Eins og svo oft áður hefur komið fram þá er viðhaldið mitt afar oft með í ferðum, maður veit aldrei hvenær maður þar á henni að halda og því eru hún oftast með. Íhaldssamur, jafnaðarmaður. Maður veit aldrei hvenær eitthvað poppar upp sem maður vill festa á flögu. Í gær brá svo við að ég var á ferð við fremstu og nýjustu brúna sem brúar Eyjafjarðará. Þar sá ég sel liggja í mestu makindum á ísnum. Eins og sannur papparassi þá stöðvaði ég bílinn við vegkantinn og setti upp 70-200 linsuna og skaut einni mynd.
Ég hugði mér gott til glóðarinnar og fór út úr bílnum og tók að fikra mig skref fyrir skref eins hljóðlega og hægt og þolinmæði mín leyfði í átt að árbakkanum. Gekk vel. Eða hvað? Þar sem ég hafði þokað mér u.þ.b. 10 - 15 metrum nær stoppar bíll aftan við minn bíl. Og viti menn út koma tveir öskrandi krakkagemlingar ,,selur, selur mamma sjáðu selinn". Á einu augabragði stakk Kobbi sér niður um vökina.
Ég get lofað ykkur því að mér langaði að senda þessa krakkagrislinga með á eftir selnum. En af því að það er Kryppa eins og sú Tælenska sagði þá taldi ég upp að 10 snéri mér við og sagði ,,nei krakkar það er engin selur". En jédúdda mía hvað hann Palli þurfti að taka á honum stóra sínum til að snappa ekki.
En þessi eina mynd sem ég tók er ekki góð sökum þess að fjarlægðin var full mikil en hún verður að duga þökk sé.......
Annars bara allt í góðu hér norðan heiða. Alvöru vetur með frosti, stillu og notalegheitum. Lopapeysa, úlpur, vettlingar og tilheyrandi og veðrið er bara hið besta.
Fróðleikur dagsins: Dagur á Júpíter er u.þ.b. 9 klst. 50 mínútur og 30 sekúndur við miðbaug
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki að spyrja að skapstillingunni hjá körlunum í fjölskyldunni.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.2.2009 kl. 14:01
Skapstilling og þolinmæði er með eindæmum hjá karlpeningnum í ættinni - já alveg landsþekkt.
Páll Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.