17.5.2009 | 10:27
Þvílík stemming
Það var mikið um dýrðir og mikil stemming - allir, mömmur og pabbar, afar og ömmur frænkur og frændur og ............. jebb það var gargandi stuð.
Ég er að tala um hina einu sönnu vorhátíð á Kiðagili. Skralli Trúður tróð upp með pompi og prakt og Heimir Bjarni tók lagið og tryllti lýðinn. Með ólíkindum hvað Skralli eldist vel. Sömu brandararnir ganga ár eftir ár kynslóð eftir kynslóð........... samt er Skralli alltaf eins.
Það var málað og stóru systur máluðu með litla bró. Þetta var hans dagur en allir tóku þátt.
Og auðvitað var grillað og sumir snæddu eina með næstu öllu af mikilli innlifun og lét hamagagn allt í kringum sig hafa á sig nein áhrif, ekki nokkur. Einn í heiminum meðan pylsan rann hægt og rólega sína leið alla leið ofaní..... ,,allur matur á að fara uppí munn og ofan í maga heyrð það....."
Um kvöldið þ.e. föstudagskvöldið brá ég mér á völlinn. Mínir menn sóttu litla liðið af brekkunni heim í fyrri leik liðanna í sumar. Liðin hafa mæst í tvígang í vetur og höfðu mínir þá sigur í öðrum og jafntefli í hinum. Nú fór svo að mínir menn máttu játa sig sigraða. Hvað um það baráttan heldur áfram og við spyrjum að leikslokum þ.e. í haust.
Í gær var mikið um að vera. Tók mig til og tók grillið í eitt allsherjar þrif. Nokkuð sem maður verður að gera af og til. Stelpurnar okkar í Þór/KA héldu suður yfir heiðar og spiluðu við GRV í Pepsi-deildinni. Þór/KA fór með öruggan 0-3 sigur þar sem Rakel Hönnudóttir skoraði 2 mörk og Mateja Zver 1. Frábært hjá þeim.
Dagný vinkona okkar og börnin hennar tvö komu svo í grill um kvöldið. Svínið tæklað með stæl. Fín upphitun fyrir Euróvision. Jóhann Guðrún stóð sig með miklu prýði og var landi og þjóð til sóma. Ég er ekki viss um að ég hefði gert þetta mikið betra..........
Norðmenn stóðu uppi sem sigurvegarar gott hjá þeim. En ég segi enn og aftur sem ég hef svo oft sagt áður ,, þetta er eitt allsherjar samráð"
Svo rúllar lífið áfram nýr dagur með nýjum tækifærum.
Fróðleikur dagsins: Maður að nafni David Atchison var forseti Bandaríkjanna í einn dag árið 1849, og svaf mest allann daginn af sér
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman væri nú að skella saman innbirðis viðureignum Þórs og "litla liðsins" undanfarin ár og sjá stærðarmunin á tölunum þá.
Mér sýnist trúðurinn á myndinni hjá þér hafi svipaða andlitsdrætti og leikmenn þórs í leiknum. Ráfar þarna um og veit ekkert í þennan heim né annan.
S. Lúther Gestsson, 17.5.2009 kl. 15:31
Greinilega gaman hjá ykkur í sólinni eins og okkur hinum.
Anna Bogga (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 09:34
Það er nú eins gott að nota þá góðu daga sem koma og njóta veðursins úti við. KV.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.5.2009 kl. 10:53
Greinilega gaman og allir skemmta sér vel enda ekki annað hægt þegar svona gott veður er
Hrönn Jóhannesdóttir, 20.5.2009 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.