20.1.2010 | 23:37
Stjarna í augum Mömmu GóGó
Aldrei þessu vant þá brá ég mér í bíó með frúnni. Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt eða þannig en, það þykir tíðindum sæta ef ég held úti heilli mynd án þess að dotta. Mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mamma GÓGÓ sem var fyrir valinu að þessu sinni. Hrein út sagt prýðis mynd. Stórleikur Kristbjargar Kjeld stóð upp úr, þvílík leikkona.
Minningar tengdar henni ömmu minni sálugu, Önnu Ólafsdóttir hrúguðust upp meðan á sýningu stóð og gerir enn. Líkt og Mamma GÓGÓ þjáðist hún amma mín sáluga af þessum skelfilega sjúkdómi, Alzheimer. Fannst ég endur upplifa margt.
Hef áður sagt og segi enn, maður verður dálítið meir með aldrinum. Maður reynir að harka af sér. Á leið heim úr bíó dreifði frúin huga mínum með því að benda mér á og segja ,,sjáðu norðurljósin frábært". Þar með hafði ég ærna ástæðu til að fara út og mynda. Njóta fegurðarinnar. Fátt fallegra en stjörnubjartur himinn, norðurljós og tunglskin, stilla. Þokkalega góð ástæða.
Gott að koma sér úr mestu bæjarljósunum svo þau trufli ekki. Ekki farið langt. Fór út í Krossanesborgir því þar er maður komin í þokkalegt myrkur, ekki algert en í lagi.
Táknrænt. Kvikmyndagerðarmaðurinn og sonurinn var stjarna í augum móður sinnar. Svo má tengja þegar maður talar um stjörnur. Fullyrði að ég var stjarna í augum ömmu minnar. Já klárlega. En þó ekki einn því hún amma mín var þannig gerð að öll hennar barnabörn voru stjörnur í augum hennar.
Hvað um það hér er svo sýnishorn af myndatöku kvöldsins. Hér er horft í átt að Svalbarðsströnd.
Og hér u.b.b. horft í norður.
Lík svo þessu stutta bloggi með erindi úr gömlu lagi sem Ágúst Atlason söng þegar hann var í Nútímabörnum og lagið heitir ,,Vetrarnótt". Erindið verður því að þessu sinni Slagorð dagsins.
Í baksýn fjöllin há
snævi þaktir tindar rísa.
Fögur sjón að sjá
og norðurljósin allt upp lýsa.
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur átt gott kvöld með viðhaldinu sé ég.
S. Lúther Gestsson, 21.1.2010 kl. 00:33
Hæ rosalega flottar myndir hja þér. Ég væri alveg til í að sjá þessa mynd en hún er því miður ekki sýnd hérna á suðurnesjum kannski maður skreppi bara í borg óttans og sjái hana hver veit :)
Hrönn Jóhannesdóttir, 28.1.2010 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.