarlausu. Tilgangur skólans er ekki að reka harðan stjórnmálaáróður heldur kynna fólki störf þeirra sem starfa við stjórnmál frá ýmsum hliðum. Þessi skóli er þannig uppsettur að það er nokk sama í hvaða flokki þú stendur hann höfðar til þín, svo endilega mættu.

Fróðleikur dagsins: Sérðu ekki allt, sem þú hugsar, en hugsaðu allt, sem þú segir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Palli hvaða vitleisa þetta var harður áróður. Bíð þess aldrei bætur að hafa hlustað á þetta. En að öllu gríni slepptu þá var þetta mjög fínt.

Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 21:43

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þú stóðst þig vil Kristján - takk fyrir helgina

Páll Jóhannesson, 25.3.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband