24.8.2009 | 21:17
Að standa við gefin loforð
Þegar maður gefur loforð er heillavænlegast að standa við þau. Ég hafði lofað ykkur smá myndasyrpu frá ferð minni til Húsavíkur í gær þar sem barnabörnin mín þær Margrét Birta og Elín Alma voru að keppa í fótbolta.Það var mikið fjör og mikið gaman. Liðið sem Margrét Birta keppir í þ.e. 6. fl. vann alla leiki sína á mótinu. Liðið hennar Elínar Ölmu 7. fl. vann 2 leiki og gerði 2 jafntefli og Elín skoraði þar m.a. síðasta mark liðsins á mótinu, skotið náðist á mynd en ekki þegar boltinn hafnaði í netinu.
Ekki var keppt um sæti á mótinu og því engin hefðbundin verðlaun. Það er á margan hátt mjög jákvætt enda er hér um leik að ræða þar sem allir eiga hafa gaman og koma glaðir heim og lausir við allt stress og óþarfa karp.
Hér eru svo bæði liðin 6. og 7. fl. kvenna ásamt þjálfurum sínum þeim Evu Hafdísi og Bojönu Besic. Snillingar
Elín Alma í leik gegn Völsungi
Einbeitingin leynir sér ekki
Margrét Birta á fleygi ferð
Bojana gefur fyrirskipanir af línunni.
Markskot sem endaði sem mark flott hjá Elínu
7. fl. liðið hennar Elínar flottar stelpur
Margrét Birta dansar með boltann
Og skotið ríður af
Liðið hennar Margrétar 6. fl. ásamt þjálfaranum Bojönu Besic
Sumir voru of litlir til að fá að vera með að þessu sinni, en hann veit að hans tími mun koma.
Húsavík er höfuðborg Hvalaskoðunar Íslands og þar er stærsta reðursafn í heimi. Heimsókn á þann ágæta stað bíður betri tíma
Hvort sem þið trúið því eður ei þá kom þessi kona í bláu treyjunni út úr safninu þegar ég mundaði myndavélina. Hún fór í bílinn og sótti karlinn og fór með hann inn..... var hann hræddur?
Fróðleikur dagsins: Getnaðarlimur fíls er sá þyngsti í heimi, eða u.þ.b 27 kíló
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Palli minn. Þú ert snillingur, var að skoða myndirnar þínar bæði frá fjallgöngunni þinni og Húsavíkurferð. Girnilegir sveppir og ber verð víst að sleppa svoleiðis ferðum þetta haustið. Kv.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.8.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.