21.8.2009 | 21:41
Nýtt hlaup
Það er ekki að spyrja að því þegar myndavélin var komin til síns heima þá lifnaði bloggið við á ný. Við hjónakornin byrjuðum á því að sjóða niður rifsber í gær. Gerðum tilraun með að nota hrásykur í rifsberjahlaup nú og útkoman snilld. Svo nú er og verður boðið uppá nýtt rifsberjahlaup í Drekagilinu, verð ykkur að góðu.
Snemma sumar taldi ég mig góðan að hafa fundið múrara sem var reiðubúinn að flísaleggja stéttina fyrir framan húsið hjá foreldrum mínum. ,,Já ég þarf bara skreppa til Eyja með stráknum svo kem ég" dagar líða, vikur líka nú er hægt að telja hér um bil í mánuðum og ekki hefur múrarinn sést. Þolinmæðin brast og haft var samband við Björgvin Pálsson hin mikla þúsundþjalasmið úr Hrísey sem er reyndar að verða áttræður. Björgvin móðurbróðir minn er húsasmíðameistari og er þekktur fyrir að hlaupa í öll störf, rafmagn, pípulögn, blikk, skipaviðgerðir, bíla, sláttuvélar og guð má vita hvað. Þessi maður er hið mesta ólíkindatól. Verður 80 ára gamall í janúar næstkomandi vinnur fullan vinnudag ekki bara í Hrísey, nei hann tekur að sér verk út um allan Eyjafjörðinn. Já nagli hann Björgvin Pálsson.
Hér má sjá karlinn á hnjánum við vinnu sína. Hjá honum stendur pabbi sem er jafnaldri hans og í dyragættinni er móðir mín og systir Björgvins.
Var orðin þreyttur á því að prentarinn minn var búinn að vera að pirra mig. Var að því komin að henda honum í ruslið þar sem ekkert gekk að koma kvikindinu í lag. Fékk upphringingu og var beðin að sækja saumavél í viðgerð hjá fullorðnum manni hér í bæ. Þessi maður er þekkur fyrir að geta gert við nánast allt rafmagnsdót, saumavélar og hverskyns dót. Þegar ég sótti saumavélina sá ég skanna á borðinu hjá honum og spurði hvort hann gerði við prentara. Já já ekkert mál. Varð úr að ég sótti kvikindið heim og fór með til hans. Viti menn í dag fékk ég svo prentarann aftur og hann er hreinlega eins og nýr. Og þessi heiðursmaður sagði, iss þetta var svo lítið að ég get ekki einu sinni rukkað þig fyrir viðgerðinni. Gaman að geta sagt frá því að þessi snillingur er komin á áttræðisaldurinn. Já einn af þeim sem kunna að bjarga sér og sínum og eiga ráð undir hverju rifi Ásmundur takk fyrir.
Helgin framundan með öllum þeim tækifærum sem hver og einn vill sjá og nýta sér. Þangað til næst ...................
Fróðleikur dagsins: Er til nokkurt lyf við einmanaleik? Já. Það er til fyrsta flokks lyf, sem hefur skjót áhrif til bóta. Heimsæktu einmana fólk
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.