Leita í fréttum mbl.is

Mikið burrrrrrað

Það var mikið burrrrað í dag í Lönguhliðinni þegar haldið var upp á 5 ára afmæli Jón Páls sem er næst yngsta barnabarnið okkar hjóna. Reyndar er 8. mars afmælisdagur hans en þá bara hentaði ekki að vera með veislu....  Sá stubbur er mikill bílakarl og í flestum hans leikjum er mikið burrrað. Bílar... smáir, stórir, í öllum regnbogans litum, jeppar, fólksbílar, trukkar, vörubílar, rútur, kappakstursbílar...... bara nefna það Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr.

þema dagsins í afmæli Jóns Páls var að sjálfsögðu bílar og allt sem viðkemur bílum. Meira segja kökurnar báru þess merki. ,,Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni" Dagga með kökur af öllum stærðum og gerðum, já mikið lagt í. Greinilegt að þarna eru erfðin að koma í ljós. Talandi um erfðir þær geta náð aftur í ættir. Það er nefnilega svo að Palli afi Jóns Páls var forfallinn bílagutti og er í raun enn. 

Enn, dagurinn snérist um Jón Pál sem stendur á tímamótum, afi svona gamall og nú bættist einn putti við. Jebb maður er að verða stór. 

5 ára

........... sjáið bara FIMM ...... 5. 

Veisluborð

Veisluborð þar sem þemað var tengt bílum ..... Cars

Blásið

........  svo var blásið

Og að sjálfsögðu opnaðir pakkar... eins og alltaf á afmælum

Fylgst með

Og Einar Geir frændi fylgist með úr hæfilegri fjarlægð.....

Áhugamál veislugesta voru af margvíslegum toga og eins og sjá má tikkuðu Elín Alma og Sölmundur á svipuðum nótum... fótbolti og spenningurinn í algleymingi....

Spenna

Já hér er ekkert kynslóðabil. 

Takk fyrir daginn Jón Páll. Og málsháttur dagsins mun vonandi eiga vel við í framtíðinni hjá honum þegar hann fer að þeysast um heiminn á 2, 4,6,8,10, eða hvað mörgum hjólum sem hentar hverju sinni

Málsháttur dagsins: Verður sá sem víða fer vísari þeim sem heima er


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Takk fyrir daginn, hann var yndislegur

Dagbjört Pálsdóttir, 7.3.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband