Leita í fréttum mbl.is

Að standa við gefin loforð

Þegar maður gefur loforð er heillavænlegast að standa við þau. Ég hafði lofað ykkur smá myndasyrpu frá ferð minni til Húsavíkur í gær þar sem barnabörnin mín þær Margrét Birta og Elín Alma voru að keppa í fótbolta.Það var mikið fjör og mikið gaman. Liðið sem Margrét Birta keppir í þ.e. 6. fl. vann alla leiki sína á mótinu. Liðið hennar Elínar Ölmu 7. fl. vann 2 leiki og gerði 2 jafntefli og Elín skoraði þar m.a. síðasta mark liðsins á mótinu, skotið náðist á mynd en ekki þegar boltinn hafnaði í netinu. 

Ekki var keppt um sæti á mótinu og því engin hefðbundin verðlaun. Það er á margan hátt mjög jákvætt enda er hér um leik að ræða þar sem allir eiga hafa gaman og koma glaðir heim og lausir við allt stress og óþarfa karp.

Stelpu-snillingar

Hér eru svo bæði liðin 6. og 7. fl. kvenna ásamt þjálfurum sínum þeim Evu Hafdísi og Bojönu Besic. Snillingar 

Á fleygi ferð

Elín Alma í leik gegn Völsungi

Einbeitt

Einbeitingin leynir sér ekki

Snögg

Margrét Birta á fleygi ferð

Flottur þjálfari

Bojana gefur fyrirskipanir af línunni.

Mark

Markskot sem endaði sem mark flott hjá Elínu

7. fl.

7. fl. liðið hennar Elínar flottar stelpur

Margrét Birta

Margrét Birta dansar með boltann

Skot

Og skotið ríður af

6.fl. Margrét

Liðið hennar Margrétar 6. fl. ásamt þjálfaranum Bojönu Besic

Jón Páll

Sumir voru of litlir til að fá að vera með að þessu sinni, en hann veit að hans tími mun koma.

Húsavík er höfuðborg Hvalaskoðunar Íslands og þar er stærsta reðursafn í heimi. Heimsókn á þann ágæta stað bíður betri tíma

Reðursafnið

Hvort sem þið trúið því eður ei þá kom þessi kona í bláu treyjunni út úr safninu þegar ég mundaði myndavélina. Hún fór í bílinn og sótti karlinn og fór með hann inn..... var hann hræddur?

Fróðleikur dagsins: Getnaðarlimur fíls er sá þyngsti í heimi, eða u.þ.b 27 kíló


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Palli minn. Þú ert snillingur, var að skoða myndirnar þínar bæði frá fjallgöngunni þinni og Húsavíkurferð. Girnilegir sveppir og ber verð víst að sleppa svoleiðis ferðum þetta haustið. Kv.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.8.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband