24.2.2010 | 07:31
Heiðursskvísur
JÁ SÆLL talandi um ökklann og eyrað. Annað hvort líður heim eilíf milli bloggfærslna eða ,,blekið" á tölvuskjánum ........ er vart þornað þegar maður bloggar á ný. En það kemur til af góðu. Í dag eiga tvær heiðurskonur afmæli og er bloggfærsla dagsins tileinkuð þeim.
Hefst þá hið eininglega afmælisblogg.
Hrönn ,,litla" systir fæddist jú þennan dag eins og gefur að skilja annars væri þetta ekki afmælisdagurinn hennar. Það var rétt upp úr miðri síðustu öld eða 1963 sumir myndu frekar segja á síðari hluta aldrarinnar. Látum liggja milli hluta. Hvað sem því líður. Aldurinn ber hún vel og engu líkara en hún yngist með hverju árinu sem líður. Fróðir menn segja þetta ættgengt og þekkt í hennar fjölskyldu. Hrönn væri hægt að segja margar, margar skemmtilegar sögur, nema hvað? enda afbragðs skemmtileg kona. Engar leiðinlegar sögur er að finna tengdar henni, enda aldrei leiðinleg. Ég hef þó heitið mér því að næst þegar við hittumst ætla ég að rifja upp söguna ,,af hverju veiðir þú ekki hauslausa fiska eins og .....". Já ég er viss um að þá verður hlegið.... HÁTT og lengi.
Hrönn býr ásamt fjölskyldu sinni langt frá æskuslóðum sínum og því verður ekki af því í þetta sinn að ég geri innrás í tilefni dagsins. Það bíður betri tíma. Myndin sem fylgir með er tekin í London 2008 þegar þau hjónin fóru þangað í skemmtiferð með okkur hjónum. Hef sagt það oft áður og segi það enn og aftur (sjaldan er góð vísa of oft kveðin) Þvílík snilldarferð.
Hitt afmælisbarn dagsins er Margrét Pálsdóttir tengdamóðir dóttur minnar. Magga er fædd á því herrans ári 1958 ásamt mörgu öðru stórmenninu. Magga er hið mesta ljúfmenni og afbragðs vinur vina sinna. Margir góðir kostir prýða Möggu og of langt mál væri upp að telja. Smitandi hlátur Möggu er einstakur það vita þeir sem hana þekkja en hinir vita ekki af hverju þeir missa. Hagleikskona í matar- og kökugerð. Líkt og hjá Hrönn væri hægt að segja margar skemmtilegar sögur enda skemmtileg kona t.d. þegar henni tókst ekki að koma sígnum fiski niður í börnin sín.... útbjó hún heimagerða pizzu daginn eftir og plokkaði sígna fiskinn á flatbökuna. Allir átu pizzuna með bestu list. Já ofan í krakkana skildi fiskurinn hvað sem hver tautaði og raulaði. Þá tísti í Möggu, já þessi smitandi hlátur sem áður er getið. Trúlega þurfti Magga ekkert að segja börnunum af hverju hún hló, þau hafa eflaust grunað hvað hafði gerst. Myndin sem hér fylgir með er af Möggu ásamt Jóni manninum hennar.
Í tilefni dagsins: Þær eiga afmæli í dag, þær eiga afmæli í dag. Þær eiga æfmæli báðar þær eiga afmæli í dag..... Stelpur báðar tvær Til hamingju með daginn.
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sæll annað hvort í ökla eða eyra!! Takk fyrir falleg orð í minn garð. Verð sjálf að fara henda einhverju inn á mína síðu vonandi fljótlega þegar hægist um það er nefnilega í eyra hjá mér núna næstu daga. Bið að heilsa í bæinn :)
Hrönn Jóhannesdóttir, 1.3.2010 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.