Leita í fréttum mbl.is

Vanda þarf til verka og hafa skipulag í lagi

Brá mér á fimleikamót á föstudag sem haldið var í íþróttahúsi Glerárskóla. Það var ágætis skemmtun og þó kannski sérstaklega fyrir okkur þar sem afastelpurnar mínar Margrét Birta og Elín Alma voru að keppa í sinni fyrstu fimleikakeppni.

fimak2009.jpg

Mikil gróska er í fimleikum hér á Akureyri og er svo komið að félagið getur ekki vaxið vegna þrengsla í hinu litla íþróttahúsi Glerárskóla. Þetta stendur til bóta þar sem verið er að byggja nýtt hús sem mun verða sérhæft fyrir fimleika. 

En að keppninni. Þetta var þeirra fyrsta keppni og stóðu þær sig með miklu prýði. Ekki laust við að afi og amma hafi verið pínulítið mikið stolt.

img_8423.jpg

Hér eru þær systur á jafnvægis slá í upphitun. 

img_8475_811985.jpg

Margrét Birta á tvíslá keyrði það prógram af öryggi....

img_8481.jpg

Og endaði með stæl. 

img_8487.jpg

Og litla systir hún Elín Alma ekki var hún síðri en stóra systir öryggið uppmálað

img_8490.jpg

Og hér var endirinn eigi síðri - glæsilegt ekki satt?

Ég veit svo sem ekki hvort það er smæð hússins um að kenna en mér fannst talsvert vanta upp á skipulagið á mótinu. Mótið hófst aðeins og seint miðað við upphaflega tímaáætlun en fór nærri hálfan annan tíma fram úr áætlun. Það er óásættanlegt og þurfa skipuleggjendur að huga að því að vanda þarf til verka við skipulagningu. Hvort tveggja erfitt fyrir keppendur sem og áhorfendur. 

Hvað um það mér var skemmt og á án efa eftir að fara á fleiri slík mót sem barnabörnin taka þátt í. Margrét Birta og Elín Alma takk fyrir skemmtunina. 

Málsháttur dagsins: Ekki eru þeir allir ræðarar sem árina bera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar afastelpurnar hjá þér

Anna Bogga (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Flottar myndir og flottar stelpur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.3.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband