23.2.2010 | 14:35
Myndablogg og afmælisbarn
Gamalt máltæki segir ,,það er ýmist í ökkla eða eyra" og merking þess segir sig sjálft. Framan af vetri virtist ekkert ætla bóla á snjó hér norðan heiða, þar sem á að vera snjór öllu jöfnu yfir vetratímann. Menn höfðu áhyggjur ,,hlýnum jarðar, hvað verður um ferðamennskuna sem við gerum út á hér á Akureyri tengda vetraríþróttum". Snjórinn kom svo í desember svo um munaði. Ætlaði allt að kaffæra. Annað máltæki ,,Adam var ekki lengi í paradís". Snjórinn kvaddi í janúar og lítt sem ekkert sást til hans þar til nú fyrir fáum dögum. Og þá er eins og við manninn mælt og aftur gripið til máltækisins ,, um ökklann og eyrað".
Þetta er yndislegt. Hlýnum jarðar hvað? Þetta er talsvert rætt á mín heimili þar sem sonurinn er farinn að vinna sem sérfræðingur hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem var þekktur heimskautafari. Já talsvert skondið að sonurinn sem aldrei hefur hrifist af snjó skuli nú vera farin að vinna við rannsóknir og fræðimennsku í þessum geira.
Mín rannsóknarmennska er af öðrum toga. Til að deila með ykkur sem ekki njótið þeirra dásemda sem snjórinn býður uppá tók ég smá ljósmyndarúnt í morgun og afrakstur þeirra rannsókna má sjá hér að neðan. Fyrir framan útidyrnar fyrsta myndefnið ljósin við bílaplanið.
Rétt ofan við götuna sem ég bý við er gata sem ber nafn með rentu þessa daganna og fyrir þá sem ekki vita þar býr m.a. litli bró ásamt spúsu sinni og fjölskyldu
Og á leið minni út í óvissuna hér innan bæjar á grænu ljósi
Eins og sjá má á myndunum ýmist mokaði niður snjó eða það var mugga
Og eins og sjá má þegar snjó mokar niður verður skyggnið í minna lagi, en það getur líka verið heillandi sérlega þegar maður vill fá öðruvísi bakgrunn á myndirnar sínar en venjulega.
Dagurinn 23. febrúar er fyrir margra hluta sakir merkilegur. En það sem þó stendur upp úr er að vinkona okkar hjóna til nærri 30 ára á afmæli í dag. Bryndísi kynntumst við hjónin þegar ég fyrir u.þ.b. 30 árum kynntist Áka manni hennar (sem nú er látinn, blessuð sé minning þess góða drengs) þegar við unnum hjá Smára h/f Byggingarfyrirtæki. Með fjölskyldum okkar tókst mikill vinskapur sem hefur haldið allar götur síðan. Það var þó höggvið stórt skarð í þennan hóp árið 1994 þegar Áki veiktist mjög alvarlega og stutta baráttu við sjúkdóm sem hann réði ekki við. En Bryndís hefur staðið eins og klettur allar götur síðan og vinskapurinn hefur eflst og dafnað með árunum.
Í dag verður kíkt inn hjá frúnni í Borgarsíðunni. Þótt ekki sé verið að fagna stóru afmæli er þetta engu að síður hennar dagur. Til hamingju með daginn kæra vinkona.
Afmælisbarn dagsins, Bryndís Karlsdóttir
Málsháttur dagsins: Hér land og þar land, og nóg er allt Ísland.
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta með snjóinn er hreint ótrúlegt! Ég var að koma að vestan eftir stutta viðdvöl. Þar var talsverður snjór og bætti í meðan ég stoppaði. Á suðurleiðinni ók ég fyrst í fljúgandi hálku, síðan á hálkublettum en eftir að kom í Dalasýsluna skipti algerlega um - auð jörð suðurúr. Hreinlega eins og tvö fjarlæg ríki!
...en svo á víst að snjóa hér syðra næstu daga......
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 22:32
Sæll Gunnar. Afmælisbarn dagsins tjáði mér að hún hafi brugðið sér í borgina um helgina sem er vart í frásögur færandi, nema hvað. Hún sagði að hún hafi ekið því sem næst á auðum vegum þar til að hún kom í Öxnadalinn - þá var eins og hún hafi komið inn í allt aðra veröld. Já svona getur þessu verið misskipt.
Páll Jóhannesson, 23.2.2010 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.