Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
31.12.2010 | 15:55
Gleðilegt nýtt ár
Kæru vinir, ættingjar, bloggvinir og aðrir lesendur þessa bloggs
Ég óska ykkur gleðilegs nýs árs og farsældar á árinu 2011.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2010 | 14:24
Gleðileg jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2010 | 10:25
Jóla- og myndablogg
Jólin eru nánast gengin í garð enn eitt árið, já á sama tíma og venjulega. Fyrir þessi jól var ég staðráðin í að vera tímanlega í öllu og njóta aðventunnar til hins ýtrasta. Enn eitt árið var eitt og annað sem ég geri á síðustu stundu. Það er bara allt í lagi. Jólin koma hvort sem er. Oft er sagt að maðurinn óski þess heitast að sjá drauma sína sem aldrei rættust í gegnum börnin sín. Það er nokkuð til í því. Um liðna helgi setti Sædís Ólöf sem er yngsta barnið mitt upp hvíta kollinn þegar útskrifaðist sem stúdent frá Verkmenntaskólanum. Hef ég þá horft á öll börnin mín þrjú ljúka þessum áfanga sem ég hafði ekki metnað til að gera sjálfur.
Útskriftin fór fram í hinu nýja og glæsilega menningarhúsi okkar Akureyringa Hof og var athöfnin sérlega flott. Ekki minnkaði stolt mitt sem föður við þessa athöfn þegar ég horfði á dótturina og frænku hennar flytja tónlistaratriði. Sædís spilaði á gítar og Dagný frænka hennar söng. Mjög flott hjá þeim. Þegar þær stigu á svið og rúlluðu upp tveimur lögum þá fékk ég gæsahúð af stolti og geðshræringu. Þessi dagur var í raun margföld ánægja því þennan sama dag var Elín Alma sem er næst elsta barnabarnið 9 ára og því tvöföld veisla. Er þetta í annað sinn sem slíkt gerist því Sölmundur varð stúdent árið á þessum sama degi árið 1994. Skemmtilegt ekki satt?
Í gær, eða fyrra dag eða daginn þar áður eða.... skiptir ekki öllu. Við feðgar sem erum hefðbundnir karlmenn og erum kannski ekki sá mest upprifnir við að skunda milli verslana pælandi í gjöfum með bros á vör. En samt á ferðinni. Talsverður snjór er í bænum og vetur konungur er svo sannarlega við völd án þess að ég sé að kvarta, hann á jú að vera við völd á þessum árstíma og nýta sér það. Þar sem við feðgar renndum milli bæjarhluta leita að hinu og þessu (sem verður eðlilega ekki gefið upp hér hvað var) kom upp þessi pæling þegar við þurftum að verka snjóinn af bílnum þótt ekki væri stoppað nema í 10 mín. Sölli mælir ,, Pabbi við búum á norðurslóðum og samt eru engar verslanir hér með yfirbyggð bílastæði". Ég já það er ekkert réttlæti til í þessum heimi. Pældu í því í Reykjavík er ekki þverfótað fyrir yfirbyggðum bílastæðum við stórverslanir samt snjóar aldrei í borginni". Sölli mæir ,, Pabbi það er ekkert réttlæti til í þessum heimi". Við látum okkur bara hafa þetta með bros á vör...... eða svona næstum því. Við búum jú á Íslandi.
Í dag er Þorláksmessa og henni fylgja ýmsir siðir, tiktúrur og tilheyrandi. Hjá sumum er engin Þorláksmessa án vel kæstrar skötu. Ég get lofað ykkur því sá siður er ekki leyfður á mínu heimili. Hef aldrei lært að meta blessaða skötuna eftir kæsingu. Á mínu heimili er það ekta möndlugrautur að hætti Palla Jó. Hnausþykkur með rúsínum og alles.
Ætla svo sem ekki að blogg mikið að sinni en lík færslunni með smá myndabloggi frá atburðum síðustu daga. Get þó ekki látið hjá líða að minnast aðeins á Íþróttafélagið mitt Þór. Við feðgar tókum upp og gerðum myndband með jólakveðjum Þórsara og er hægt að sjá það á heimasíðu Þórs einnig á facebook.com/thorsport.
Tekið við skírteininu úr höndum kennslustjóra síns
Sædís ásamt eldri systkinum sínum eftir athöfnina
Ásamt Úlfhildi kærustu sinni.
Troðið upp
Sædís (í miðið) ásamt Dagnýju frænku sinni t.v. fengu blómavendi fyrir ötult félagsstarf í skólanum.
Elín Alma afmælisbarn dagsins fær sér af kræsingum sem á borð voru bornar í veislunni.
Sædís fær sér af stúdentatertunni góðu
Elín Alma í góðum höndum.
Hér er svo ein mynd sem ég tók fyrir skömmu af glitskýi. Afar magnað fyrirbrigði og fallegt.
Að lokum er svo mynd sem ég tók fyrr í haust og sendi feisbúkkar vinum mínum sem jólakort. Bara fjári góð mynd þótt ég segi sjálfur frá
Þangað til næst kæru vinir. Gangið hægt um gleðinnar dyr og njótið sannrar jólagleði og hafið kærleika, ást og umburðarlyndi að leiðarljósi.
Gleðileg jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2010 | 13:14
Smá ráð handa J. Gunnari Kristinssyni
Það er ýmist í ökkla eða eyra er gott máltæki sem oft er hægt að nota. Sérstaklega á Íslandi. Síðasta vetur gat fólkið á suðvestur horni landsins notað sítt eigið skíðasvæði í heila fjóra daga þar sem veðurguðirnir sáu sé ekki fært að láta snjóa nægilega mikið. Öðru máli gildir hér norðan heiða. Nægur snjór alla vega af og til en við búum reyndar svo vel að vera miklu ríkari en borgarbúar. Við einfaldlega framleiðum snjó sjálf ef blessaðir veðurguðirnir klikka. J. Gunnar Kristinsson borgarstjóri rauk upp til handa og fóta í byrjun vetrar og hótaði að loka skíðasvæði borgarbúa. Nú er ærin ástæða fyrir þann mann að standa við stóru orðin og loka strax.
Veðurguðirnir hafa klikkað eina ferðina enn og látið snjóa ótæpilega mikið svo fólk á höfuðborgarsvæðinu getur skíðað í heimahögum daginn inna og daginn út. Þetta nær náttúrulega engri átt. Hér norðan heiða höfum við búið okkur undir það að taka á móti fólki af suðvestur horni landsins með góðum árangri. Hótelin hafa fyllst reglulega af fólki sem kemur norður á skíði, kaupmenn selt þessu fólki föt og annan varning í bílförmum, selt þeim Brynjuís og svo mætti lengi telja.
Nú er sem sagt nægur snjór á báðum stöðum sem er náttúrulega alger óþarfi, já bara rugl. Ég heimta að J. Gunnar Kristinsson loki strax skíðasvæðinu í bláfjöllum svo fólk fari að streyma norður aftur. Hvað sem því liður þá hefur verið meiri snjór í byggð hér á Akureyri en til margra ára við mismikla ánægju fólks. Sumir vilja bara hafa snjóinn í fjallinu en ekki í bænum. Börnin gleðjast og eigendur vinnuvéla sem fá vinnu við snjóruðning gleðjast sem aldrei fyrr. Oddur og Geir svitna.
Ég hef ekki stundað vetraríþróttir síðan ég var U-17 ára. Ekki stigið á skíði síðan þá né rennt mér á snjóþotu eða öðru slíku. Hef þó brugðið mér í fjallið til að taka myndir nú síðast af fótboltastelpum. Þær myndir mun verða birtar í árlegu dagatali sem kvennaráð Þór/KA gefur út á hverju ári. Fjallið hefur greinilega saknað mín og fyrst ég kom ekki til fjallsins kom fjallið til mín. Það sem af er vetri höfum við þurft að láta moka bílaplanið nokkrum sinnum með þeim afleiðingum að nú hefur myndast heljarins fjall hér rétt við bæjardyrnar. Barnabörnin mín og börnin í húsunum hér í kring kætast ógurlega. Já það er gaman að vera ungur.
Aðventan er gengin í garð og þegar þetta er ritað er Palli og Gréta búin að skreyta allt nema jólatréð það bíður til Þorláksmessu. Laufbrauð, smákökur og annað klárt. Búið að skreyta piparkökurnar með góðri hjálp barnabarnanna. Sumum finnast við vera einum og ör við undirbúning jólanna en ég get ekkert fyrir þá skoðun. Nú getum við með auknum krafti notið aðventunnar.
Í lokin smá myndablogg frá sumu af því sem hér hefur verið sagt.
Gaman í Hlíðarfjallinu
Fjallið í Drekagili
Leikið sér í fjallinu í Drekagili
Bojana Besic sem er Serbnesk knattspyrnukona tók þátt í laufabrauðsgerðinni eitthvað sem hún hafði aldrei komist í kynni við áður, naut sín í botn.
Margrét Birta einbeitt
Elín Alma einbeitt
Stoltar systur
Á meðan lét Hólmfríður Lilja sér fátt um finnast en kíkti þó aðeins....
Elín Alma í smá leik við systur sínar og kíkt líka smá
Tengdasonurinn tók upp á því að skipta um stíl í hárgreiðslu
Kærustuparið Sædís og Úlfhildur
Fallegur desember morgun.
Nóg að sinni og smá fróðleikur í lokin.
Þann 18. febrúar 1979 snjóaði í Sahara eyðimörkinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar