10.10.2010 | 16:41
Þvílík dásemd
Jæja þá er nú aldeilis komin tími á smá blogg. Seinast var það mikið og sannkallað íþróttablogg. Nú verða íþróttirnar í minnihluta, aldrei þessu vant. Samt verð ég að byrja á því að segja ykkur frá því að Stelpurnar okkar í Þór/KA toppuðu í sumar líkt og Þórsstrákarnir sem unnu sér inn sæti í efstu deild. Nema hvað að stelpurnar enduðu keppni í 2. sæti úrvalsdeildar sem gefur þeim keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu sumarið 2011 frábært.
Á föstudag náði örverpið mitt hún Sædís Ólöf þeim áfanga að vera orðin 20 ára gömul. Jább tíminn líður og ungarnir stækka og stækka en hjá okkur foreldrunum er eins og tíminn standi í stað... alla vega finnst okkur það þegar við lítum í spegil. Það var margt um manninn í Drekagilinu og þáðu veitingar að hætti húsmóðurinnar sem eru alvöru eins og henni er von og vísa. Um kvöldið skruppum við svo á Bautann og fengum okkur að borða. Þetta var dásamlegur dagur frá A-Ö. Sædís Ólöf til lukku með áfangann.
Haustið er dásamlegur tími. Haustið margar endalok sumar og byrjun vetrar. Þetta er sá árstími sem af mörgum talinn vera sú árstíð sem er fallegust. Haustlitirnir eru með ólíkindum. Mín kenning er sú að ef guð skapaði heiminn þá hafi hann toppað þegar hann skóp haustið. Endalaus fegurð og þeir sem hafa augun opin og gefa sér tíma til að sjá njóta þessa tíma eins og sælkeri konfekt á jólum.
Ég nýt haustsins út í ystu æsar. Labb í góðu veðri með myndavélina um hálsinn, eigum við að ræða það eitthvað nánar........ nei ég hélt ekki. Læt því myndirnar tala sínu máli. Byrja á að setja inn liðsmynd af stelpunum okkar eftir sigur á Aftureldingu í síðustu umferð þegar ljóst var að líðið hafi náð Meistaradeildarsætinu. Þá koma myndir sem teknar voru á afmæli Sædísar, þá haustmyndirnar og svo enda ég á skemmtilegum myndum af barnabörnunum þar sem þau tóku þátt í Grettukeppni heima hjá afa og ömmu.
Flottur hópur
Sædís ásamt vinum
Sædís ásamt kærustu sinni Úlfhildi t.v.
Horft heima að Háskólanum á Akureyri
Horft til vesturs í átt að Tröllhyrnu
Göngustigur neðan við Hlíðarbraut horft í átt að Súlum
Horft yfir lónið við Glerá - stundum kallað Dampurinn
Glerá
Glerá
Þessir áttu allan heiminn
Horft yfir byggingar háskólans Á Akureyri og út Eyjafjörðinn
Hólmfríður Lilja reynir að gretta sig
Jón Páll var ekkert sérlega ginkeyptur í að gretta sig
Gretta hjá Margréti Birtu
Og að lokum Elín Alma hún lagði líf sitt og sál í grettuna og útkoman var þessi.
Já þvílík dásemd þetta allt saman.
Málsháttur dagsins: Einhvern tíma brennir sá sig sem öll soð vill smakka.
249 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 190807
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.