Leita í fréttum mbl.is

Þú finnur okkur líka á feisinu

Fyrsti snjórinn er komin... og farinn. Svo kom númer tvö..... og fór og svona rúllar þetta. Snjókoma, rigning, sól, logn og hvassviðri og... svo mætti lengi telja. Norðlenskur vetur er gengin í garð. Fyrir ríflega ári eða svo eða tveimur skiptir ekki öllu, hét ég mér því að blogga ekki meir um pólitík eða álíka tengdum málefnum. Það er reyndar mjög erfitt enda nánast allt sem maður gerir má tengja við þessa tík.

Alla vega hafði þetta það í för með sér að pistlunum hér hefur fækkað svo um munar. Granni sem ég lendi stundum í aðallega þegar illa stendur á og geðið hjá honum er stirt kvartar sárann undan þessu þ.e.a.s. bloggþurrð minni. Það er reyndar býsna skemmtilegt, þ.e. ég nýt þess að ergja hann. En þeir sem til þekkja vita vel að ég er þó ekki iðin við lyklaborðið. Daglega birtast enn fréttir, pistlar eða tengd málefni á heimasíðu Þórs. Skora á ykkur að fara þangað reglulega. Skemmtileg síða hjá frábæru íþróttafélagi. Einnig er um að gera fyrir ykkur að gerast aðdáendur heimasíðunnar á feisinu www.facebook.com/thorsport. Þegar þetta blogg fer í loftið eru aðdáendurnir orðnir 658 á rúmum mánuði, ekki slæmt. 

Fyrir rúmum tveimur vikum sá ég fyrsta húsið á bænum þar sem jólaseríur voru komnar í glugga ásamt stjörnum. Já þann 21. október, geri aðrir betur. Mig rak eiginlega í rogastans og sonurinn ætlaði alveg af hjörunum. Ég segi nú bara ekki er ráð nema í tíma sé tekið. 

Búinn að bregða mér í þrígang í leikhús á c.a. mánuði. Byrjaði á að sjá Rocky Horror sem sýnt er í Hofi hinum nýja glæsilega menningarhúsi okkar Akureyringa. Algerlega frábær sýning. Síðan sáum við verkið ,,Þögli þjóninn" veit ekki hvað ég á að segja um það verk...... Pass. Næst var það Harry og Heimir, veit alveg hvað ég á að segja um það verk  - algerlega ógleymanleg kvöldstund. Þvílíkir snillingar þessir vitleysingjar. 

Svo sem fátt meira að sinni en lýk þessu með nokkrum myndum. 

Hof í bleiku

Hér má sjá menningarhúsið okkar Hof sem svo margir bæjarbúar vildu hætta við að byggja en nú dásama allir þessa byggingu sem mest þeir mega. Myndin er tekin þegar húsið var lýst upp í bleiku

Kirkjan í bleiku

Nú kirkja var líka lýst upp í bleiku

Bleik

Vinnumaður

Þegar snjóar er gott að hafa vinnumann, ekki allir eins heppnir og ég

Lítill maður með stórt nafn

Já vinnumaðurinn er fremur lítill, en ber stórt nafn, Jón Páll. Sá stutti er duglegur að hjálpa afa og afi launar unga manninum og heldur honum mjúkum, enda viljugur að fara út að moka þegar snjóar. 

Nóg að sinni

Málsháttur dagsins: Margur er knár þótt hann sé smár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá Harry og Heimi í Borgarleikhúsinu í fyrravetur og er alveg sammála. Þetta var virkilega skemmtileg sýning.

Mér dettur í hug, af því þú nefnir að margir hafi verið á móti menningarhúsinu ykkar, að svipað er uppi á teningnum með tónlistarhúsið hér syðra. Vitanlega kostar það mikla peninga en ég er guðslifandi feginn að menn skuli hafa ákveðið að halda byggingunni áfram. Mér finnst alger nauðsyn að klára húsið utan, a.m.k., því það hefði orðið skelfilegt að hafa þetta sem hálfkaraðan kumbalda á einhverjum mest áberandi stað í borginni. Mig grunar að flestir þeirra sem hafa talað gegn verkinu muni gleðjast þegar því er lokið og þá jafnvel tala í þveröfuga átt........

Til hamingju með snjóinn! Nú fer fyrst að verða jólalegt..

Gunnar Th (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband