Leita í fréttum mbl.is

Góð skemmtun

Í kvöld brá ég mér í Bogann og horfði á leik Þórs og Breiðabliks í A- deild Lengjubikarsins í knattspyrnu karla. Leikurinn var hin ágætasta skemmtun og úrslitin þokkaleg. Vissulega hefði maður vilja sjá sigur hjá sínum mönnum en það verður ekki á allt kosið. Jafntefli var niðurstaðan 1-1 sennilega sanngjörn úrslit þegar upp er staðið. Gat ekki verið með myndavélina á lofti í kvöld þar sem ég var í hlutverki blaðamanns. Umfjöllun um leikinn er hægt að sjá á heimasíðu Þórs.

Í gær fórum við ,,gamla" settið á árshátíð hjá Glerárskóla og þar var boðið upp á margvíslega skemmtun. Krakkarnir klikkuðu ekki. Margrét Birta elsta barnabarnið okkar var þar í einu skemmti atriði þar sem hennar bekkur sýndi dans úr Grease. Maður var ferlega stoltur og rifjaðist upp fyrir manni þegar maður fór á slíkar skemmtanir þegar börnin manns voru í grunnskóla.

Margrét Birta

Hér er búið að greiða skvísunni og allt klárt.

Dans

Og þegar á sviðið kom klikkaði ekki neitt

Í borgarferðinni um daginn var myndavélin á lofti hér og hvar, nema hvað? Eitt af því sem vakti athygli mína var listaverk eitt sem er til sýnis í Smáralindinni. Þar er til sýnis líkan af Eiffel turninum sem smíðað er af Jóni Kristni Guðjónssyni. Líkanið er í hlutföllunum 1/60 og er 5,5 metra hátt og smíðað úr 300.000 eldspýtum. Listamaðurinn var í 5 ár að smíða gripinn. Já sjón er sögu ríkari og ég hvet alla sem hafa tök á að bregða sér í Smáralindina og skoða listaverkið. 

Eifell

Fyrir þá sem vilja sjá fleiri myndir í fullum gæðum þá endilega kíkið á flickr síðuna mína slóðin er www.flickr.com/pallijo 

Fermingarveisla á morgun hjá vinafólki okkar. Þar sem gestgjafarnir vilja ekki horfa á veisluna í gegnum myndavélalinsu tók ég að mér að vera með myndavélina á lofti og ég lofa því að þar verður smellt hægri vinstri og engin sleppur, nema kannski ljósmyndarinn sjálfur. 

Málsháttur dagsins:  Þangað vill hver hníga sem hann er hallur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband