Leita í fréttum mbl.is

Gerast aðdáandi Nova - eru menn ekki örugglega að grínast með þetta?

Á feisbúkk rembast menn eins og rjúpan við staurinn við að búa til aðdáendaklúbba og bjóða vinum og  grandlausum vandamönnum að gerast aðdáendur. Misgáfulegt. Ég fell af og til í þessa bölvaða vitleysu og adda sumu, en fúlsa við öðru. Að undanförnu hef ég fengið boð um að gerast aðdáandi símafyrirtækisins Nova. Já Nova. Mér er spurn veit ekki fólk hver á þetta umrædda fyrirtæki? Skringilegt að sama fólk og getur verið í viðskiptum við Nova skuli leyfa sér að bölva Íslenskum stjórnvöldum vegna Icesave reikninganna. Væri afar holt fyrir fólk að kynna sér hverjir eiga Nova og hverjir stofnuðu og eru í raun eigendur Icesave. Ég veit ekki með ykkur en þetta finnst mér vægast sagt undarlegt.

UNDARLEGT - veðrið hér á landi er víst undarlegt eða hegðun veðurguðanna. Alltaf ýmist í ökkla eða eyra. Og þó. Sviptingarnar í veðrinu eru með ólíkindum.  Í vetur hefur a.m.k. í ,,Höfuðborg hins bjarta norðurs" ýmist er vetur, vorar, haustar eða veturinn minnir á sig með pompi og prakt örar en manni hefði grunað - já í einni árstíð. Grýlukerti myndarleg myndast þegar sól hækkar á lofti og réttu aðstæðurnar eru til staðar. Þetta hefur einmitt verið þannig á undanförnum dögum. Þá er gaman að bregða sér út með myndavélina.

Gr�lukerti

Grylukerti

Þegar barnabörnin eru annars vegar er maður gjarnan með myndavélina innan seilingar. Maður vill ekki missa af hinu og þessu, alltaf að reyna festa á kubb einhver augnablik sem aldrei aftur koma. Í vikunni var yngsta barnabarnið í heimsókn hjá ömmu og afa og þá bar það til tíðinda að hún fékk í fyrsta sinn hið eina og sanna mjólkurkex. Eins og sjá má í augum barnsins að það er engu líkara en hún hafi himin og jörð sér að höndum tekið. Myndavélin inna seilingar og afi skaut.

Fyrsta kexið

Laugardagur til lukku er gott og gilt máltæki. Var búinn að heita mér því að blogga ekki framar um pólitík. Veit ekki hvort þetta telst alvarlegt brot á því heiti en ég verð að fara í smá línudans. Þjóðaratkvæðagreiðsla í dag - JÁ eða NEI. Er í vanda. Ef ég ætti að vera sjálfum mér samkvæmur þá sýni ég lýðræðinu virðingu og mæti á kjörstað og nota atkvæðið mitt. En ef ég á að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér fer ég hvergi og sit heima. Ef hugur minn mun reynast svo klofinn að ég fer á kjörstað - skila ég auðu. En ómögulegt er að segja þegar maður er ekki bara klofinn heldur marg klofinn er ómögulegt að segja hvað gerist. Alla vega - þessi þjóðaratkvæðagreiðsla er í mínum huga eintómt fjandans bull og vitleysa öllum til skammar - Öllum.

Hvað um það lífið heldur áfram og aftur skollið á bann á pólitísku bloggi hér. Næsta blogg verður trúlega á morgun og mánudag. Á morgun verður haldið upp á 5 ára afmæli Jóns Páls næst yngsta barnabarn míns en hann á afmæli á mánudaginn. Svo hann fær blogg tvo daga í röð. Síðasta mynd dagsins er af stráksa þar sem hann er að máta gleraugun hans afa

Gleraugnaglámur

Meira síðar

Málsháttur dagsins: Ekki fylgir ætíð bjargræðið burðum hraustum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband