15.3.2009 | 00:17
Vanda þarf til verka og hafa skipulag í lagi
Brá mér á fimleikamót á föstudag sem haldið var í íþróttahúsi Glerárskóla. Það var ágætis skemmtun og þó kannski sérstaklega fyrir okkur þar sem afastelpurnar mínar Margrét Birta og Elín Alma voru að keppa í sinni fyrstu fimleikakeppni.
Mikil gróska er í fimleikum hér á Akureyri og er svo komið að félagið getur ekki vaxið vegna þrengsla í hinu litla íþróttahúsi Glerárskóla. Þetta stendur til bóta þar sem verið er að byggja nýtt hús sem mun verða sérhæft fyrir fimleika.
En að keppninni. Þetta var þeirra fyrsta keppni og stóðu þær sig með miklu prýði. Ekki laust við að afi og amma hafi verið pínulítið mikið stolt.
Hér eru þær systur á jafnvægis slá í upphitun.
Margrét Birta á tvíslá keyrði það prógram af öryggi....
Og endaði með stæl.
Og litla systir hún Elín Alma ekki var hún síðri en stóra systir öryggið uppmálað
Og hér var endirinn eigi síðri - glæsilegt ekki satt?
Ég veit svo sem ekki hvort það er smæð hússins um að kenna en mér fannst talsvert vanta upp á skipulagið á mótinu. Mótið hófst aðeins og seint miðað við upphaflega tímaáætlun en fór nærri hálfan annan tíma fram úr áætlun. Það er óásættanlegt og þurfa skipuleggjendur að huga að því að vanda þarf til verka við skipulagningu. Hvort tveggja erfitt fyrir keppendur sem og áhorfendur.
Hvað um það mér var skemmt og á án efa eftir að fara á fleiri slík mót sem barnabörnin taka þátt í. Margrét Birta og Elín Alma takk fyrir skemmtunina.
Málsháttur dagsins: Ekki eru þeir allir ræðarar sem árina bera.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar afastelpurnar hjá þér
Anna Bogga (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 13:38
Flottar myndir og flottar stelpur.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.3.2009 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.