19.3.2010 | 21:30
Umhverfisslys eða er þetta í lagi?
Er rusl það sama og rusl. Vissulega fer það eftir því hver mælir og hvaða hagsmuni viðkomandi hefur hverju sinni. Ef grannt er skoðað má fullvíst telja að ekki sé til það heimili eða vinnustaður í landinu sem er laust við að geta fallið í það að hafa óþarfa rusl sem löngu ætti að vera komið í endurvinnslu eða á hauganna. En það sem einum finnst rusl er ekki þar með sagt að allir séu á sama máli og öfugt.
Hvað um það. Samt kemur fyrir að maður kemur á þá staði þar sem vart er hægt að finna nýtilega hluti og í raun allt er á kafi í rusli. Sumir kunna að geyma rusl þannig að af því sé ekki teljandi sjónmengun. En svo eru aðrir sem láta sér fátt um finnast og kaffiæra umráðasvæði sitt í rusli og drasli þótt þeir nánast búi við hliðina á þeim sem hafa atvinnu af því að útrýma rusli.
Í bæjarlandi Akureyrar er t.a.m einn vinnustaður sem er gott (eða í raun VONT) dæmi um slíkt þ.e. þar sem allt er á kafi í rusli og drasli og nýtanlegir hlutir í miklum minnihluta. Þetta er eftir því sem mér virðist vera Steypustöð Akureyrar. Ég keyri vikulega framhjá þessu svæði til að fylgjast með þróuninni þar. Fækkar ruslinu eða eykst það? Staðreyndin er sú að ruslinu fækkar ekki því miður. Alltaf bætis við hauginn. Í september 2009 fór ég með myndavélina og smellti af myndum þar og myndasyrpan hér að neðan er úr þeim leiðangri.
Við innkeyrsluna. Þokkalegt eða hitt þó heldur. Sjáið skiltið næst á myndinni þar eru upplýsingar um götuheiti símanúmer og fleira. En skiltið fjær........ kem að því síðar. Sjáið þetta
Eru miklar líkur á að þessi tæki fari aftur í umferð og komi að endurreisn hins nýja Íslands? veit ekki, eða þetta
Jarðýtur og veghefill sem einhvern tíma lögðu sitt af mörkum, varla lengur eða?
Frá götunni niður að verksmiðjusvæðinu þar sem Aflþynnuverksmiðjan blasti þessi sjón við. Snyrtilega raðað rusl - en í dag hefur heldur betur bæst við. Leið mín lá að lóðarmörkum þessa athafnasvæðis að norðanverðu. Næsta lóð þar er Hringrás sem er fyrirtæki sem hefur þann starfa að tæta niður stál og alls kyns málma og koma því í endurvinnslu erlendis. Þeir hafa þann starfa að viða að sér rusli og koma því frá. En aftur að lóðarmörkunum þ.e. steypustöðvarmegin.
Nýtilegt? eða
Þetta....
Hann er enn á 6 hjólum og hver veit nema hann eigi eftir að fjúka í gegnum skoðun hjá Frumherja sem er ekki langt undan?
En í alvöru ég er ekki að grínast. Munið hér í upphafi minnist ég á skilti við innkeyrsluna með upplýsingum um staðsetningu, símanúmer og annað sem er nauðsýnlegt að hafa vilji maður skipta við umrætt fyrirtæki. En ég nefndi annað skilti og á því voru athyglisverðar upplýsingar, sjáið þetta
Takið eftir því sem stendur á skiltinu. Bannað að taka efni úr námunni án þess að tilkynna það á skrifstofu og greiða fyrir. Skiljanlegt. En neðst: LOSUN ÚRGANGSEFNA ER BÖNNUÐ. Grín. Veit ekki. En kannski eðlilegt að menn hafi sett þessi skilaboð við innkeyrsluna enda allt sem bendir til að maður sé að aka inn á ruslahauga.
Ég er næsta viss um að ef ég færi á næstu dögum eða misserum inná svæðið og bæði um tilboð í steypu, verði mér ekki tekið með opnum örmum og boðin vinaafsláttur af öllum viðskiptum... eða?
Er þetta hægt? hvað er til ráða? Ég mun fara á næstu dögum aftur á stjá með myndavélina og þá fáið þið að sjá hvernig málin hafa þróast frá því í september 2009.
Þangað til næst málsháttur dagsins
Einn metur það illt sem annar metur gott.
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður nú ekki ónýtt að eiga svona gull þegar fjármögnunarfyrirtækin eru búin að hirða allar vélar af verktökum, hvort sem á þeim hvíla lán eða ekki, og selja úr landi.
Þessi tæki gætu komið sér vel við byggingu á torfhúsum fyrir fólkið, það er það sem VG vill.
Gunnar Heiðarsson, 19.3.2010 kl. 23:19
Staðreyndin er sú,svo öllu gammni sé sleppt, að það sem einum þykir rusl þykir öðrum gull.
Nú þekki ég ekki til þarna en samkæmt myndunum er margt verðmætt þarna í geimslu, rusl er líka innanum en alls ekki hægt að flokka þetta allt sem rusl.
Gunnar Heiðarsson, 19.3.2010 kl. 23:23
Jæja, þriðja atrenna að kommenti:
Ég ætla fyrst að þakka fyrir þessar fínu myndir. Sem króniskur ruslsafnari gleðst ég yfir þeim, en sem maður sem vill hafa þokkalega snyrtilegt kringum sig hef ég fullan skilning á því að fólki geti þótt nóg um. Ég er fullkomlega sammála því að þessi safnhaugur eigi ekki heima nálægt alfaraleið og alls ekki nærri íbúðabyggð.
Kryfjum þá brot af haugnum. Á næstefstu myndinni getur að líta tvær PRIESTMAN vélar, aðra með frámokstursgálga (þá ryðbrúnu) og hina með bómu fyrir kastskóflu (dragskóflu). Þessar vélar eiga sér langa en því miður óskrifaða sögu í vélvæðingarferli liðinnar aldar. Þær grófu ótalda kílómetra af þurrkskurðum, grófu fyrir húsum og öðrum byggingum, mokuðu á vörubíla, dýpkuðu hafnir og lönduðu úr fiskiskipum. Fjölmargar þeirra eru ennþá til í einhverri mynd, og satt að segja er sú hvíta alveg ótrúlega heilleg, fljótt á litið. Þarna liggja hreinir gullmolar, þó ókunnugir sjái aðeins ryðgaðar brotajárnshrúgur.
Ég ætla ekki að fjölyrða um lausa draslið á myndum fimm og sex, en neðsta myndin er athyglisverð - þ.e.a.s. ef mér sýnist rétt. Sé svo, er þarna komin ein þeirra rússnesku jarðýta sem fluttar voru inn á skeiði vöruskiptasamninganna við Rússa (síld/gaffalbitar vs. faratæki og vinnuvélar). Hallandi framgluggarnir voru einkennandi fyrir þessar ýtur, ásamt fleiri atriðum sem innvígðir þekkja. Ein þessarra ýta liggur við fáfarinn sveitaveg vestur á Mýrum, í ótrúlega góðu ástandi að því er virðist. Ég er ekki frá því að sú sé gangsett á nokkurra ára fresti til að vinna í flögum o.þ.h. Þessar rússnesku ýtur eiga sannarlega sinn sess í vélasögunni.
Ef ég skyldi rekast til Ákureyrar í sumar, þá fæ ég þig kannski til að benda mér á hauginn. Ég hlýt að geta sært út leyfi til að rannsaka hann...
Bestu kveðjur úr Kópavogi. Gunnar Th.Þ. (fyrrum JCB eigandi og enn eldheitur áhugamaður um allt vélknúið)
Gunnar Th (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 19:40
Sæll, Gunnar. Þegar ég bloggaði þetta vissi ég að nú fengi ég pistil frá þér var farin að undrast hve seint hann kæmi. Ég skal játa að það blundar mikill safnari í mér. En ég þoli ekki óreiðu. Það er engin vandi að hafa rusl/drasl/fjársjóði en ég geri kröfu á að menn hafi hlutina í röð og reglu. En því miður er margt þarna innan um sem bara má fara í endurvinnslu. Svo mætti líka girða svæðið af.
Þegar þú kemur í bæinn skal ég glaður fara með þér hvert sem er enda býrð þú yfir mikilli þekkingu á mörgum sviðum og fróður maður mjög. Svo endilega vertu í sambandi þegar leið þín liggur í Höfuðborg hins bjarta norðurs (Eins og Steindór Steindórsson frá Hlöðum) kallaði bókina sína.
Kv Palli
Páll Jóhannesson, 30.3.2010 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.