Leita í fréttum mbl.is

Velheppnaður súpufundur Þórs.

P3070012Í dag hélt Íþróttafélagið Þór sinn 10. súpufund sem var sá fjölmennasti til þessa. Vel á sjöunda tug manna og kvenna sátu fundinn og þótti hann takast í alla staði vel. Það sem einna helst bar til tíðinda að mörgum fundargestum fannst sem bæjarfulltrúarnir Elín Margrét og Hjalti Jón væru heldur illa að sér í málefnum er snúa að íþróttamálum bæjarins. Svo að trúlegt má telja að þau hafi fengið meiri og ítarlegri upplýsingar um stöðu mála í þessum málaflokki en þau áttu von á.

Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn rembast eins og rjúpan við staurinn við það að fá niðurstöðu í deilu þeirra um auðlindarákvæðið sem Framsóknarmenn hafa lagt ríka áherslu á undanfarna daga að koma í gegn. Sjallarnir hrukku upp við vondan draum þegar þeir áttuðu sig á því að stjórnarandstaðan var tilbúinn að koma framsókn til hjálpar. Það er nokkuð sem fékk Geir og félaga til þess að þeim rann kalt vatn milli skins og hörunds. Verð að játa að það er óneytanlega gaman að sjá þegar Sjallarnir eru komnir með bakið upp við vegg, ekki satt?

Þjóðin hóstar og stynur sem aldrei fyrr því nú er eitthvað sem heitir svifrik farið að angra þjóðina og er víst að sögn fróðra manna bráðdrepandi. Hvað er til ráða, hvað er hægt að gera og hver veit hvað á að gera? Samfylkingin á Akureyri kom því í gegn í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn að gefa frítt í strætó. Það ætti að vera hvetjandi fyrir fólk að leggja bíldruslunum af og til. Ég henti nagladekkunum fyrir 3 árum og kom mér á loftbóludekk og fer aldrei aftur á nagla, aldrei. Skora ég nú á fleiri bæjarfélög að taka okkur Akureyringa sér til fyrirmyndar og gefa frítt í strætó og þannig leggja sittt af mörkum í baráttunni við þetta fj...... svifrik.

Yngsta barnabarnið sem er strákur á afmæli á morgun, sem fer vel á því að það er að mér skilst alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Afmæliskaffi hjá stráksa nema hvað?. Þá mun feministafélag Akureyrar halda fund í Háskólanum á Akureyri og hver veit nema maður skelli sér og hlusti á. Fyrir því félagi fer hin bráðefnilega unga kona,  Margrét Kristín Helgadóttir, sem skipar 4 sæti á lista Samfylkingarinnar í norð/austur kjördæmi. Hana vil ég sjá komst á þing í vor og ekkert röfl með það 4 menn inn og kjördæmið væri í góðum málum.

Fróðleikur dagsins: Sannleikurinn er dýrmætari en allt annað sem vér eigum. Förum því sparlega með hann. Mark Twain.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður kíkir ekki á bloggið hjá þér í nokkra daga og þá ertu bara kominn á nýjan stað. 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 08:46

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæl mín kæra frænka! Vil byrja á því að óska þér og öðrum konum til hamingju með daginn. Ég mun nú fyrst um sinn sinna báðum síðunum og sjá til hvernig fer.

Páll Jóhannesson, 8.3.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband