Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt nýtt ár

Kæru vinir, ættingjar, bloggvinir og aðrir lesendur þessa bloggs

Ég óska ykkur gleðilegs nýs árs og farsældar á árinu 2011.

Gleðilegt ár


Gleðileg jól

Kæru bloggvinir óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Jólakveðja


Jóla- og myndablogg

Jólin eru nánast gengin í garð enn eitt árið, já á sama tíma og venjulega. Fyrir þessi jól var ég staðráðin í að vera tímanlega í öllu og njóta aðventunnar til hins ýtrasta. Enn eitt árið var eitt og annað sem ég geri á síðustu stundu. Það er bara allt í lagi. Jólin koma hvort sem er. Oft er sagt að maðurinn óski þess heitast að sjá drauma sína sem aldrei rættust í gegnum börnin sín. Það er nokkuð til í því. Um liðna helgi setti Sædís Ólöf sem er  yngsta barnið mitt upp hvíta kollinn þegar útskrifaðist sem stúdent frá Verkmenntaskólanum.  Hef ég þá horft á öll börnin mín þrjú ljúka þessum áfanga sem ég hafði ekki metnað til að gera sjálfur.

Útskriftin fór fram í hinu nýja og glæsilega menningarhúsi okkar Akureyringa Hof og var athöfnin sérlega flott. Ekki minnkaði stolt mitt sem föður við þessa athöfn þegar ég horfði á dótturina og frænku hennar flytja tónlistaratriði. Sædís spilaði á gítar og Dagný frænka hennar söng. Mjög flott hjá þeim. Þegar þær stigu á svið og rúlluðu upp tveimur lögum þá fékk ég gæsahúð af stolti og geðshræringu. Þessi dagur var í raun margföld ánægja því þennan sama dag var Elín Alma sem er næst elsta barnabarnið 9 ára og því tvöföld veisla. Er þetta í annað sinn sem slíkt gerist því Sölmundur varð stúdent árið á þessum sama degi árið 1994. Skemmtilegt ekki satt?

Í gær, eða fyrra dag eða daginn þar áður eða.... skiptir ekki öllu. Við feðgar sem erum hefðbundnir karlmenn og erum kannski ekki sá mest upprifnir við að skunda milli verslana pælandi í gjöfum með bros á vör. En samt á ferðinni.  Talsverður snjór er í bænum og vetur konungur er svo sannarlega við völd án þess að ég sé að kvarta, hann á jú að vera við völd á þessum árstíma og nýta sér það. Þar sem við feðgar renndum milli bæjarhluta leita að hinu og þessu (sem verður eðlilega ekki gefið upp hér hvað var) kom upp þessi pæling þegar við þurftum að verka snjóinn af bílnum þótt ekki væri stoppað nema í 10 mín. Sölli mælir ,, Pabbi við búum á norðurslóðum og samt eru  engar verslanir hér með yfirbyggð bílastæði". Ég já það er ekkert réttlæti til í þessum heimi. Pældu í því í Reykjavík er ekki þverfótað fyrir yfirbyggðum bílastæðum við stórverslanir samt snjóar aldrei í borginni". Sölli mæir ,, Pabbi það er ekkert réttlæti til í þessum heimi". Við látum okkur bara hafa þetta með bros á vör...... eða svona næstum því.  Við búum jú á Íslandi. 

Í dag er Þorláksmessa og henni fylgja ýmsir siðir, tiktúrur og tilheyrandi. Hjá sumum er engin Þorláksmessa án vel kæstrar skötu. Ég get lofað ykkur því sá siður er ekki leyfður á mínu heimili. Hef aldrei lært að meta blessaða skötuna eftir kæsingu. Á mínu heimili er það ekta möndlugrautur að hætti Palla Jó. Hnausþykkur með rúsínum og alles. 

Ætla svo sem ekki að blogg mikið að sinni en lík færslunni með smá myndabloggi frá atburðum síðustu daga. Get þó ekki látið hjá líða að minnast aðeins á Íþróttafélagið mitt Þór. Við feðgar tókum upp og gerðum myndband með jólakveðjum Þórsara og er hægt að sjá það á heimasíðu Þórs einnig á facebook.com/thorsport. 

Stúdent

Tekið við skírteininu úr höndum kennslustjóra síns

Þrístúdent

Sædís ásamt eldri systkinum sínum eftir athöfnina

Kærustur

Ásamt Úlfhildi kærustu sinni.

Söngfuglar

Troðið upp

Blómarósir

Sædís (í miðið) ásamt Dagnýju frænku sinni t.v. fengu blómavendi fyrir ötult félagsstarf í skólanum.

Afmælisbarn

Elín Alma afmælisbarn dagsins fær sér af kræsingum sem á borð voru bornar í veislunni.

Stúdent

Sædís fær sér af stúdentatertunni góðu

Dúllur

Elín Alma í góðum höndum. 

 Glitský

Hér er svo ein mynd sem ég tók fyrir skömmu af glitskýi. Afar magnað fyrirbrigði og fallegt.

Að lokum er svo mynd sem ég tók fyrr í haust og sendi feisbúkkar vinum mínum sem jólakort. Bara fjári góð mynd þótt ég segi sjálfur frá

Jólakveðja

Þangað til næst kæru vinir. Gangið hægt um gleðinnar dyr og njótið sannrar jólagleði og hafið kærleika, ást og umburðarlyndi að leiðarljósi. 

Gleðileg jól


Smá ráð handa J. Gunnari Kristinssyni

Það er ýmist í ökkla eða eyra er gott máltæki sem oft er hægt að nota. Sérstaklega á Íslandi. Síðasta vetur gat fólkið á suðvestur horni landsins notað sítt eigið skíðasvæði í heila fjóra daga þar sem veðurguðirnir sáu sé ekki fært að láta snjóa nægilega mikið. Öðru máli gildir hér norðan heiða. Nægur snjór alla vega af og til en við búum reyndar svo vel að vera miklu ríkari en borgarbúar. Við einfaldlega framleiðum snjó sjálf ef blessaðir veðurguðirnir klikka.  J. Gunnar Kristinsson borgarstjóri rauk upp til handa og fóta í byrjun vetrar og hótaði að loka skíðasvæði borgarbúa. Nú er ærin ástæða fyrir þann mann að standa við stóru orðin og loka strax.

Veðurguðirnir hafa klikkað eina ferðina enn og látið snjóa ótæpilega mikið svo fólk á höfuðborgarsvæðinu getur skíðað í heimahögum daginn inna og daginn út. Þetta nær náttúrulega engri átt. Hér norðan heiða höfum við búið okkur undir það að taka á móti fólki af suðvestur horni landsins með góðum árangri. Hótelin hafa fyllst reglulega af fólki sem kemur norður á skíði, kaupmenn selt þessu fólki föt og annan varning í bílförmum, selt þeim Brynjuís og svo mætti lengi telja. 

Nú er sem sagt nægur snjór á báðum stöðum sem er náttúrulega alger óþarfi, já bara rugl. Ég heimta að J. Gunnar Kristinsson loki strax skíðasvæðinu í bláfjöllum svo fólk fari að streyma norður aftur.  Hvað sem því liður þá hefur verið meiri snjór í byggð hér á Akureyri en til margra ára við mismikla ánægju fólks. Sumir vilja bara hafa snjóinn í fjallinu en ekki í bænum. Börnin gleðjast og eigendur vinnuvéla sem fá vinnu við snjóruðning gleðjast sem aldrei fyrr. Oddur og Geir svitna.

Ég hef ekki stundað vetraríþróttir síðan ég var U-17 ára. Ekki stigið á skíði síðan þá né rennt mér á snjóþotu eða öðru slíku. Hef þó brugðið mér í fjallið til að taka myndir nú síðast af fótboltastelpum. Þær myndir mun verða birtar í árlegu dagatali sem kvennaráð Þór/KA gefur út á hverju ári. Fjallið hefur greinilega saknað mín og fyrst ég kom ekki til fjallsins kom fjallið til mín. Það sem af er vetri höfum við þurft að láta moka bílaplanið nokkrum sinnum með þeim afleiðingum að nú hefur myndast heljarins fjall hér rétt við bæjardyrnar. Barnabörnin mín og börnin í húsunum hér í kring kætast ógurlega. Já það er gaman að vera ungur. 

Aðventan er gengin í garð og þegar þetta er ritað er Palli og Gréta búin að skreyta allt nema jólatréð það bíður til Þorláksmessu. Laufbrauð, smákökur og annað klárt. Búið að skreyta piparkökurnar með góðri hjálp barnabarnanna. Sumum finnast við vera einum og ör við undirbúning jólanna en ég get ekkert fyrir þá skoðun. Nú getum við með auknum krafti notið aðventunnar. 

Í lokin smá myndablogg frá sumu af því sem hér hefur verið sagt. 

Fótboltastelpur í fjallinu

Gaman í Hlíðarfjallinu

Fjallið í Drekagili

Fjallið í Drekagili

On air

Leikið sér í fjallinu í Drekagili

Bojana í laufabrauði

Bojana Besic sem er Serbnesk knattspyrnukona tók þátt í laufabrauðsgerðinni eitthvað sem hún hafði aldrei komist í kynni við áður, naut sín í botn.

MBJ

Margrét Birta einbeitt

EAJ

Elín Alma einbeitt

Skreyta 3

Stoltar systur

Kikja

Á meðan lét Hólmfríður Lilja sér fátt um finnast en kíkti þó aðeins....

Kíkja

Elín Alma í smá leik við systur sínar og kíkt líka smá

Jóhann

Tengdasonurinn tók upp á því að skipta um stíl í hárgreiðslu

Hjarta

Kærustuparið Sædís og Úlfhildur

Desembermorgun

Fallegur desember morgun.

Nóg að sinni og smá fróðleikur í lokin. 

Þann 18. febrúar 1979 snjóaði í Sahara eyðimörkinni.

 


Æðri máttarvöld gera borgarstjóra skráveifu.....

Manni brá óneytanlega í brún þegar leikhússtjórinn í Reykjavík sem gegnir hlutverki borgarstjóra viðraði þá hugmynd að loka skíðasvæði Reykvíkinga hið snarasta til að spara. Honum virtist vera alvara, því miður. Æðri máttarvöld brugðu á það ráð að láta snjóa í erg og gríð svo nú er fólk farið að skíða í Bláfjöllum og búið að slá við opnunartíma síðasta vetrar. Sama er uppi á teningunum hér nyrðra þ.e. hvað snjóinn varðar. Nóg er af honum núna. Auk þess eru við ekki svo mjög uppá æðri máttarvöld komin þar sem bæjarfélagið okkar er svo ríkt að eiga snjóbyssur og við getum framleitt snjó allt árið ef því er að skipta. Já ólíku saman að jafna. 

Já nóg er nú af snjónum og meir en nóg. Mér varð hugsað til þess þegar ég komin með þrautir í bak og fyrir við að hreinsa fyrir framan húsið svo fólki væri bjóðandi heim með sæmilegu stolti. Í einni af fjölmörgu pásum sem ég tók, velti ég því fyrir mér hvað ég gæti til bragðs tekið og losnað við snjóinn af minni landareign án mikillar fyrirhafnar. Jú ég bý til gjafabréf og gef Leikhús/borgarstjóra Reykjavíkur allan snjóinn af landareign minni.  Þeir bara mæta með græjur á staðinn og fjarlægja snjóinn og koma honum fyrir í Bláfjöllum. Og í kjölfarið er ég nokkuð viss um að nágrannar mínir munu glaðir fylgja í kjölfarið. 

En hvað sem því líður þá er vetur konungur svo sannarlega mættur. Reyndar finnst mér skondið að hlusta á fréttir í útvarpi og sjónvarpi af fannferginu á Akureyri. Vissulega hefur talsvert snjóað en að fannfergið hafi skapað jafn mikil vandræði og ljósvakamiðlar greina frá .... af og frá. Þótt ég sé löngu hættur að fara út að leika í snjónum, hef ég samt lúmskt gaman af honum. Ég leik mér ekki í snjónum, ég leik mér með snjóinn þ.e. hann er fyrirmynd, já ég leik með snjó.

Í dag skrapp ég í leikhús og sá verk sem leikfélag Verkmenntaskólans setti upp og heitir ,,Ævintýri - úr litlum bæ í norðri sem við þekkjum svo vel.... Frábær skemmtun. Persónur og leikendur eru eins og gefur að skilja nemendur úr VMA. Þeir skemmtu sér hið besta og það gerðum við áhorfendur líka. Þetta verk er samið af þeim sjálfum í samstarfi við leikstjórann Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir Rocky Horror og Þögla þjóninum sem nú er verið að sýna hjá LA.  Fyrirfram var ég afar spenntur fyrir sýningunni enda á ég talsvert í nokkrum þeim sem að henni standa. Dóttirin kemur að sýningunni þar sem hún kemur að tónlistarflutningi ásamt fleirum og gerðu það með miklum stæl.  Þá eru nokkrir af leikurunum eins konar heimalingar hjá okkur, auk þess sem Úlla tilvonandi tengdadóttir okkar leikur stóra rullu þarna og stóð sig hreint út sagt frábærlega. Leikur sjötuga konu og gerir það einstaklega vel.  Væri samt ósanngjarnt að gera upp á milli þeirra sem að þessari sýningu koma enda slógu þau öll í gegn - Ég segi bara ef þið eru ekki búinn að sjá þessa sýningu þá drífið ykkur. Takk fyrir mig. 

Læt þetta duga í bili og lýk þessu með myndum af snjó og leiksýningu

13. nóv

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Lundgarður ofan/sunnan við Hamar

13. nóv -1

 Steinnes ofan/sunnan við Hamar

13. nóv -2

Heima við Drekagil. Eins og sjá má talsverður snjór en ekkert til vandræða

Drekagil

Heima við Drekagil

14_nov_1.jpg

14. nóvember horft í átt að Giljahverfi frá lóð háskólans á Akureyri

Snjótré

Fallegt

Þór

Þór fyrir framan aðal innganginn í Verkmenntaskólann

Næstu myndir eru frá leiksýningunni - látum myndirnar tala...

Ævintýri 1

Ævintýri 2

Ævintýri 3

Ævintýri 4

Ævintýri 5

Ævintýri 6

Fróðleikur dagsins: Að vera eða ekki vera það er.....


Þú finnur okkur líka á feisinu

Fyrsti snjórinn er komin... og farinn. Svo kom númer tvö..... og fór og svona rúllar þetta. Snjókoma, rigning, sól, logn og hvassviðri og... svo mætti lengi telja. Norðlenskur vetur er gengin í garð. Fyrir ríflega ári eða svo eða tveimur skiptir ekki öllu, hét ég mér því að blogga ekki meir um pólitík eða álíka tengdum málefnum. Það er reyndar mjög erfitt enda nánast allt sem maður gerir má tengja við þessa tík.

Alla vega hafði þetta það í för með sér að pistlunum hér hefur fækkað svo um munar. Granni sem ég lendi stundum í aðallega þegar illa stendur á og geðið hjá honum er stirt kvartar sárann undan þessu þ.e.a.s. bloggþurrð minni. Það er reyndar býsna skemmtilegt, þ.e. ég nýt þess að ergja hann. En þeir sem til þekkja vita vel að ég er þó ekki iðin við lyklaborðið. Daglega birtast enn fréttir, pistlar eða tengd málefni á heimasíðu Þórs. Skora á ykkur að fara þangað reglulega. Skemmtileg síða hjá frábæru íþróttafélagi. Einnig er um að gera fyrir ykkur að gerast aðdáendur heimasíðunnar á feisinu www.facebook.com/thorsport. Þegar þetta blogg fer í loftið eru aðdáendurnir orðnir 658 á rúmum mánuði, ekki slæmt. 

Fyrir rúmum tveimur vikum sá ég fyrsta húsið á bænum þar sem jólaseríur voru komnar í glugga ásamt stjörnum. Já þann 21. október, geri aðrir betur. Mig rak eiginlega í rogastans og sonurinn ætlaði alveg af hjörunum. Ég segi nú bara ekki er ráð nema í tíma sé tekið. 

Búinn að bregða mér í þrígang í leikhús á c.a. mánuði. Byrjaði á að sjá Rocky Horror sem sýnt er í Hofi hinum nýja glæsilega menningarhúsi okkar Akureyringa. Algerlega frábær sýning. Síðan sáum við verkið ,,Þögli þjóninn" veit ekki hvað ég á að segja um það verk...... Pass. Næst var það Harry og Heimir, veit alveg hvað ég á að segja um það verk  - algerlega ógleymanleg kvöldstund. Þvílíkir snillingar þessir vitleysingjar. 

Svo sem fátt meira að sinni en lýk þessu með nokkrum myndum. 

Hof í bleiku

Hér má sjá menningarhúsið okkar Hof sem svo margir bæjarbúar vildu hætta við að byggja en nú dásama allir þessa byggingu sem mest þeir mega. Myndin er tekin þegar húsið var lýst upp í bleiku

Kirkjan í bleiku

Nú kirkja var líka lýst upp í bleiku

Bleik

Vinnumaður

Þegar snjóar er gott að hafa vinnumann, ekki allir eins heppnir og ég

Lítill maður með stórt nafn

Já vinnumaðurinn er fremur lítill, en ber stórt nafn, Jón Páll. Sá stutti er duglegur að hjálpa afa og afi launar unga manninum og heldur honum mjúkum, enda viljugur að fara út að moka þegar snjóar. 

Nóg að sinni

Málsháttur dagsins: Margur er knár þótt hann sé smár


Þvílík dásemd

Jæja þá er nú aldeilis komin tími á smá blogg. Seinast var það mikið og sannkallað íþróttablogg. Nú verða íþróttirnar í minnihluta, aldrei þessu vant. Samt verð ég að byrja á því að segja ykkur frá því að Stelpurnar okkar í Þór/KA toppuðu í sumar líkt og Þórsstrákarnir sem unnu sér inn sæti í efstu deild. Nema hvað að stelpurnar enduðu keppni í 2. sæti úrvalsdeildar sem gefur þeim keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu sumarið 2011 frábært.

Á föstudag náði örverpið mitt hún Sædís Ólöf þeim áfanga að vera orðin 20 ára gömul. Jább tíminn líður og ungarnir stækka og stækka en hjá okkur foreldrunum er eins og tíminn standi í stað... alla vega finnst okkur það þegar við lítum í spegil. Það var margt um manninn í Drekagilinu og þáðu veitingar að hætti húsmóðurinnar sem eru alvöru eins og henni er von og vísa. Um kvöldið skruppum við svo á Bautann og fengum okkur að borða. Þetta var dásamlegur dagur frá A-Ö. Sædís Ólöf til lukku með áfangann. 

Haustið er dásamlegur tími. Haustið margar endalok sumar og byrjun vetrar. Þetta er sá árstími sem af mörgum talinn vera sú árstíð sem er fallegust. Haustlitirnir eru með ólíkindum. Mín kenning er sú að ef guð skapaði heiminn þá hafi hann toppað þegar hann skóp haustið. Endalaus fegurð og þeir sem hafa augun opin og gefa sér tíma til að sjá njóta þessa tíma eins og sælkeri konfekt á jólum. 

Ég nýt haustsins út í ystu æsar. Labb í góðu veðri með myndavélina um hálsinn, eigum við að ræða það eitthvað nánar........ nei ég hélt ekki. Læt því myndirnar tala sínu máli. Byrja á að setja inn liðsmynd af stelpunum okkar eftir sigur á Aftureldingu í síðustu umferð þegar ljóst var að líðið hafi náð Meistaradeildarsætinu. Þá koma myndir sem teknar voru á afmæli Sædísar, þá haustmyndirnar og svo enda ég á skemmtilegum myndum af barnabörnunum þar sem þau tóku þátt í Grettukeppni heima hjá afa og ömmu. 

EM stepur Þór/KA

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flottur hópur

Vinir

Sædís ásamt vinum 

Kærustur

Sædís ásamt kærustu sinni Úlfhildi t.v. 

Hauslabb 001

Horft heima að Háskólanum á Akureyri

Hauslabb 0011

Horft til vesturs í átt að Tröllhyrnu

Hauslabb 0010

Göngustigur neðan við Hlíðarbraut horft í átt að Súlum

Hauslabb 003

Horft yfir lónið við Glerá - stundum kallað Dampurinn

Hauslabb 006

Glerá

Hauslabb 008

Glerá

Hauslabb 009

Þessir áttu allan heiminn

Hauslabb 0014

Horft yfir byggingar háskólans Á Akureyri og út Eyjafjörðinn

Grétta1

Hólmfríður Lilja reynir að gretta sig

Grétta3

Jón Páll var ekkert sérlega ginkeyptur í að gretta sig

Grétta2

Gretta hjá Margréti Birtu

Grétta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og að lokum Elín Alma hún lagði líf sitt og sál í grettuna og útkoman var þessi. 

Já þvílík dásemd þetta allt saman. 

Málsháttur dagsins: Einhvern tíma brennir sá sig sem öll soð vill smakka.


Sannkallað íþróttablogg

Þar kom að því að ég gaf mér tíma  til að stinga niður putta á lyklaborð. Það hefur gerst allt of oft í sumar að of langur tími líður milli færsla. Það er ekki vegna þess að ekkert sé að gera hjá manni eða í kringum mann, þvert á móti er þetta klárlega vegna anna. Síðast bloggaði ég um afmælisbarn það var þegar Margrét Birta hélt upp 10 ára stórafmæli sitt. Hefði átt að blogga um næsta afmælisbarn dagsins fyrir 5 dögum. En betra er seint en aldrei.

Jóhann tengdasonur er fæddur 15. september og þá hefði ég átt að drullast til að blogga smá. Jói Jóns er hið mesta gæðablóð og hinn mætasti drengur. Ætla svo sem ekkert að vera mæra hann í hástert nú en sendi honum hér með síðbúna afmæliskveðju og þakka raunsnarlegar veitingar sem á borð voru bornar á afmælisdeginum hans. Langar að sýna ykkur sérútbúna afmælistertu sem Dagga töfraði fram við þetta tækifæri. Þar sem ila gengur við að koma inn myndum þá er myndina hægt að sjá í myndaalbúmi hér á síðunni myndaalbúmið heitir Fjölskyldan.

Eftir að skólarnir hófust snýst lífið hjá mér og frúnni talsvert mikið um barnabörnin. Hingað koma þau þegar skóla lýkur flesta virka daga. Annasamt en samt gaman.  Þess á milli sinnir maður ritstjórnarvinnu á heimasíðu Þórs. Og víst er að þar hefur mikið gengið á síðustu daga. Fótboltavertíðinni að ljúka og vetrarstarfið að komast í gang. 

um helgina luku strákarnir okkar keppni í 1. deildinni með stæl. Fyrir síðustu umferðina áttu þeir möguleika á því að vinna sér inn keppnisrétt í efstu deild að ári. Til þess þurftu þeir að vinna Fjarðarbyggð í lokaleiknum og treysta á að Leiknir tapaði gegn Fjölni. Skemmst er frá því að segja að allt gekk upp. Þór vann stórsigur á Fjarðarbyggð 9-1 á Þórsvellinum fyrir framan 900 áhorfendur. Gríðarleg stemming var á leiknum. Mesta spennan var þó eftir að leiknum lauk þegar beðið var eftir úrslitum úr leik Leiknis gegn Fjölni. Óhætt er að segja að það hafi mátt heyra saumnál detta á Þórsvellinum í þær nærri 3 mínútur sem beðið var eftir að leiknum lyki fyrir sunnan. 900 áhorfendur biðu með öndina í hálsinum. Þegar úrslitin voru tilkynnt ætlaði allt um koll að keyra. Þetta var ólýsanlegt. Fyrir þá sem vilja vita allt um þennan leik þá bendi ég á ítarlega upphitun á heimasíðu Þórs viðtöl og fleira sjá hér og umfjöllun hér og nærri 700 myndir í myndaalbúmi sjá hér

Á sunnudeginum héldu svo stelpurnar okkar í Þór/KA suður yfir heiðar og sóttu þær vesturbæjarliðið KR heim í Frostaskjólið. KR hefur í raun ekki að neinu að keppa um þessar mundir öðru en heiðrinum. Þór/KA á hins vegar í mikilli baráttu við Breiðablik um 2. sætið í deildinni sem gefur keppnisrétt í Evrópukeppni meistaraliða. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar komu heim með öll stigin 3 eftir að hafa unnið KR sannfærandi 0-6. Meira á heimasíðu Þórs í upphitun með viðtölum og umfjöllun. Baráttan um Evrópusætið ræðst í lokaumferðinni. Þá sækja stelpurnar okkar lið Aftureldingar heim í Mosfellsbæinn og Breiðablik og Valur etja kappi. Blikar hafa eins stigs forystu á Þór/KA svo óhætt er að segja að spennan sé í algleymingi. 

Skrapp svo á völlinn í kvöld þ.e. Akureyrarvöll og horfði á strákana okkar í 2. flokki sækja KA heima í lokaumferðinni á Íslandsmótinu. Gaman að geta sagt frá því að  Þór hafði öruggan 1-4 sigur. Meira á heimasiðu Þórs

Eitthvað gengur brösuglega að koma inn myndum á þetta blessaða blogg. Hef lúmskan grun um að Dabbi og félagar séu farnir að ritskoða full mikið. 

Læt þetta duga að sinni. 

Slagorð dagsins í dag: Áfram Þór alltaf, allstaðar 


Afmælisbarn dagsins

Í dag eru heil 10 ár liðin frá því að afmælisbarn dagsins leiti dagsins ljós. Við það breyttist líf margra. Foreldrarnir réðu sér ekki kæti barnið var þeirra frumburður, var nafli alheimsins. Afinn þ.e. greinarhöfundur gekk um eins og reigður hani. Já þann dag rigndi upp í nefið á sumum. Um leið og að vera frumburður foreldra sinna var barnið fyrsta barnabarn afa og ömmu og fékk þar leiðandi óskipta athygli stór fjölskyldunnar.

Afmælisbarn dagsins er fótbolta- og fimleikadrottningin Margrét Birta. Hún líkt og systkini hennar er mikill gleðigjafi ömmu og afa. Þótt dagurinn í dag sé afmælisdagurinn þá er afmælisveislan sjálf að baki. Héldu þær mæðgur upp afmælin sameiginlega um helgina. Tertur og allskyns kræsingar voru á borð bornar. 

Veisla

Afmælisbarn

Krútt

LI 2010 041

Á fleygi ferð á fótboltamóti

Fimak2010 004

Tilþrif í fimleikum.

Sætar saman

Hér er svo afmælisbarnið ásamt vinkonum og Elínu Ölmu systir sem er lengst t.h. 

Elsku Margrét Birta til hamingju með afmælið.


Afmælisbarn dagsins

Það var þennan dag fyrir nákvæmlega 30 árum sem afmælisbarn dagsins leit fyrst dagsins ljós. Barnið var frumburður foreldra sinna og vó við færðingu 3250 grömm og heilir 50 cm löng fæðingastaðurinn FSA kl. 18:53.

Í dag er afmælisbarnið gift fjögurra barna móðir og er í eðli sínu manneskja sem tekur áskorunum vinstri hægri, á sér háleita draum og vinnur að því að láta þá alla rætast...... einn og einn í einu. Fæddist óþolnmóð og því vill stundum bregða við að hún vilji láta draumanan rætast í gær. Það er í góð lagi meðan maður á sér draum og vinnur að því að láta þá rætast. 

Útskrifuð sem sjúkraliði fyrir nokkrum árum og er enn að súpa í sig fróðleik við Háskólann á Akureyri. Hvaðan hún fær þessa þrá í að læra skal ósagt látið en alla vega ekki arfur frá föður. Ekki svo að skilja að faðirinn læri aldrei neitt, bara ekki í skóla. 

Hefur fært foreldrum sínum slatta af hamingju en á síðari árum í meiri mæli en margan grunar.... Barnabörn. Hvernig ætli svo afmælisbarnið hafi litið út skömmu eftir fæðingu?

Nýfædd

Já svona... og svo leið tíminn og .....

13.feb1982

Brosmild. Svo liðu árin.... börnin komu í heiminn eitt og eitt og eins og áður segir eru þau fjögur í dag.

Jóla hæ

Svona leit familían út skömmu fyrir síðustu jól.... já svona aðeins að koma sér í jólastemmingu

Hjá mömmu

Sennilega ein af nýjustu myndunum af henni ásamt yngsta barninu

Sæt saman

Og svo hér ásamt karlinum. 

Hvað um það - Afmælisbarn dagsins er frumburður minn Dagbjört Elín. Þegar ég huxa um að hún skuli vera orðin 30 ára og ég sem er ný skriðin yfir þau mörk. Já það er undarlegt hvað tíminn líður mishratt milli kynslóða. Framan af afmælisdeginum verður eitthvað lítið sem maður fær að sjá af henni en þó eitthvað. Um kvöldið ætlar svo stórfjölskyldan að eiga góða stund öll saman. 

Dagga - til hamingju með daginn elsku dúlla.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband