24.2.2009 | 00:25
Konur, konur af aftur konur
Dagurinn í gær og í dag eru fyrir margra hluta sakir dálítið merkilegir. Í gær átti Bryndís vinkona okkar hjóna afmæli. Komst ekki í kaffi til hennar sökum anna, en Gréta stökk til og heilsaði uppá frú Bryndísi.
Dagurinn í dag þ.e. 24. febrúar er líka ansi merkilegur. Magga tengdamóðir Döggu á afmæli í dag. Ég sé fram á að geta gefið mér tíma til að rölta upp í Snægilið og sníkja kaffi og með því - ég mun klárlega gera það.
Síðast en ekki síst á ,,litla" systir mín Hrönn afmæli. Vegna þess hve langt er á milli okkar þ.e. í kílómetrum talið verð ég eina ferðina enn að verða af því að geta skroppið í kaffi til hennar. Seinast sótti ég hana heim þegar hún átti afmæli sem stóð á tug.
Hrönn er kraftakona sannkölluð. Hún uppgötvaði á fullorðins árum að henni standa allar dyr opnar, bara ef hún vill að svo sé. Þannig var það að hún sá opnar dyr og skellti sér í nám. Já og það með stæl. Kláraði það verkefni með einar hendi eins og stundum er sagt. Þá sá hún aðrar dyr, sem stóðu opnar uppá gátt. Hrönn gekk inn.... um dyrnar...inn í háskólann. Snilld.
Með dugnaði, vilja og þrautseigju leggur hún að baki allt sem hana langar til. Bara spurning um tíma. Eins og ég sagði verð ég eina ferðina enn að láta það duga að hugsa hlýtt til Hrannar á hennar afmælisdegi og vona að hún hafi það gott í faðmi fjölskyldu sinnar.
Eftir myndin sem fylgir þessari færslu er af Hrönn og Gústa og er tekin í London fyrr ári síðan, þegar við dvöldum þar með þeim hjónum. Neðri myndin er tekin á kaffi húsi Starbucks þar sem Hrönn er að sinna skyldustörfum við að kanna hvað væri í samlokunni áður en eigandinn legði sér hana til munns. Myndin er tekin í Londonferðinni góðu.
Þessum þremur heiðurskonum sendi ég mínar bestu afmæliskveðjur.
Málsháttur dagsins: Ekki þarf að verjast ef enginn sækir á
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir kveðjuna það liggur við að maður roðni við hólið Bið að heilsa í heiðardalinn
Hrönn Jóhannesdóttir, 24.2.2009 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.