Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
13.4.2008 | 00:28
Eins og sannur Íslendingur
Við hjónin buðum vinum okkar þeim Ívani og Dagnýju í heimsókn í gær. Dró af því tilefni upp úr pússi mínu dýrindis uppskrift af kjúklingapottrétti sem eldaður var í fermingarveislu um árið þegar Sædís var tekin í fullorðinsmannatölu. Uppskriftin kemur frá kunningja mínum honum Peter Jones sem lést fyrir skömmu langt fyrir aldur fram. Peter var afar snjall kokkur og ekki á hvers manns færi að fara í fötin hans. Peter sagði mér um árið þegar hann lét mig fá þessa uppskrift - þessi klikkar aldrei - aldrei, nema maður vilji endilega láta hana klikka. Og, í gærkvöld fór ekkert úr skorðum.
Eftir mat horfðum við á Bubbabandið. Kom á daginn enn og aftur þvílíkur snilldar listamaður hinn Dalvíski Eyþór Ingi er. Hef sagt það áður og segi það enn það er engin spurning hver vinnur þessa keppni þetta er aðeins spurning um hver lendir í öðru sætinu. Og þar sem aðeins tveir keppendur eru eftir eru úrslitin ráðin og óþarft að setja úrslitaþáttinn í loftið.
Laugardagurinn nokkuð rólegur svona framan af. Dagga kom í heimsókn með allann skarann að fyrirvinnunni undanskilinni - hann var auðvitað að vinna, enda fyrirvinna. Restin af pottréttinum etinn upp til agna svo ekki var tangur né tekur eftir.
Fylgdist með beinni lýsingu á www.bbc.uk.co þegar mínir menn í Manchester City léku gegn Sunderland á heimavelli þeirra Stadium of light ,,leikvangi ljóssanna". Ekki spyrja að því að mínir menn ollu mér engum vonbrigðum og unnu sætan 1-2 sigur. Sitja nú í 8. sæti úrvalsdeildarinnar með 52 stig. Það er bara í fínu lagi.
Úrslitakeppnin í körfubolta heldur áfram. Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík komu tvíelfd til baka og unnu sannfærandi sigra á andstæðingum sínum. Þau neita að gefast upp. Eins og ég sagði áður þá endurtek ég ,,spyrjum að leikslokum".
Íslendingar eru stundum dálítið klikkaðir. Og ég er örugglega engin undantekning. Enn er kalt í veðri þrátt fyrir þá staðreynd að sólin sýndi sig af og til, það er jú enn vetur. Sannkallað gluggaveður. Grillið komið undan snjónum og sæmilega fært að því. Hvað þá?. Útá pall gera klárt - grilla. Hugsið ykkur það er enn vetur og maður lætur sig hafa það að klæða sig í flíspeysu og allar græjur fer út að grilla með bros á vör eins og ekkert sé eðlilegra - er þetta eðlilegt? Kvef á morgun, hver veit, ekki ólíklegt.
Eftir stuttan undirbúning var tekið til við að kveikja upp í græjunni. Í gang í fyrsta, nema hvað?. Þannig er það með alvöru græjur þær hrökkva í gang við fyrsta hanagal. Og eins og sannur Íslendingur þá á maður náttúrulega ekki neina druslu, heldur alvöru græju sem alltaf fer í gang í fyrsta starti. Dagga, Jói og krakkarnir létu sig ekki vanta, hver lætur sig vanta þegar grill ilminn leggur og liðast um loftin blá? Reyndar var grillað vegna síendur tekins nöldurs sumra, sem ekki nenntu sjálfir að standa í þessu. En þeir höfðu þó með sér nesti sem þeir fengu húsbóndann til að grilla.
Þegar grillilmur leggur og fer að liðast um loftin blá dregur hann fleiri að en boðnir eru. Mávagerið rennur fljótt á lyktina. Ekki hafði ég lengi staðið við grillið þegar mávagerið fór að sveima yfir Drekagilinu með tilheyrandi gargi. En ólíkt gestunum sem hafði verið boðið var hinum óboðnu gestum ekki boðið og urðu þeir að láta lyktina nægja. Ég er einn þeirra sem þykir vera heldur mikið til af þessum fiðurfénaði þ.e. mávum.
Spaugstofan klikkaði ekki. En er samt farin að halda að þótt þeir kæmu með þátt sem ekki væri séns á að hlægja af þá myndi maður samt hafa gaman af, þótt ekki væri nema af gömlum vana. Þetta eru jú alveg einstakir vitleysingjar sem alltaf standa fyrir sínu.
Fróðleikur dagsins: Reynsla er nokkuð sem maður fær ekki fyrr en eftir að maður þarf á henni að halda.Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.4.2008 | 08:30
Af hverju byrgja menn brunninn alltaf eftir á?
Veit ekki hvort það er ráðlegt að skrifa um efnahagsmál? Davíð spáir hruni á fasteignamarkaðnum, hann hækkar stýrivexti svo nú eru þeir svo háir að ekki er þorandi að hafa orð á. Dabbi segir staða íslensku bankanna svo sterka að ekki þurfi að hafa af þeim áhyggjur ,,þeir bjarga sér sjálfir". Davíð vill harða lendingu. Samfylkingin sagði þegar hún var í stjórnarandstöðu að ef ekki yrði tekið í taumanna þá fengjum við harða lendingu. Því miður virðist í augnablikinu sem Samfylkingarfólk muni reynast sannspá. En það sem meira er að þegar menn hófu máls á þessu fyrir 2-3 árum spýttu framsóknarmenn og sjálfstæðismennirnir bara í lófana og gáfu í og lokuðu augunum. Óttast að mitt fólk í ríkisstjórninni eigi eftir að blæða vegna stjórnleysi undangenginna ára undir stjórn Sjálfstæðis- og framsóknar, því miður. Gott og vel ætli það sé nokkuð ráðlegt að fara meira út í þessa sálma? næsta mál.
Körfuboltavertíðinni ekki lokið og enn og aftur eru við að verða vitni af skemmtilegum hlutum. Allt stefnir í að Snæfell og ÍR leiki til úrslita, en þó ekki 100% öruggt því Keflvíkingar eru jú deildarmeistarar með snjalla leikmenn og frábærann þjálfara og geta komið til baka. Grindvikíngar eru komnir með bakið upp að vegg komnir undir 2-0 en líkt og hjá nágrönnum þeirra í Keflavík þá er þetta ekki búið.
Fyrir tveimur árum lentu mamma og pabbi í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbrautinni á stað þar sem framkvæmdir stóðu yfir. Þau munu aldrei bíða þess bætur - ALDREI. Hvar var fjölmiðlafólk þá? af hverju var ekki fjallað um það slys með mjög áberandi hætti í fjölmiðlum? Hvernig stendur á því að Vegagerðin og ráðamenn ruku ekki upp til handa og fóta?. Af hverju voru þeir ekki boðaðir í viðtöl og látnir svara fyrir af hverju aðstæður væru svona en ekki einhvern vegin öðru vísi? Getur það verið vegna þess að þetta fólk er ekki frægt? Voru fjölmiðlar búnir að gleyma því að sá ,,gamli" er fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í kraftlyftingum öldunga? Eða getur það verið að þetta sé allt skeytingaleysi ættingjanna að fara ekki út um allt og krefjast bóta? Ég veit ekki, en það er sorglegt að það lítur út fyrir að það sé ekki sama hvort um Jón eða sr. Jón er að ræða. Vonandi fara menn að byrgja brunna áður en blessuð börnin detta ofan í hann.
Nú á eftir ætla ég líkt og venjulega fara í Hamar og drekka kaffi og eta mitt ristaða brauð með félögum mínum sem þangað koma alla föstudaga. Við munum ræða öll helstu vandamál sem steðja að í lífinu og leysa þau, eins og þessum hóp einum er lagið.
Málsháttur dagsins: Oft falsar fögur mynd og lýgur ljúf ásýnd.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.4.2008 | 12:01
President Palli
Óhætt að segja að dagurinn í gær hafi verið annasamur í meira lagi. Barnapössun fram eftir degi og snúningar í kringum það.
Sat 58. ársþing ÍBA í gær sem hófst kl. 18:00. Á síðast þingi ÍBA sem haldið var fyrir tveimur árum var ég skipaður Þingritari. Án þess að hafa stefnt að því þá varð það embætti stökkbretti í eitthvað meira og hærra. Fór svo að ég var skipaður Þingforseti nú og naut þess í nærri þrjár klukkustundir að vera ávarpaður hr. Forseti. Skemmtileg nýbreytni. Er samt ekki viss um að þetta eigi eftir gerast aftur að maður geti notið þess, en hver veit, maður skal aldrei segja aldrei.
