20.3.2009 | 23:16
Snæfell rúllar
Það er sagt að tengist maður einu sinni sjó og sjómennsku þá togi hafið og tengdir hlutir í mann eins og segull. Hvað mig varðar þá staðhæfi ég að svo sé. Hefði heilsufar ekki sett strik í reikninginn væri ég án efa enn á sjó. Ég kvaddi sjómennskuna með trega, hafið togar. Það skip sem ég var hvað lengst af til sjós á og hef mestar taugar til var Sléttbakur EA 304. Stundaði sjómennsku þar í nærri 15 ár í tveimur áföngum, yndislegur tími. Skipið keypti ÚA af Færeyingum sem höfðu látið smíða fyrir sig og gert út sem frystiskip. ÚA keypti einnig systurskipið sem fékk nafnið Svalbakur EA 302. Þegar Færeyingarnir áttu skipin hétu þau Stella Kristina og Stella Karina og voru þessi skip ávallt kölluð ,,Stellurnar" ÚA breytti skipunum í ísfisktogara. Síðar var Sléttbak breytt í frystiskip og fór hann í sína fyrstu veiðiferð sem frystiskip í otkóber 1987. Ég hafði verið þá í 4 ár á Svalbaki EA systurskipi Sléttbaks og fylgdi þáverandi yfirstýrimanni Kristjáni Halldórssyni á Svalbaki yfir á Sléttbak þar sem hann var ráðin sem skipstjóri á Slettanum. Ef ég man rétt vorum við 9 sem fylgdu honum yfir eða ríflega helmingur áhafnarmeðlina enda taldi áhöfn Svalbaks 18 manns.
Síðar eignaðist Samherji skipið og þá fékk skipið þá nafnið Akureyrin. Í haust lagðist svo skipið við bryggju hér á Akureyri og hafist var handa við ýmsar breytingar á skipinu. Marg sinnis renndi ég bryggjurúnt bara til að berja þetta dásemdar skip augum, og rifja upp gamla tíma. Ljósmyndadella mín gerði það að verkum að nú skildi ég ekki láta hjá líða að mynda skipið þegar það svo léti úr höfn. Setti mig í samband við Kristján Vilhelmsson einn eiganda fyrirtækisins til að tryggja að ég fengi í tíma upplýsingar um hvenær skipið léti úr höfn.
Í dag rann svo loks upp hinn langþráði dagur, allt klárt og skipið skildi halda til veiða. Ég kom mér niður á Sigöldu til að mynda þegar þeir létu úr höfn.
Því næst reykspólaði ég í burt og setti stefnuna út á ÚA bryggju til að geta tekið mynd af skipinu þegar það sigldi fram hjá þar. Ég sá að þeir tóku hringi inná pollinum fyrir fólkið á bryggjunni og mikið var flautað. Biðin fyrir mig var löng. Ég stóð þarna með myndavélina fasta framan á andlitinu og smá kliður frá tækjum manna sem voru að vinna við endurbætur á bryggjunni, þolinmóður en samt óþreyjufullur. Í bland fannst mér eins og ég heyrði sérkennilegt skvaldur - vatnshljóð, sem var ekkert skrítið ég stóð jú við bryggjukantinn. Mér er litið niður og sé þá renna hjá hið mesta furðufley. Kajak, og það sem meira er að skipverjinn virtist nota einhvers konar utanborðsmótora, greinilega rafknúna því hann rann næsta hljóðlítið framhjá.
Ég hélt áfram að bíða óþreyjufullur en þó þolinmóður. Á meðan ég beið renndi framhjá einn smábátur. Hægt og hljótt klauf Hanna sléttan sjóinn og stefndi inn á poll. Ég beið.
Skömmu síðar lifnaði yfir Páli þegar hann sá það sem hann beið eftir. Hjartað barðist um í brjósti mínu það segi ég satt. Og um það leiti sem ég hóf að mynda kom Kristján Samherjaeigandi og parkeraði hjá mér. Karlinn vildi að ekkert færi úr skorðum í myndatökunni, nema hvað?.
Sjáið hvað þetta er glæsilegt skip. Og það sem meira er að þetta skip er orðið 40 ára gamalt. Gaman væri að vita hversu mikil verðmæti þetta skip hefur komið með að landi svo ég tali nú ekki um hversu miklar gjaldeyristekjur það hefur skapað og allur sá fjöldi manna sem þetta skip hefur tryggt vinnu. Já ég er ekki viss um að loftbólugæjarnir sem díluðu með alla vasa fulla af peningum sem aldrei voru til og héldu í alvöru að peningar yrðu til í bankanum og settu þjóðina á hausinn, geri sér grein fyrir mikilvægi sjávarútvegsins. Þarna verða peningarnir til, alvöru peningar.
Hvað um það. Skipið renndi framhjá hljóð- og átakalítið klauf hafflötin óaðfinnanlega. Þeir tóku hring og snéru við fyrir utan Slippstöðvarinnar og renndu aftur inn fyrir bryggjuna fyrir framan Brim. Snúið við aftur og sett á fulla ferð og nú var haldið til veiða, búa til peninga og leggja þannig sitt af mörkum við að endurreisa þjóðarbúið.
Ég tók þó ekki nema 90 myndir af skipinu sem varðveitt verða og gætt eins og sjáaldurs augna minna í framtíðinni. Meðan á öllu þessu gekk beið kona í bílnum þolinmóð. Þegar ég settist inn í bil sat kona hljóð og svipurinn á henni var sérkennilegur. Hún snéri sér að mér og sagði ,,Þetta rifjar upp gamla tíma......... kemur við hjartað í manni............. maður hefur enn svo miklar tilfinningar gagnvart þessu skipi. Ef grannt hefði verið skoðað þá hefði það ekki komið mér á óvart þó örlað hafi á vætu á hvarmi, veit ekki en held það barasta.
Hvað sem því líður Stella Kristína, Sléttbakur, Akureyrin og nú Snæfell er á leið á miðin eða jafnvel komin, fer eftir því hvert stefnan var tekin.
Málsháttur dagsins: Sérhver dygð heiðrar þann sem hana iðkar
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú stendur þig vel í myndatökunum að vanda. Þetta eru og voru afburða falleg skip, Stellurnar báðar. Þá er Skel26 báturinn Hanna ekki síðri enda skrokklagið ættað úr Breiðafjarðareyjum.
Ég ætla enn og aftur að leyfa mér að öfunda þig pínulítið af því að búa þarna við Eyjafjörðinn, þennan einstaklega fallega og fjölbreytta fjörð. Þetta er sannkölluð paradís - svona við hliðina á Ísafjarðardjúpinu í þeim efnum.
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 18:32
Það er rétt hjá þér Gunnar Eyjafjörðurinn er sannkölluð paradís- og Ísafjarðardjúpið örugglega líka. Þar hef ég oft siglt og notið þess.
Eftir helgi kemur svo nýr báta pistill en þá birti ég myndir af kynjagripum sem þú kannski gætir frætt okkur hin um.....
Páll Jóhannesson, 21.3.2009 kl. 20:10
Palli ertu alveg viss um að það hafi verið árið 1997 sem Sléttbakur fór í sína fyrstu veiðiferð á frystinguna,skeikar ekki hjá þér þarna um 10 ár?
Valur Línberg (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:31
Sæll Valur og takk fyrir ábendinguna. Þarna eru um innsláttarvillu að ræða jú það var 1987.
Páll Jóhannesson, 22.3.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.