18.8.2009 | 23:58
Komin á kreik
Loksins, loksins, loksins. Langþráð bið á enda. Í morgun fékk ég myndavélina loks í hendur en þessi elska hefur verið í viðgerð frá því 6. júlí. Því var ekki laust við að ég hafi látið eins og smábarn sem sloppið hefur eftirlitslaust á nammibarinn í Hagkaup þegar ég handlék myndavélina aftur.
Ekki var kæti mín minni í kvöld. Leikur á Þórsvellinum þar sem mínir menn tóku á móti toppliði Selfoss. Skemmst er frá því að segja að mínir menn unnu þar sigur 1-0 með marki frá gamla brýninu Hreini Hringssyni sem hann gerði úr vítaspyrnu. Þórsliðið er nú búið að leika 3 leiki á nýja Þórsvellinum og unnið sigur í þeim öllum. Eins og þið getið rétt gert ykkur í hugarlund þá var ég með myndavélina á lofti og tók fullt af myndum.
Mikil stemming var á áhorfendapöllunum (þetta er fyrir einn góðan bloggvin) sem ég kalla venjulega stúku. Mjölnismenn skemmtu sér hið besta og voru líflegir og afar skemmtilegir í kvöld eins og þeim var von og vísa.
Fyrir þá sem vilja og hafaáhuga geta lesið upphitunarpistil um leikinn sem ég birti í gær á heimasíðu Þórs og umfjöllun um leikinn líka. Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn til að minnast Jóns Kristinssonar heiðursfélaga Þórs og fyrrum formann félagsins sem lést 16. ágúst.
Jón Kristinsson var merkilegur maður fyrir margra hluta sakir. Hann starfaði mjög lengi fyrir Íþróttafélagið Þór og var m.a. formaður þess á árunum 1941-1944. Þá var hann einnig formaður Leikfélags Akureyrar og einnig starfaði hann lengi fyrir Góðtemplararegluna. Jón var menntaður rakari og starfaði sem slíkur fram á miðja 6. áratug síðustu aldar.
Palli er sem sagt komin á kreik að nýju með myndavélina og næsta stórverkefni verður n.k. sunnudag þegar ég mun bregða mér á Húsavík með barnabörnunum sem þar munu keppa í fótbolta. Ef að líkum lætur verða margar myndir teknar þar og þeim mun ég án efa deila með ykkur.
Fróðleikur dagsins: Ef allt virðist ganga vel, þá hefur þér yfirsést eitthvað.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.