Strax að loknu þingi var stefnan tekin út í Hamar og þar tók næsti fundur við sem hófst kl. 21:00. Þótt körfuboltavertíðinni hjá meistaraflokkum sé lokið þá er nóg framundan. Skipulagning tónleikanna sem fram fara í Glerárkirkju þann 20. apríl þar sem Álftagerðisbræður og Konnararnir koma fram. Þar verður mikið um dýrðir og komin er mikill spenningur í fólk. Fundi lauk ekki fyrr en rúmlega 23:00 þokkalega fundarseta þennan daginn.
Meira tengt íþróttastarfi Þórs. Þá tókum við Þórsarar við lyklavöldum í Boganum og nú er framkvæmdastjóri félagsins forstöðumaður Bogans. Búnir að berjast fyrir þessu allar götur frá því að húsið var tekið í notkun. Á þessu sést að maður má aldrei gefast upp, aldrei.
Fagna nýjum bloggvini í dag. Er þar Margith Eysturtún hin Færeyiska listakona, sem er eiginkona systursonar míns Vigfúsar Má Ragnarssonar en þau búa í Danmörku landi Margrétar drottningu. Margith er mikil listakona í víðri merkingu þess orðs. Hún er gríðarlega góð söngkona, hreint út sagt frábær kökuskreytingamaður og afar fær í skrautskrift. Ég get því miður ekki leitt ykkur sem ekki til þekkja í sannleikann um hversu góð söngkona hún er en ef ég segi að hún kalli fram ,,Gæsahúð" í jákvæðum skilningi þegar hún syngur þá vitið þið hvað ég á við. Kökurnar hennar er hægt að sjá á blogginu. Og þegar svona listaverk eru skoðuð þá segir maður bara eins og gæinn á ,,Næturvaktinni" ,,Já sæll". Margith velkomin í bloggheiminn.
Fróðleikur dagsins: Þann 9. febrúar 1942 hófst sápuskömmtun í Bretlandi.Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.4.2008 | 22:11
Einstakur viðburður - ekki klikka á að mæta.
Gaman að fylgjast með úrslitakeppninni í körfubolta karla. ÍR -ingar hafa svo sannarlega komið á óvart í 8 liða úrslitum. Byrjuðu á að taka Íslandsmeistara KR og slá þá út. Fóru svo til Keflavíkur og lögðu deildarmeistarana sjálfa í ,,Sláturhúsinu" í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum. Snæfell hóf í kvöld sína rimmu gegn Grindvíkingum í ,,Röstinni" heimavelli Grindvikínga og höfðu þar sigur. Alla vega er ljóst að nýir Íslandsmeistarar verða krýndir í ár - það er bara hið besta mál og gerir þetta meira spennandi.
Um helgina stóð körfuboltadeild Þórs fyrir körfuboltaskóla fyrir grunnskólakrakka krakka úr 4. - 9. bekk. Körfuboltakappinn Baldur Ingi Jónasson sá um skipulagningu og stjórnaði æfingunum eins og honum einum er lagið. Tókst skólinn með miklum ágætum og mikið fjör og mikið gaman hjá krökkunum. Sérstaklega gladdi hversu margar stúlkur mættu og reyndu sig. Vonandi boðar það gott.
Meira af íþróttatengdu málum úr Þór. Körfuboltastjórn Þórs er 50 ára á þessu ári og af því tilefni verða haldnir ,,Afmælistónleikar" í Glerárkirkju þann 20. apríl. Þar munu Álftagerðisbræður og ,,Konnararnir" leiða saman hesta sína. Er óhætt að segja að þessi atburður sé einstakur í sinni röð enda ekki á hverjum degi sem þessir snjöllu listamenn koma fram saman. Forsala miða hefst á föstudag og verður hægt að kaupa þá í Pennanum/Eymundsson í Hafnarstræti sem og í Hamri félagsheimili Þórs. Skora á fólk að tryggja sér miða í tíma enda verður takmarkað framboð miða.
Í dag var endanlega ákveðið að líkan af Snæfellinu sem sá fullorðni hefur verið að dunda sér við að smíða verður varðveitt á matsölustaðnum Friðriki V. Verður skipið sett í glerbúr og haft til sýnis þar og er það vel við hæfi þar sem þessi matsölustaður er í gömlu Bögglageymslunni sem KEA átti. Snæfellið EA 740 var smíðað í skipasmíðastöð KEA og var ef ég man rétt stærsta skipið sem sú skipasmíðastöð smíðaði.
Sól hækkar á himni með hverjum deginum sem líður og lundin léttist á fólki. Er komin vorfiðringur í fólk og óhætt að segja að fólk sé í alvöru farið að biða eftir vorinu. Fór með bílinn í skoðun í dag og er skemmst frá því að segja að kagginn fékk ég fullt og óskorað umboð um að mega aka honum áfram um götur bæjarins og kagginn fékk sitt heilbrigðisvottorð stimplað ,,Í lagi"
Slagorð dagsins las ég einhvern tímann einhverstaðar og hljóðar svo: Ég gat ekki gert við bremsurnar í bílnum svo ég hækkaði bara í flautunni.
Bloggar | Breytt 9.4.2008 kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2008 | 10:07
Já sæll og vertu velkominn
Ég mun ekki setja mig upp á móti þessu ef af verður. Ég skal meir að segja leggja Svenna og félögum lið við að ná í kappann ef ég get á einhvern hátt.
Málsháttur dagsins: Mikið vill meira.
Ronaldinho enn frekar orðaður við Man.City | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 13:55
Afmæli og leikhús.
Í dag er 1/2 öld liðin frá því að þessi heiðursmaður leit dagsins ljós fyrsta sinn. Hann er eiginmaður faðir afi ,,Leedsari" Þórsari og félagi og vinur vina sinna.
fimmtíu ára gamall ,,ERT EKKI AÐ GRÍNAST?" gæti einhver spurt ,,jújú ég er að grínast" en þá væri ég um leið að ljúga og það er ljótt.
Jón Andrésson tengdafaðir Dagbjartar dóttir minnar er fimmtugur í dag. Hann ætlar er með opið hús í dag á heimili sínu og þangað ætla ég klárlega að mæta um leið og þessari bloggfærslu er lokið.
Ég læt fylgja með tvær myndir með þessari færslu. Báðar eru teknar í fermingarveislu yngstu dóttur hans um liðna helgi. Sú fyrri er klipp til úr hópmynd sem ég tók af honum í kirkjunni og sú síðari er tekin það sem hann er ásamt konu sinni henni Margréti Pálsdóttur og með þeim eru börn- tengdabörn og barnabörn. Fríður hópur ekki satt?
Þegar menn eiga og hafa svona fríðan hóp ættingja nálnægt sér þá eru menn á grænni grein. Til hamingju með daginn Nonni.
Ætla svo að venda kvæði mínu í kross í kvöld og bregða mér í leikhús með minni ekta frú. Þar ætlum við að sjá Dubbeldusch og vonandi verður maður ekki fyrir vonbrigðum.
Nóg af sinni.
Fróðleikur dagsins: Rússland og Bandaríkin eru aðeins 4 km frá hvort öðru þar sem styst er.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2008 | 23:29
Af hverju segir engin neitt?
Eins og venjulega hófst dagurinn á kaffi í Hamri - málin rædd leyst og málið dautt. Brá mér þó fyrst til hárskerans míns til margra ára og lét skerða hár mitt. Er jafnaðarmaður en þó íhaldssamur á ýmsa lund. Til marks um það þá hef ég fylgt þessum prýðis klippara í sennilega 18 ár og á þremur stofum. Það hlýtur að vera merki um að maður sé sáttur við verkin hans.
Enn halda menn áfram að mótmæla himinháu bensínverði þrátt fyrir þá staðreynd að álögur á eldsneyti hér á landi er með því lægsta sem gerist miðað við nágrannalöndin okkar. Ef þetta ber árangur þá sætti ég mig við þetta.
Ég velti því þó fyrir mér hverju það sætir að á sama tíma og við Íslendingar höfum búið við eitt hæsta matvöruverð sem þekkist í hinum vestræna heimi og ENGIN segir neitt. Við getum sparað okkur hressilega í bensínkostnaði og tekið strætó, kostar ekkert hér á Akureyri. Við getum labbað, hjólað og sameinast með notkun bíla með vinnufélögum til að spara. En við hættum ekki að borða. Við sameinumst ekki í matarinnkaupum með fjölskyldunni í næstu íbúð. Meðan að veskin okkar tæmast hraðar og hraðar - verslanakeðjurnar fitna meir og meir, en engin segir NEITT commone.
Af hverju fer ekki fólk í mótmælagöngur fyrir framan Bónus, Hagkaup, Nettó og allar þessar matvöruverslanir? Finnst fólki það kannski ekki eyða nægum peningum í matarinnkaup? Er ekki fólki misboðið þegar það fer með 2-3 haldapoka út úr búðinni sem kostar 5-8 þúsund og klárast hraðar en mann langar að vita fyrirfram. Ég veit ekki með ykkur en mér blöskrar ekki lítið - heldur MIKIÐ. finnst komin tími á að mótmæla þessu enda spilar stærri rullu í mínu heimilisbókhaldi en eldsneytiskostnaðurinn, sem þó er vissulega ærinn.
Einn fjölskyldu vinur okkar á afmæli í dag þ.e.a.s. hann Brynjar Elís Ákason. Brynjar er sonur Áka heitins vinar míns sem lést langt fyrir aldur fram og Bryndísar. Er Brynjar afar vel gerður strákur og klár í alla staði og verður gaman að fylgjast með honum á næstu árum enda afburða námsmaður. Brynjar klárar 10. bekkinn í vor og er ég klár á því að það verða ekki margar einkunnir hjá honum undir 9. Brynjar til hamingju með daginn.
Á morgun á svo tengdapabbi Döggu dóttir minnar afmæli, og það STÓRT. Nonni verður hálfraraldar gamall. Loksins kominn í fullorðins manna tölu. Verður opið hús hjá þeim hjónum og trúlegt að einhverjar kræsingar verði á borð bornar, þangað mun ég klárlega mæta.
Lét mig hafa það að horfa á Bubbabandið í kvöld. Eins og venjulega fannst mér Dalvíski pilturinn hann Eyþór bera höfuð og herðar yfir andstæðinga sína.
Útsvar spurningarþátturinn í kvöld ágætis skemmtun sem rennur hægt og rólega í gegn og án allra áreynslu. Nágrannaslagur milli Akureyringa og Fjallabyggðar. Akureyringar unnu sætan sigur og komnir áfram.
Málsháttur dagsins: Sá sem hefur nóg skal láta sér það nægja.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2008 | 20:10
Kjarklaus rektor
Þá er búið að leggja línurnar fyrir nemendur - allt í lagi að stela bara ef þú lofar að gera það aldrei aftur. Ætli rektor noti sömu aðferð við nemanda sem fer yfir strikið í öflun heimilda í ritgerðarvinnu?
Rektor segir vinnubrögð Hannesar hafa rýrt traust skólans. Hún slær á puttana á Hannesi eins og litlum krakka, kyssir svo á báttið og segir honum að gera þetta aldrei aftur og málið steindautt. Æ,æ,æ og æ mikið er nú þetta dapurlegt. Hafi vinnubrögð Hannesar rýrt traust skólans hvað segja menn við svona slydduskap að þora ekki að taka á manninum?
Speki dagsins er við hæfi: Að stela hugmyndum frá einum aðila kallast ritstuldur. Að stela hugmyndum frá mörgum kallast -rannsóknarvinna. (þetta er ritstuldur)Átelur vinnubrögð Hannesar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 08:55
Allir út að aka með bros á vör og ekkert múður.....
Væri ég stuðningsmaður Arsenal hlyti ég að vera brjálaður vegna þessara úrslita. Þvílíkir yfirburðir Arsenal yfir gestunum frá Liverpool. Liðsmenn Liverpool sem voru eins og áhorfendur á þessu leik hljóta líta á þetta jafntefli sem stórsigur. En hvað um það Lundúnaliðið Arsenal á eftir að fara á Anfield og það verður bara sætara fyrir þá að klára rimmuna þar.
FSu er komið í úrvalsdeild, það hljóta að vera talsverð tíðindi í Íslensku íþróttalífi. Liðið er einungis þriggja ára gamalt sem gerir þetta enn glæsilegra. Greinilegt að Brynjar Karl er að gera flotta hluti, ekki það að menn hafi ekki vitað fyrirfram að þar er snjall þjálfari á ferð.
Enn halda menn áfram að mótmæla háu eldsneytisverði á Íslandi. Þó rak mig eiginlega í rogastans þegar upplýst var í fréttum í gær að álögur á eldsneyti hér á Íslandi er með því lægsta sem gerist á norðurlöndunum og þótt víða væri leitað, hvað eru menn að væla. Allir út að rúnta og ekkert múður.
