Leita í fréttum mbl.is

Jóla hvað?

Nú er að fara í hönd sá tími ársins sem sumir elska en aðrir þola illa eða kannski bara kvíða. Jólaundirbúningur. þekktasti kaupmaður bæjarins Ragnar nokkur kenndur við JMJ er af sumum kallaður  1. jólasveinninn, búinn að skreyta og þá er jólaundirbúningurinn formlega hafinn. Hér er verið að nota tímann og mála einn og einn vegg til hressa uppá útlitið og gera fínt fyrir ja ekki bara jólin heldur svona almennt.

Um leið og stillt er upp aftur eru settar upp jólaseríur í glugga svo smátt og smátt er Drekagilið að taka á sig svip jóla þótt enn sé nærri mánuður til stefnu. Einhvern tímann var sagt ,,ekki sé ráð nema í tíma sé tekið" og ég bara ber því við nú......

Já og talandi um jóla, jóla. Hér er búið að taka laufabrauð, takk fyrir það. 

Einbeiting

Jón Páll var duglegur og lét sitt ekki eftir liggja. Einbeitingin í lagi, tungan úti og ...

Elín einbeitt

Og ekki var einbeitingin minni hjá Elínu Ölmu...

Nærsýn?

Nú frumburðurinn á heimilinu virtist stundum í stórhættu þegar einbeitingin náði tökum á henni og nefið á stundum full nærri hnífnum.... 

Hófí og afi

Og ekki mátti maður leggja frá sér hnífinn og myndavélina eitt augnablik og þá var konan búinn að handsama myndavélina og smellti af Hófí og afanum í stuttri pásu..... 

Steiking

Nú við feðginin steiktum svo kökurnar. Ég sá um steikinguna og Dagga sá um að taka við kökunum og pressa. Já samvinna í lagi. 

Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá eru sumir haldnir nær ólæknandi ljósmyndadellu. Kannski er hún vel læknanleg en viðkomandi vill enga bót sinna meina. Hvað um það. Á hverju ári gefur kvennaráð sem sér um rekstur mfl. kvenna í Þór/KA út dagatal til styrktar rekstrinum. Þar eru stúlkurnar í liðinu fyrirsæturnar. Ýmist eru myndir úr leikjum eða þær fengnar til að stilla sér upp hjá þeim sem kaupa auglýsingar. Í þessu dagatali kem ég ásamt fleiru til með að eiga slatta af myndum. Sýnishornið hér mun þó ekki koma í dagtalið - það fáið þið að sjá síðar.

Fótboltastelpur

Um daginn tók ég t.d. myndir af stúlkunum í búðinni Sportver og svo fórum við upp í Hlíðarfjall þar sem teknar voru myndir.Brösuglega gekk að finna viðundandi birtu- og veðurskilyrði svo við brugðum á það ráð að mynda stelpurnar við flóðlýsingu og við snjóbyssurnar. Það var afar skemmtilegt.  

Snjóbyssur

Það sama gildir hér að þessi mynd verður ekki á dagatalinu en þegar hægja fer á sölunni þá hendi ég hinum myndunum inn. 

Þessi árstími er skemmtilegur fyrir margra hluta sakir. T.d. fyrir þá sem hafa gaman af því að taka myndir. Birtuskilyrðin eru margvísleg og endalaust hægt að sjá eitthvað nýtt sem maður finnst eins og maður hafi aldrei séð áður.  Dæmi um það er t.d. þessi mynd hér

Ský

Þessi mynd er tekin héðan af hlaðin heima fyrir skömmu. Horft í átt að Súlum og himininn var með eindæmum fallegur. Hvað getur maður sagt annað en VÁ þegar maður sér svona?

Þangað til næst

Fróðleikur dagsins: Reynslan og sagan kenna oss það, að þjóðir og ríkisstjórnir hafa aldrei lært neitt af sögunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Vá svakalega er þetta flott mynd þessi neðsta :) Auðvitað hinar líka hm laufabrauðið góða maður fær vatn í munnin og rifjar upp gamlar minningar já mikið var nú gaman hérna i den. Kveðja frá suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 26.11.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband