19.3.2009 | 22:00
Fallegt og hjartnæmt
Talsverður snjór hefur verið hér í bæ þótt ekki sé hægt að kalla það fannfergi. En trúlega myndi það flokkast undir hamfarir sumstaðar. Mikil hlýindi síðustu daga gerir það að verkum að snjóinn tekur hratt upp. Vonandi helst nægur snjór í fjallinu hinu eina sanna eins og við Akureyringar köllum Hlíðarfjallið. Mikil aukning í ferðaþjónustu tengdri skíðum og öðrum vetraríþróttum má greina hér norðan heiða.
Þegar bankarnir féllu í haust tóku sig til menn hjá einu fyrirtæki hér í bæ og settu upp stórt upplýst hjarta í heiðina handan fjarðarins. Fyrst var hjartað rautt. Með þessu vildu menn hvetja bæjarbúa til dáða í þeim hremmingum sem yfir þjóðina voru að dynja. Þetta átti að vera til þess að hvetja menn til dáða og fá fólk til að hugsa jákvætt og sína náunganum tillitssemi. Á fyrsta degi rauk ég til og tók mynd af þessu fyrirbrigði, mig óraði ekki fyrir því þá að þetta myndi fá að standa svo lengi sem raunin er á. Þá leit þetta svona út
Þegar líða tók á vetur tóku menn sig til og skiptu um perur. Nú var sett í seríuna hvítar perur og það sem meira er að hjartað slær. Styrkur ljóssins dofnar og eykst á víxl. Í vikunni brá ég mér yfir og kom mér fyrir á sama stað og í haust og tók nýja mynd. Táknrænt og skemmtilegt. Þessir framtaksömu menn sem að þessu standa eiga heiður skilið - Takk.
Ég veit ekki hvort fólk gerir sér almennt grein fyrir umfanginu á þessu, en til upplýsingar þá er stærð hjartans álíka og fótboltavöllur í fullri stærð. Þetta sést afar vel úr bænum hvar sem maður er. Fólki hér í bæ er farið að þykja afar vænt um þetta. Kannski þykir fólki sem aðeins les um þetta en hefur ekki séð með eigin augum þetta heldur ómerkilegt eða tilþrifa lítið. Hvað um það við erum stolt af þessu og þykjum vænt um og þá er tilganginum náð.
Á leið minni til baka stansaði ég neðan við Samkomuhúsið hið eina sanna þar sem Leikfélag Akureyrar er með sína aðstöðu. Gamall hús, virðulegt og fallegt. Þrátt fyrir háan aldur er húsið einkar fallegt og fátt sem bendir til þess að það sé orðið 100 ára gamalt. Svona lítur það út í kvöldskímunni.
Eins og veðrið er þessa daganna blautt veður vegna hláku verða bílarnir fljótt afar skítugir. Ég brá mér út í kvöld til að þrífa bílinn og kom þá við í Krossanesi. Njósna um framkvæmdir og njóta blíðunnar.
Mikil kyrrð og fallegt yfir að líta - engu líkara en vor sé í lofti. Varast skal þó að fyllast of mikilli bjartsýni hvað þetta varðar því það gæti komið enn eitt hretið, það er jú bara mars.
Horft til suðurs í áttina að slippstöðinni. Stór togari í flotkvínni. Þetta mannvirki virðist aldrei standa lengi tómt. Greinilega góð verkefnastaða hjá Slippstöðinni.
Hér er horft í átt að Svalbarðseyri. Ef glöggt er skoðað má sjá að græna ljósið í mastrinu kallast á við hvíta ljósið í vitanum á Svalbarðseyri. Ég man þá tíð þegar ég var krakki að maður horfði yfir til Svalbarðseyrar í myrkrinu og dáðist að ljósinu í vitanum. Það var einhver dulúð yfir þessu. Barnsaugað horfði og maður lét sig dreyma. Þegar ég hafði látið mig dreyma um gamla daga þegar ég var barn um stund fannst mér tími til komin að halda heim á leið áður en ég gengi endanlega í barndóm og missti bílprófið. Nenni ekki að labba heima, eins haltur og skakkur og ég er og sá göngutúr tæki full langan tíma. Og þar sem ég væri gengin í barndóm mætti ég samkvæmt lögum ekki vera svona lengi úti á kvöldin.
Síðasta myndin úr þessari yfirferð er tekin við innkeyrsluna inná athafnasvæðið þar sem Aflþynnuverksmiðjan er að rísa. Horft til suðurs haldið heim á leið.
Fróðleikur dagsins: Séð allt, gert allt, man ekki helminginn af því.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.