Vinn að fullu við að koma á tónleikum sem körfuboltadeild Þórs mun standa fyrir og eru áætlaðir 20. apríl. Þar munu leiða saman hesta sína eða raddbönd Álftagerðisbræður og ,,Konnararnir" þá verður gaman. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að 50 ár eru frá stofnun körfuknattleiksdeildar Þórs. Fundur þar að lútandi í hádeginu í dag.
Smíði líkans þess fullorðna af Snæfellinu EA 740 er nú nánast lokið. Skipið verður varðveitt á nýja matsölustaðnum Friðrik IV. Það er og verður vel við hæfi þar sem veitingastaðurinn er í gömlu húsi sem KEA átti og það sem meira er að Snæfellið var smíðað þ.e. orginalinn í skipasmíðastöð KEA. Einungis á eftir að setja saman glerkassa utan um listaverkið.
Málsháttur dagsins: Fátt er svo ónýtt að til einskis sé nýtt.
Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2008 | 23:53
Betra en kynlíf - ert´ekki að grínast?
Bob Dylan er góður, mikið rétt. Mig rak í rogastans þegar ég las haft eftir ákveðnum manni að honum þætti Bob Dylan betri en gott kynlíf. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort viðkomandi hafi sagt maka sínum frá þessu? Ef svo er mikið hlýtur kynlífið að vera snautt hjá þessum ólánsama manni. Commone þótt Dylan sé góður þá varla svo.....
Síðari leikur Þórs og Keflavíkur í 8 liða úrslitum úrvalsdeildar í körfubolta sem fram fór sunnudagskvöldið 30. mars var mikil og góð skemmtun. Allt leit út fyrir að öruggur sigur minna manna væri í uppsiglingu. Ekki fara hlutirnir alltaf eins og maður vill og kýs. Reynsla Keflvíkínga réði úrslitum á lokasprettinum og þeir lönduðu 3 stiga sigri og mínir menn eru þar með komnir í sumarfrí. Veturinn var hreint út sagt frábær út frá sjónarhóli körfuboltans og ég segi enn og aftur Áfram Þór allfaf allstaðar. Nú er bara að fara láta sér hlakka til fótboltasumarsins.
Bensín- og olíuverð hefur rokið upp úr hæstu hæðum og allt venjulegt fólk missir ráð og rænu þegar það nálgast bensínstöð svo ekki sé nú minnst á hvað getur gerst þegar það þarf að stoppa á bensínstöðinni til að kaupa vökvann. Landinn er búin að fá nóg, eða er það? hversu lengi endast menn við mótmælin? verðum við búin að gleyma þessu í næstu viku? mig grunar það. Ef við erum sannir Íslendingar þá verður allt fallið í ljúfa löð í næstu viku. Þótti skondið að heyra Sturlu Böðvarsson segja í kvöldfréttum þegar hann var spurður um hvort hugsanlegt væri að ríkisvaldið lækki álögurnar? Við þurfum að halda við vegunum og svo þurfum við að reka sjúkrahúsin. Eigum við að taka peninga í gengum bensín og olíusölu til að reka sjúkrahúsin? Ríkissjóður fitnar almenningur svitnar, hvað er maður að væla?
1. apríl - gabb og plat hér og hvar og sumir þorðu varla að hreifa sig í ótta við að vera gabbaður. Veit ekki með ykkur en einhvern vegin var fátt um hrekki sé ég tók eftir að vöktu athygli mína. Í það minnsta tókst mér að komast í gegnum þennan dag án þess að vera gabbaður - að ég held, en hver veit kannski kemur eitthvað óvænt upp á morgun og...... hver veit?
Friðfinnur Lilli ,,litli" bróðir mömmu á afmæli þennan dag og svo hefur verið allar götur sl. 1943 þegar hann átti sinn fyrsta afmælisdag. Karlinn er orðin 66 ára og svei mér þá mér finnst hann líta út eins og hann hefur gert sl. 20 ár. Lilli er einn færasti húsasmiður og hagleiksmaður sem ég þekki hreint út sat snillingur. Ekki ólíklegt að það hafi hann erft frá föður sínum og afa mínu honum Páli Friðfinnssyni.
Málsháttur dagsins: Hafi ég pening í pungi hef ég mat í munni.Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar