Leita í fréttum mbl.is

Afrek

Ef ég spóla 6 ár aftur í tímann og ímynda mér að einhver hefði spurt mig þeirra spurninga hvort ég ætti eftir að fara í fjallgöngu, hefði ég eflaust svarað þeirri spurningu einhvern vegin svona ,,Ert´eitthvað bilaður?". Þeir sem til þekkja skilja þetta án efa. En samt er það svo að í dag jaðra göngutúrarnir hjá okkur hjónum við að geta kallast fjallgöngur. Og í gær fórum við hjónin í einn slíkan ásamt Nunnu vinkonu okkar, labbitúr sem tók 5 og 1/2 klukkutíma. Lagt var upp frá vatntönkunum við Súluveg og gengið sem leið lá upp í Fálkafeill. Þaðan var stefnan tekin upp á Súlumýrar og svo í suður og sem leið lá niður að Gamla sem er bústaður sem Skátarnir eiga. Þaðan var svo göngunni haldið áfram til suðurs alla leið inn í Hvammsskóg og úr honum inn í Kjarnaskóg. Þangað létum við svo sækja okkur.

Já fyrir 6 árum síðan sat ég í hjólastól og hefði aldrei geta séð fyrir mér að ég ætti eftir að ná því að leggja svona gönguleiðir að baki. Ein stærsta hjálpin í minni endurhæfingu eru skór sem ég fékk fyrr á árinu frá snillingi sem heitir Kolbeinn og rekur skóvinnustofu hér í bæ. Skór þessir eru með svokölluðum veltisóla og ná upp fyrir talsvert upp fyrir ökla og þeir gera mér kleift að ganga lengra en áður. Já snilldin ein.

Sennilega hefði gönguferðin geta tekið skemmri tíma en hún gerði en á vegi okkar urðu margar hindranir sem höfðu þau áhrif að konurnar settust niður. Blá- og Krækiber og sveppir. Á meðan Gréta og Nunna tíndu ber og sveppi lagðist ég í jörðina og tók myndir af berum, sveppum og bara öllu því sem  í kringum okkar er. Myndir úr þessari ferð eru svo hér að neðan og njótið þeirra. 

En upp úr stendur að ég lít á þessa gönguferð sem stórt afrek hjá mér eins bæklaður og ég er til fótanna. Þetta færir mér sönnur á að með vilja og trú þá kemst maður langt. Slíkir göngutúrar eiga í náinni framtíð eftir að verða fleiri. 

Í dag brá ég mér á Húsavík og fylgdist með barnabörnunum keppa í fótbolta. Þær systur keppa í sitthvorum flokknum og gaman að geta sagt frá því að þær komu taplausar heim. Skemmtilegur dagur. Ég mun blogga meir um þann viðburð t.d. á morgun eða hinn. En mynd fylgir með þar sem liðin sem þær systur spila með.

Stelpurnar okkar

Í upphafi móts

Akureyri séð frá Fálkafelli

Horf yfir bæinn frá Fálkafelli

Áð í Fálkafelli

Nunna og Gréta fyrir framan Fálkafell

Berjatínsla

Stoppað til að tína nokkur ber

Bláber

Girnileg bláber

Krækiber

Krækiber

Alger sveppur

Alger sveppur

Öðruvísi sjónarhorn

Öðru vísi sjónarhorn af Akureyri

Kynjamyndir

Ýmsar kynjamyndir má lesa úr landslaginu

Í sveppum

Nunna komin í sveppina

Gamli

Við Gamla bústaður í eigu Skátanna

Krökt af sveppum

Hvert sem litið var, var krökkt af sveppum.

Af tilefni færslunnar: Betra er að ganga á fjöll en hurðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Til hamingju með áfangann. Það er alltaf gaman að sjá þegar menn sigrast á einhverju sem þeir héldu að væri ósigrandi.

Skemmtilegast af því er einmitt þegar menn sjá sjálfir árangurinn og kunna að njóta hans.

Oft er aðstoð nauðsynleg og maður verður að kunna að meta og ekki síður að þiggja hana. En maður verður að vita að maður stendur samt alltaf sjálfur eftir sem sigurvegarinn.

Ég ferðast sjálfur mikið á fjöll þó með öðrum hætti en þú og í mínum kunningskap er oft sagður þessi málsháttur:

EF EKKI ER HÆGT AÐ KEYRA Á STAÐIN ER EKKERT VARIÐ Í HANN.

P.S. Farðu varlega í sveppina

S. Lúther Gestsson, 24.8.2009 kl. 01:51

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já það er ótúrlegt að þú skildir geta þetta eftir allt sem á undan er gengið. Kolbeinn er jú snillingur hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma þegar Hrafnhidur var yngri smíðaði sko og spelkur fyrir hana. Þegar við vorum fyrir norðan síðast þá þurftum við að tala við skósmið sem jú við þekktum kolli þar. Manni hlýnar um hjartarætur frá því að ég var unglingur og var í skátunum voru farnar ófárar ferðir í Fálkafell gaman að sjá þetta hjá ykkur. Væri sko til í berin og sveppina ertu nokkuð á sveppatrippi núna hehe

Hrönn Jóhannesdóttir, 26.8.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband