Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Sitt lítið af hverju

Það er óhætt að segja að við hér í höfuðstað norðurlands eða Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs eins og Steindór frá Hlöðum kallaði bæinn okkar forðum höfum fengið okkar skammt af rigningu síðustu daga. Það er bara fínt. Þá losnar maður við að þurfa bera á sig sólarvörn og annað bras sem góðviðri fylgir. Annars má snúa þessu við og segja hvað er að því að fá rigningu?. Í raun er ekkert að því. Fínt að fá rigningu af og til... þið skiljið þetta týpíska blessaður gróðurinn og allt það. Nóg um veðrið í bili.

Manni skilst á Má að kreppan sé búinn og allt liggi upp á við. Skrítið. Stundum hefur mér fundist eins og hjá sumum hafi ekki verið nein fjandans kreppa. Þótt kreppt hafi að hjá mér og mínum hef ég enn sem komið er lifað þetta af svo þetta er og hefur ekki verið alslæmt. Einhvern tímann við upphaf hrun hins íslenska hagkerfis skrifaði ég í bloggi þegar menn voru að velta sér upp úr því hvort botninum væri náð eður ei. Þá skrifaði ég eitthvað á þá leið ,,hjá mér engin fjandans kreppa og hvaða botn?. Ég sný helv... tunnunni við stig upp á botninn og horfi niður... og þá upp um leið". Nóg um þetta. 

Ég gæti skrifað helling um fótbolta sigra og töp gleðibros og tár, væntingar og vonir. Nóg er þar að gerast. Samt er það svo að ég vísa bara enn og aftur þeim sem vilja meir um boltann að fara á bestu íþróttaheimasíðu  landsins www.thorsport.is þar eru sko reglulegar uppfærslur og fréttaflutningur hlutlaus og vandaður, nema hvað? Nú fyrir þá sem vilja fréttir af fótbolta úr hinum stóra heimi þ.e. Englandi þá bendi ég á heimasíðu eins glæsilega fótboltaklúbbi í heimi þ.e. Manchester City 

Næst koma nokkrar myndir og skýringar. 

Sumarblóm

Ekta sumar

Octapus

Glæsisnekkja á Pollinum, reyndi að ná sambandi við eigandann til að gera honum tilboð í dallinn, náði ekki sambandi. 

Slakað á

Í rigningunni slökuðu systurnar á 

Snæðingur

Hólmfríður Lilja snæða hjá Grétu ömmu

Hjá langafa

Jón Páll hjá Jóa langafa

Rigningarmynd

Réttu græjurnar

Kónguló

Þessi mynd er tekin í einum labbitúrnum meðfram Gleránni máske hér sé Charlotta að vefa, hver veit?

Í lokin skemmtileg mynd - gaman að vita hvort fólk þekki hvar myndin sé tekin?

?

Þangað til næst

Málsháttur dagsins:  Aumur er iðjulaus maður


Afmælisbarn dagsins

Það var þennan dag fyrir ári síðan sem þessi litla perla leit dagsins ljós. Mikill gleðigjafi. Augnhárin löngu og brosið bræðir og gerir alla meyra.

Ég er að tala um Hólmfríði Lilju Jóhannsdóttir. 

Hugsuður

Spekingsleg

Súpa

Á meðan allt var á fullu innan vallar á Pæjumótinu þar sem systur hennar voru að spila fótbolta sat sú stutta utan vallar ein í sínum heimi. Hvað ætli hafi verið í drykkjarmálinu?

Hjá mömmu

Hjá mömmu sinni á Pæjumótinu. Óska ,,litlu" fjölskyldunni sem er orðin býsna stór til hamingju með daginn. 

Afmælisbarn dagsins: Hólmfríður Lilja 


Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband