12.8.2009 | 20:55
Mikið var
Það er óhætt að segja að talsvert vatn hafi runnið til sjávar frá því að ég bloggaði síðast. Allar götu frá því að ég bloggaði hafa verið leiknir 3 leikir á Þórsvellinum sem ég á alveg eftir að segja frá. Stelpurnar okkar í Þór/KA tóku t.d. á móti Fylki og úr varð bráðfjörugur leikur sem endaði 3-3. Svo héldu stelpurnar suður yfir heiðar og mættu Íslandsmeisturum Val á Vodafonevellinum og höfðu þar langþráðan sigur 1-2 þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Svo í gærkvöld komu Stjörnukonur í heimsókn á Þórsvöllinn og lokatölur þess leiks urðu 1-1. Nú þegar aðeins 3 umferðir eru eftir er Þór/KA í 4 sæti deildarinnar með 30 stig en Breiðablik og Stjarnan jöfn í 2-3 sætinu með 33 stig og Valskonur eru efstar með 35 stig. Flottur árangur hjá Stelpunum okkar. Áfram Stelpur í Þór/KA.
Á sama tíma og Stelpurnar okkar spiluðu fyrir sunnan tóku Strákarnir okkar á móti Víkingi R. á Þórsvellinum. Rétt eins og hjá Stelpunum var boðið upp á spennu, drama og allan pakkann. Sigurmarkið kom í uppbótartíma. Leikurinn var tiltölulega tíðindalítill framan af en úr rættist þegar á leið og ungur og efnilegur knattspyrnumaður að nafni Kristján Steinn Magnússon skoraði sigurmark heimamanna í uppbótartíma 1-0. Aldrei skemmtilegra að upplifa sigur þegar hann kemur þegar maður er búinn að sætta sig við jafntefli. Flottur leikur. Áfram Þór alltaf, allstaðar
Brugðum undir okkur fjórum hjólum á laugardag og ókum sem leið lá út á Siglufjörð þar sem barnabörnin okkar Margrét Birta og Elín Alma voru að keppa á Pæjumótinu. Náðum að horfa á 3 leiki 2 hjá liðinu sem Margrét spilaði í og 1 með liðinu hennar Elínar.
Hér má sjá Elínu í leik með sínu liði. Hún er býsna lunkinn í fótbolta þótt ekki sé hún há í loftinu. Sannast þar máltækið góða ,,margur er knár þótt hann sé smár"
Hér má aftur á móti sjá Margréti Birtu taka eitt af sínu frægu innköstum. Hún hefur vakið gríðarlega athygli fyrir sérdeilis löng innköst svo þykir furðum sæta.
Og þá er svo komið að stóru fréttinni frá því að bloggað var síðast. Á mánudeginum 10. ágúst fjölgaði í stórfjölskyldunni þar sem Dagbjört dóttir mín sú elsta ól enn eitt barnið í heiminn. Hún er frjósöm mjög og var að koma með sitt fjórða barn. 15 merkur stúlka sem ku hafa mælst 53 sm löng með dökkt mikið hár.
Það var óneytanlega mikill spenningur þegar við afi og amma fórum með hin barnabörnin uppá sjúkrahús til að leyfa þeim að sjá nýjasta fjölskyldumeðliminn í fyrsta sinn. Reyndar var spenningurinn hjá Jón Pál sem nú er ekki lengur yngstur á heimilinu ekki eins mikill og hjá systrunum. Nú eru barnabörnin orðin fjögur og ljóst að það verður mikið fjör á næstunni.
Það rifjast upp fyrir manni að þegar fyrsta barnið manns kom í heiminn og maður var orðin pabbi þá var maður örugglega óþolandi og óferjandi monthani fyrstu daga og vikurnar. Grobbið varð örlítið minna við annað barnið, þótt stoltið væri enn til staðar og svo við þriðja barnið var maður orðin sjóaður og fór vel með grobbið, en samt grobbinn, þetta gat maður.
Svo þegar maður varð afi þá varð maður ekki bara grobbinn og góður með sig heldur bara hrikalega montinn. Við annað barnabarnið dró úr grobbinu, maður var að verða sjóaður. Við þriðja barnabarnið var maður orðin svo mikill reynslubolti að það hálfa væri nóg, grobbið komið aftur. En nú við fjórða barnabarnið er maður orðin svo svakalega meyr..... mjúkur sjóaður reynslubolti. Hvar enda þessi ósköp?
Þessi síðustu tíðindi hafa fengið mig til að gleyma þeim pirringi að ég hef nú verið án myndavélarinnar minnar sem ég kalla viðhald allar götur frá því 6. júlí. Ég fékk þó þau gleðitíðindi á mánudaginn að varahlutirnir í vélina kæmu á fimmtudag svo ég el þá von í brjósti mér að fá myndavélina senda til mín á föstudag. Já pælið í því þá lifnar sko myndabloggið mitt á ný. Þá byrjar sko myndagrobbið mitt aftur og nýjasti fjölskyldumeðlimurinn sem fæddist á mánudaginn verður sko myndaður í bak og fyrir með minni myndavél. Ég er þó þakklátur konu minni fyrir að haf lánað mér sína vél af og til.
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Allir fingur eru jafnlangir þá þeir eru í lófann lagðir.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Páll, þetta er alvöru, sjá einbeitningarsvipinn hjá stúlkunni þegar hún tekur innkastið, greinilega eitthvað sem er algerlega þaulæft, svo eru legghlífar og hún er meira að sega búin að teipa þær. Veriði bara ekki fyrir. Glæsileg.
Til hamingju með nýjasta barnabarnið, það fer að styttast í að þú getir haft fyrstu fótboltaæfinguna.
Árangur Þórs/KA hjá stelpunum fær einmitt yngri flokkana til að æfa á tvöföldum hraða, þessar stelpur eru glæsilegar og gaman af að utanbæjarliðin fara að blanda sér í baráttunna, það skilar sér alltaf í helmingi meiri umfjöllun.
En má ég samt aðeins....um nýju stúkuna enn og aftur. Ég sá nefnilega í textalýsingu hjá fjölmiðli að maðurinn sem var að lýsa talaði um að áhorfendur skyggðu á fjölmiðlagluggana.
Þarf sem sagt að raða áhorfendum eftir stærð í stúkuna
En ég lofa þér að hér eftir minnist ég ekki orð meir á þessa stúku.
S. Lúther Gestsson, 12.8.2009 kl. 23:52
Lúther það er landlægt vandamál á Íslandi að þeir sem hanna mannvirki hverskonar tala ekki við þá sem eiga nota mannvirkinn fyrr en of seint og fá álit. Þess vegna koma upp svona mál. Reyndar erum við Þórsarar (sem bentu á þetta vandamál í ferlinu en ekki var hlutstað á okkur) búnir að finna lausn á þessu sem kostar lítið að laga. Vonandi verður drifið í að laga þetta sem allra fyrst.
Páll Jóhannesson, 13.8.2009 kl. 08:38
Minnsta málið Páll minn að senda þér myndir af stúkunni hjá Reykjavikur stórveldinu þannig að þið getið séð hvernig þetta er flottast.
Kíkiði á það í leiðinni hvort þið getið ekki fært þessa hlaupabraut í leiðinni, svona fyrst þið þurfið að endursmíða allt upp á nýtt.
S. Lúther Gestsson, 13.8.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.