Leita í fréttum mbl.is

Myndablogg úr Höfuðborg hins bjarta norðurs

Í síðustu bloggfærslu velti ég því fyrir mér hvort rusl væri það sama og rusl. Mig grunaði reyndar að einhverjir myndu sjá þarna ýmislegt sem vart gæti talist rusl heldur væri þarna vel varðveittur fjársjóður. Góður bloggvinur minn (Gunnar Th) sem hefur mikið vit á öllu því sem er vélknúið benti á ýmislegt sem er vert að varveita og í gegnum orð hans mátti lesa ,,Það er ekki allt gull sem glóir". Ég tek undir hvert orð þessa bloggvinar míns. Stór hluti þess sem ég kalla rusl og er án efa hægt að koma aftur í betra ástand til varðveislu á rétt á sér, meðan annað er klárlega rusl. En ég og Gunnar erum greinilega sammála um að sjónmengun er af þessu og það væri vel hægt að geyma og varðveita stærsta hluta þess með skipulegum hætti og gera það þannig að ekki sé sjónmengun af.

Gunnar Th. er með afbrigðum skemmtilegur og snjall penni sendi mér einnig tölvupóst sem smá viðbót við athugasemdina og læddi þar í gegn spurningu hvort ekki væri farið vora hjá smábátamönnum á Akureyri. Ég tók mér því smá rúnt um Sandgerðisbótina og heimsótti svo athafnarsvæði Nökkva við Drottningarbrautina. 

Í Sandgerðisbótinni er allt með kyrrum kjörum og lítið líf þegar mig bar að. 

Bátavetur 011

Bátavetur 04

Fallegasta fley sem er verið að skvera til og gera kárt fyrir sumarið. 

Bátavetur 05

Þessir bíða en eru greinilega klárir í slaginn. Bara spurningin hvenær vorið kemur hjá eigendunum.

Bátavetur 06

Hef áður birt mynd af þessum fallega og vel hirta bát, mynd sem tekin var að sumri til. Báturinn sem heitir Nói og ber eiganda sínum merki um góða umhirðu. 

Fyrri margt löngu hafði ég birt mynd af lítilli kænu sem heitir Gunnar sem virðist hafa lokið sínu æviverki. Sá að þar hefur enn ekkert gerst og allt lítur út fyrir að hann bíði enn örlaga sinna, en hver veit. 

Og Smugan enn á sínum stað.....

Bátavetur 09

Leiðin lá þar næst á athafnarsvæði Siglingaklúbbsins Nökkva. Og þar er sama kyrrðin og í Bótinni. Enda ekki enn komið vor í ,,Höfuðborg hins bjarta norðurs" því þar er enn vetur, en vorið vonandi ekki mjög langt undan. 

Bátavetur 01

Bátavetur 02

 Beðið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og þíð sjáið er allt með kyrrum kjörum. En með hækkandi sól styttist óðfluga í vorið og þá á eftir að færast líf og fjör í þessi tvö athafnarsvæði, með ólíkum hætti þó. Í Sandgerðisbótinni er það eldri og reyndari kynslóðin sem lætur til sín taka en á athafnarsvæði Nökkva er það ungviðið. Þar hefja margir sjómannsferilinn og þá kemur í ljós hjá mörgum hvert krókurinn muni beygjast. 

Skírdagur í dag og páskar á næsta leyti og aldrei að vita nema Palla gefist tími til að fara út að mynda. Það muggar svo það lítur út fyrir að myndefnið verði tengt snjó og vetri. 

Þangað til næst

Málsháttur dagsins: Hnýsnin hefur augun bæði í bak og fyrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, nú er gaman! Það er samt kannski ofmælt að ég hafi vit á öllu véladóti, en hitt er satt að ég hef yfirleitt ákaflega gaman að öllu grúski sem tengist þessháttar hlutum. Bátamyndirnar eru afar góðar að vanda, en heldur þykir mér verra að sjá nafna minn grotna svona niður. Ég ákvað með sjálfum mér, þegar ég sá myndina, að athuga hvort hægt væri að finna út hver ætti þennan bát. Það væri nefnilega gaman ef mögulegt væri að gera honum eitthvað til góða. Súðbyrðingar hafa undanfarin ár horfið af sjónarsviðinu hraðar en auga á festi, aðallega vegna glataðrar þekkingar á viðhaldi þeirra. Undanfarið hefur svo orðið dálítil vakning í þessum málum, og eflaust má rekja hana að miklu leyti til bátasafnsins á Reykhólum, þar sem Aðalsteinn Valdimarsson bátasmiður úr Hvallátrum ræður ríkjum. Það er klárt mál að ef trillan Gunnar liggur enn á sama stað næst þegar ég kem til Akureyrar, þá kíki ég á hana "með opnum huga"

 Þakka aftur fyrir góð orð í minn garð og afar skemmtilegar myndir.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 10:13

2 identicon

Haha! Ég las yfir eigið komment eftir að það var komið inn, og tók eftir einu: Er það ekki undarlegt að eftir að hafa skoðað þessar fínu bátamyndir skuli hugurinn staðnæmast við ónýtasta bátinn?? Alveg er þetta magnaður andskoti, og ef þetta lýsir ekki grúskarahugsunarhættinum betur en nokkuð annað, þá skal ég hundur heita!

Þriðja efsta myndin, af súðbyrðingunum þremur er alveg gullfalleg! Sjáðu nú hvað þessir bátar, þar sem hver fjöl er lögð af höndum og hver nagli er hnoðaður af alúð, hafa miklu meiri sjarma en þessar sálarlausu Tupperwaredollur sem híma þarna með þeim!   Sömuleiðis er myndin af Nóa  hreinn gullmoli. Það er nefnilega þannig að þegar myndasmiðnum þykir vænt um myndefnið, þá skilar það sér í myndinni. Smugan er hér mynduð enn og aftur, en nú í betra ásigkomulagi en síðast. Málningin frá því í fyrravor hefur haldið sér vel og báturinn allur hinn "vorlegasti".

Aftur að Gunnari - þarna er kannski lag fyrir þig, Páll? Þú hefur sýnt það með módelsmíðunum að þú ert handlaginn vel, og sjómennskuna þekkirðu. Þessi bátur er eflaust gjaldalaus, þ.e. undir sex metrum, og ef svo væri að hann væri einhverja sentimetra yfir, þá má hafa í huga að hann er eflaust löngu afskráður, og meðan enginn mælir veit enginn lengdina. Þetta væri skemmtilegt og gefandi frístundaverkefni sem ætti að duga svona sirka tvö ár, en afraksturinn dugar ævilangt og afkomendunum líka ef þannig verkast. Smíðakostnaðurinn er alltaf einhver, en rekstrarkostnaðurinn er aðeins bryggjugjaldið yfir sumarið, og einhverjir dropar af dísilolíu. 

......það vill til að hugmyndaflug er ókeypis!

Kveðja, Gunnar Th.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 10:31

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Takk fyrir pistilinn Gunnar. Víst er að hugarflugið er ókeypis ég er minntur á það reglulega og ég er jú duglegur við að láta hugan reika. Spurning um að fara láta verkin tala meira.....

Páll Jóhannesson, 3.4.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband