Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Loksins blogg

Sumarið er tíminn, og sumarið 2010 er fullt af tækifærum, verkefnum, glens og gaman og alvarleika. Já þess vegna er farið að líða full langt á milli bloggfærslna. Ein stutt nú þótt af mörgu sé að taka. Ég gæti t.d. bloggað um sigurleik Þórs gegn KA hjá m.fl. karla þar sem mínir menn fóru létt með KA. Af tillitssemi við þá bloggvini mína einn eða tvo sem hugsanlega bera tilfinningar til liðsins í póstnúmeri 600 ætla ég ekkert að skrifa meira um þann leik. En þessi mynd sem ég tók í leikslok segir meira en mörg orð. 

 ka_thor_0_2_fagn.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá gæti ég líka bloggað um barnabörnin sem eru í boltanum. Afrek þeirra og alla þá ánægju sem því fylgir að vera ungur og leika sér. Þær skruppu á símamótið í Kópavogi. Þá smellti afi mynd af þeim fyrir mót og svo aðra þegar heim var komið. 

Fyrir mót

Fótboltastelpur

Eftir mót

simamotsstelpur.jpg

Meðan þær systur voru á Símamótinu dvöldu systkini þeirra löngum stundum hjá ömmu og afa og þá voru þessar myndir teknar af þeim.

Afslöppun

Jón Páll lét fara vel um sig í sólinni á sólpallinum .... slakur

Að leik

Hólmfríður Lilja forðaðist sólina og hélt sig helst innan dyra - púsla og fl. Þá gæti ég bloggað sitthvað um afmælisdaga. Mamma átti afmæli þann 11. júlí hér er mynd af henni á spjalli  við Sædísi Ólöfu

 Nöfnuspjall

Þá hefði ég líka geta bloggað heilmikið um 13. júlí sem er afmælisdagur minnar heitelskuðu. Þá gæti ég einnig sagt yfir frá því þegar Jón Rósberg og Magnea komu í heimsókn og dvöldu hjá okkur í tvo daga. Læt mynd duga

Jón og Magnea


 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá gæti ég líka eytt tíma í að segja ykkur frá því þegar við hittum Ingu Vigfúsar og son hennar Gústa og dóttir hans Eydísi.

Inga - Gústi og Eydís

Nú svo væri hægt að segja eitthvað frá þeim framkvæmdum sem við stöndum í við viðhald á íbúðinni hjá foreldrum mínum. Þar hjálpar Jón Páll bæði afa og langafa sínum. Duglegur pjakkur. 

Viðhald

Og af því að ég gef mér ekki tíma í að skrifa mikið þá læt ég tvær myndir af sólarlagi fylgja. Myndir sem ég tók inn við Leiru og horft til norðurs. Fallegt og velheppnaðar myndir þótt ég segi sjálfur frá.

Sólarlag 

Fallegt

Sólsetur

Ekki er þessi síðri. 

Næsta blogg mun trúlega snúast mikið um föður minn sem verður áttræður þann 28. júlí. Haldið verður upp á afmælið síðar. Og síðasta myndin er þá að sjálfsögðu af honum. 

Sagarmaður

Meira síðar og þangað til næst: Elskið hvort annað


Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband