Leita í fréttum mbl.is

Flottar stelpur

Þessi dagur var aldeilis ágætur í alla staði. Fallegt veður og hreint út sagt frábært tilefni til að skreppa út með viðhaldið. tók á annað hundrað myndir í dag. Landslagsmyndir, þegar bátur var sjósettur og fylgdist með smábátum sigla  út úr Sandgerðisbótinni.

sjosetning_03.jpg

Skrapp svo í Bogann í dag og horfði á leik með Stelpunum okkar í Þór/KA taka á móti bikar- og Lengjubikarmeisturum síðasta árs KR. Fyrirfram voru KR ingar taldir sigurstranglegri þar sem að t.d. vantar 4 sterka leikmenn í okkar lið og þar á meðal markadrottningarnar Rakel Hönnudóttir og Mateju Zver.

Skemmst er frá því að segja að stelpurnar okkar í Þór/KA unnu afar sannfærandi 1-0 sigur á KR og máttu KR ingar prísa sig sæla að sleppa svo billega. Stelpurnar okkar í Þór/KA höfðu talsverða yfirburði, sanngjarn sigur. Um síðustu helgi lék liðið gegn Íslandsmeistaraliði Vals í Lengjubikarnum og skildu liðin jöfn 1-1. Þessi frábæra byrjun hjá liðinu okkar gefur okkur vonandi fyrirheit um það sem koma skal. 

Að sjálfsögðu var ég með myndavélina á lofti og náði þessum myndum af markinu.

Lengjan ThorKA KR Bojana 01

Hornspyrna og Bojana Besic stekkur hæst allra og viti menn.......

Lengjan ThorKA KR Bojana 02

Boltinn steinlá í netinu....

lengjan_thorka_kr_bojana_03.jpg

Svo var fagnað að hætti hússins.

Lengjan ThorKA KR Fagn

Gleðin var ósvikin í leikslok. 

Meira að íþróttum því mínir menn í Manchester City tóku á móti Sunderland í dag. Líkt og í Boganum þá létu mínir menn sér duga eitt mark í sigri. Ég geri enga athugasemd við það þótt markið hafi bara verið eitt á meðan það er sigur. 

Ef allt væri með felldu væri ég búinn að setja inn myndir og umfjöllun um leikinn gegn KR á heimasíðu Þórs sem og upphitunarpistil vegna leiks mfl. karla annað kvöld gegn KA í Lengjubikarnum. Bilun í höfuðstöðvum þar sem serverinn er sem heimasíðan er í þjónustu er bilaður og liggur niðri. Eftir því sem mér er tjáð gæti þetta komist í lag um hádegisbilið á morgun.

Þetta er svo sem allt og sumt að sinni og myndir úr ljósmyndatúrnum í dag mun ég svo birta í næsta bloggi á morgun eða þriðjudag

Málsháttur dagsins: Það eru fagrar rósir sem fölna aldrei


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það hefur greinilega verið gaman hjá ykkur Þórsurunum.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.3.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband