23.7.2010 | 21:12
Loksins blogg
Sumarið er tíminn, og sumarið 2010 er fullt af tækifærum, verkefnum, glens og gaman og alvarleika. Já þess vegna er farið að líða full langt á milli bloggfærslna. Ein stutt nú þótt af mörgu sé að taka. Ég gæti t.d. bloggað um sigurleik Þórs gegn KA hjá m.fl. karla þar sem mínir menn fóru létt með KA. Af tillitssemi við þá bloggvini mína einn eða tvo sem hugsanlega bera tilfinningar til liðsins í póstnúmeri 600 ætla ég ekkert að skrifa meira um þann leik. En þessi mynd sem ég tók í leikslok segir meira en mörg orð.
Þá gæti ég líka bloggað um barnabörnin sem eru í boltanum. Afrek þeirra og alla þá ánægju sem því fylgir að vera ungur og leika sér. Þær skruppu á símamótið í Kópavogi. Þá smellti afi mynd af þeim fyrir mót og svo aðra þegar heim var komið.
Fyrir mót
Eftir mót
Meðan þær systur voru á Símamótinu dvöldu systkini þeirra löngum stundum hjá ömmu og afa og þá voru þessar myndir teknar af þeim.
Jón Páll lét fara vel um sig í sólinni á sólpallinum .... slakur
Hólmfríður Lilja forðaðist sólina og hélt sig helst innan dyra - púsla og fl. Þá gæti ég bloggað sitthvað um afmælisdaga. Mamma átti afmæli þann 11. júlí hér er mynd af henni á spjalli við Sædísi Ólöfu
Þá hefði ég líka geta bloggað heilmikið um 13. júlí sem er afmælisdagur minnar heitelskuðu. Þá gæti ég einnig sagt yfir frá því þegar Jón Rósberg og Magnea komu í heimsókn og dvöldu hjá okkur í tvo daga. Læt mynd duga
Þá gæti ég líka eytt tíma í að segja ykkur frá því þegar við hittum Ingu Vigfúsar og son hennar Gústa og dóttir hans Eydísi.
Nú svo væri hægt að segja eitthvað frá þeim framkvæmdum sem við stöndum í við viðhald á íbúðinni hjá foreldrum mínum. Þar hjálpar Jón Páll bæði afa og langafa sínum. Duglegur pjakkur.
Og af því að ég gef mér ekki tíma í að skrifa mikið þá læt ég tvær myndir af sólarlagi fylgja. Myndir sem ég tók inn við Leiru og horft til norðurs. Fallegt og velheppnaðar myndir þótt ég segi sjálfur frá.
Fallegt
Ekki er þessi síðri.
Næsta blogg mun trúlega snúast mikið um föður minn sem verður áttræður þann 28. júlí. Haldið verður upp á afmælið síðar. Og síðasta myndin er þá að sjálfsögðu af honum.
Meira síðar og þangað til næst: Elskið hvort annað
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir hjá þér Palli minn og skiljanlegt að þú hafir ekki mikinn tíma til skrifta, þar sem þú hefur í svo mörg horn að líta. Lítill frítími fyrir sjálfan þig, hjálpsamur með afbrigðum það vita allir sem þig þekkja. Takk fyrir að vera til og að hjálpa okkur foreldrum þínum eins mikið og þú ásamt konunni þinni hefur gert fyrir mig/okkur.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.7.2010 kl. 18:39
Einstaklega fallegar sólarlagsmyndir! (og allar hinar auðvitað líka...)
Til hamingju með þann gamla og hafðu nú veisluhöldin hófleg svo eitthvað verði eftir af arfinum!!
Kv. GTh.
Gunnar Th (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.