Leita í fréttum mbl.is

Labbitúr og annar til

Aldrei þessu vant þá brá ég undir mig betri fætinum og fór í göngutúr. Langaði að njóta veðurblíðunnar í fallegu og rólegu umhverfi, án þess að fara langt. Kjarnaskógur er góður staður til þessa. Í þetta sinni þá hafði ég bæði konuna og viðhaldið með. Kjarnaskógur er mikil náttúruperla hér við bæjardyrnar okkar. Fallegar gönguleiðir mikið fuglalíf, leiksvæði fyrir fólk á öllum aldri. Við frúin lögðum saman af stað í gönguna en áður en ég vissi af höfðu leiðir skilið ... að sinni. Palli er ekki sá fljótasti í förum, þökk sé mislukkuðu stigaferðinni forðum daga, en það er allt önnur saga. 

stungin_af.jpg

Frúin tók stóra hringin en ég stytti mér leið og tók hálfan hring. Áður en maður kemur að styttingunni má sjá skemmtilegan vegvísi. Á honum stendur Brennivínsrúnturinn. Þar sem ég var bláedrú lét ég af því að fara þann rúnt að sinni.

brennivinsrunturinn.jpg

Sniðugt.... ekki satt?

kjarnaskogur.jpg

Gönguleiðin er falleg - myndin segir allt sem segja þarf. 

Þegar maður er ríflega hálfnaður hringinn kemur maður að öðru útskoti. Sú leið liggur í átt að Arnarkletti en áður en þangað er komið kemur maður að Kirkjusteini.

kirkjusteinn.jpg

Ótal sinnum hef ég gengið fram hjá á þess að fara og gá.... hvað leynist þarna?

kirkjusteinn_allur.jpg

Kirkjusteinn er ansi stór og myndarlegur steinn sem fyrir margt löngu hefur trúlega fallið úr Arnarkletti. Á efri hluta steinsins er skilti

kirkjusteinn_skilti.jpg

Og þar sem að leiðin að Kirkjusteini er tiltölulega brött þó stutt sé þá er aðstaða til þess að setjast niður og hvíla lúin bein. 

hvildarbekkur.jpg

Í skóginum eru ýmislegt sem gleður augað

fur_uverk.jpg

Og svo endar göngutúrinn seint og um síðir. Og þegar komið er á leiðarenda er að sjálfsögðu rennandi vatn sem þyrstir geta svalað þorsta sínum. Klikkar ekki Íslenska vatnið.

vatnsbol.jpg

Já ágæti lesandi. Hafir þú ekki notið alls þessa sem Kjarnaskógur hefur uppá að bjóða þá láttu verða að því áður en langt um líður. Það er þess virði.

Þar sem að veðrið var svo gott í dag var mikið myndað. Fyrr um daginn fór ég á útsýnispallinn við kapelluna við kirkjugarðinn og tók mynd yfir hluta pollsins og Oddeyrarinnar. Velheppnuð mynd. 

akureyri.jpg

Í kvöld fór ég svo í Krossanesborgir og naut þess að vera meðal fjölskrúðugs fuglalífs. Aldrei að vita nema ég setji inn myndasyrpa frá þeim göngutúr síðar. En lík þessu myndabloggi með einni mynd sem ég tók í kvöld í Krossanesborgum af hvítmáv sem sat á kletti sem lét sér fátt um finnast um ferðalanginn sem réðist inn á þeirra yfirráðasvæði.

Hvítmávur

Fróðleikur dagsins: Hvort sem þú leggur á lof eða last, láttu það vera í hófi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Kjarnaskógur er sannkölluð perla.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.5.2009 kl. 21:12

2 identicon

Svona á lífið að vera frændi.  Göngutúrar um fallega landið okkar

Anna Bogga (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband