1.2.2009 | 12:01
Það er sama hvert litið er fegurðin er allstaðar
Dagurinn í dag er svona einn þeirra daga þar sem menn sem þola ekki veturinn af því að úti er frost og snjór. Fólki hrýs hugur við að fara út af því að það getur ekki farið út á hlýrabolnum og í strigaskóm. Aðrir fagna þessu og segja ,,þegar er vetur þá á að vera snjór og kalt".
Þegar maður var barn elskaði maður þennan árstíma. Skíði, skautar, sleðar ásamt óteljandi leikjum sem svo auðvelt var að framkvæma í snjónum. Engar tölvur og endalaust sjónvarp daginn út og daginn inn truflaði líf manna. Ekki óalgengt að fjölskyldan öll færi svo öll í fjallið (eins og við Akureyringar köllum Hlíðarfjall) á skíði um helgar.
Minna er í dag um að maður verði var við að fólk nýti sér veturinn til leikja, nema þá að fara á staðin og kíkja. Ég brá mér út í morgun með viðhaldinu til að mynda enda kjöraðstæður til slíkra athafna þegar veðrið er eins og það er þessa daganna, frost, stilla og fjöllin yndislega falleg, hvít af snjó.
Fyrsta stopp fyrir framan gömlu vélsmiðju Odda og smellti af mynd séð til suðurs. Eyfirðingar myndu reyndar segja að á þessari mynd væri horft fram í fjörð. Ég segi horft inn í fjörð, en svona eru málvenjur misumunandi. Veit samt ekki hvað er rétt og hvað er rangt. Alla vegar er horft til suðurs.
Hér er horft yfir hluta mið bæ Akureyrar og til fjallsins sem er svo þekkt fyrir að vera eitt besta skíðasvæði landsins. Já þetta er Hlíðarfjall sem við bæjarbúar köllum bara ,,Fjallið". Ef að líkum lætur er gríðarlegur mannfjöldi þar þegar myndin er tekin á skíðum, skíðabrettum eða bara njóta lífsins við fallegar aðstæður, fallegu veðri og nýtur lífsins.
Ekki svo ýkja langt frá er annað fjall sem ég hef miklar mætur á og er mikið augnayndi. Það eru Súlur. Ég brá undir með 4 hjólum og ók upp að rótum fjallsins eða því sem næst. Þangað lá talsverður straumur fólks sem allt var á jeppanum eða pallbílum allir með snjósleðakerrur í eftirdragi. Þetta er fólk sem kanna að nýta sér snjóinn á sinn hátt. Þeytast um á snjósleðum. Þótt ekki sé ég einn þeirra sem stunda þessa iðju þá geri ég mér grein fyrir þvílíkt frelsi það er að þeytast um á snjósleða og njóta náttúrunnar í fallegu veðri. Ímynda mér að það frelsi sé líkt og að horfa á knapa á hesti þeytast um grænar grundir þar sem knapi, hestur og náttúran er eitt. Maður lætur sig dreyma og heldur heim á leið lætur hugann reika.
Stutt stopp rétt ofan við gömlu malbikunarstöðina er horft út fjörðinn í átt að Kaldbak. Fallegt.
Næsta stopp rétt neðan við gömlu malbikunarstöðina. Já í raun er sama hvert litið er sé maður í stuði til að mynda þá er myndefni út um allt. Raflínur og hvað eina getur heltekið hug manns. Sumir pirrast yfir þeirri sjónmengun sem raflínur geta verið og vilja grafa þær í jörð. Það er sjónarmið út af fyrir sig.
Ég er einn þeirra sem læt raflínur ekki trufla líf mitt dagsdaglega þ.e. út frá sjónmengun. Án rafmagns er vandlifað í dag. Víst er að margt annað í lífi okkar nútímamannsins ætti eigi síður að hafa truflandi áhrif út frá sjónmengun en raflínur.
Dagurinn í dag er einn þeirra þar sem mér finnst vera nokkuð sama hvert ég lít, ég sé allstaðar eitthvað sem gleður augað, sálina. Næg næring og full ástæða til að halda áfram inn í daginn sama hvað öllu argaþrasi líður. Njótið dagsins.
Málsháttur dagsins: Best er að sníða sér stakk eftir vexti
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður fær bara tár í augun við að sjá gamla heimabæ sinn í þessari rómuðu veðurblíðu. Við familían erum einmitt að bíða eftir að komast eina helgi norður, þá er eins gott að hvíta gullið sem er allsráðandi á myndunum þínum verði til staðar.
Þessi málsháttur þinn er löngu úreldur, það er löngu vitað að best er að hafa fötin aðeins of stór, þá passa þau lengur
S. Lúther Gestsson, 1.2.2009 kl. 15:30
Ég skal leggja mitt af mörkum við að halda snjónum hér þar til að þú ert búinn að skreppa norður. Þetta með málsháttinn... úreltur.... samt talsverður sannleikur í honum, en sitt sýnist hverjum
Páll Jóhannesson, 1.2.2009 kl. 15:33
Sannleikurinn er bara stundum leiðinlegur:)
S. Lúther Gestsson, 1.2.2009 kl. 15:49
Þvílíkt flottar myndir. Vildi svo sannarlega geta fangað svona augnablik.
Hrönn Jóhannesdóttir, 3.2.2009 kl. 05:58
Flottar myndir hjá þér frændi.
Anna Bogga (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:58
Ég er búinn að eyða 2 dögum í að finna skíði hér í borg óttans til að nýta mér allan þennan snjó en án árangur. Skíðin sem ég keypti fyrir blaðburðarpeninginn þegar ég var 14 og notaði tvisvar enda lítið um snjó í sveitinni fögru þikja ekki góð lengu (fyrir utan að passa ekki).
Kanski betra að kaupa snjósleða.
Kári Sölmundarson, 3.2.2009 kl. 18:13
Hrönn - Ef þú hefur ekki myndavél til að fanga augnablikið þá njóttu þess samt þegar þú upplifir það. Takk fyrir hrósið á myndunum.
Kári - Það lítur sem sagt út fyrir að blaðburðarpeningurinn hafi verið til þess að gera illa nýttur, vonandi naust þú þeirra augnablika meðan á notkuninni stóð þótt stutt væri. Snjósleði.... myndir þú nota hann meira en skíðin.. hugleiddu það vel áður en þú fjárfestir.
Anna Bogga gaman að þú hafir gaman af myndunum, það sama á við þegar ég heimsæki bloggið þitt enda skoða ég allar þínar myndir reglulega - gaman af þessu.
Bara rétt í lokin þá getið þið séð líka myndir á flickr síðunni www.flickr.com/pallijo
Páll Jóhannesson, 3.2.2009 kl. 22:43
Alltaf jafnt flottar myndir frá þér Palli, fæ heimþrá af að sjá þetta
Kveðjur frá kuldanum í flatlöndum
Margith Eysturtún, 4.2.2009 kl. 10:08
Kæra Margith! kalt í Flatlöndum ,,Nú er frost á fróni frýs í æðum blóð, kveður kulda ljóð Kári í jötunmóð.......". Það er vetur á Íslandi. kv til Fúsa og krakkana
Páll Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 10:12
Glæsilegar myndir Páll. Og myndefnið er líka fallegt:)
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 4.2.2009 kl. 15:08
Hlynur: þakka hrósið á myndunum. Gangi þér vel í baráttunni
Páll Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.