22.1.2009 | 21:20
Ekki missa af þessu
Hér koma heitustu fréttirnar sem engin vill missa af.
Það er nú einu sinni svo að hingað koma nær alla virka dag barnabörnin úr skólanum þ.e. Margrét Birta og Elín Alma og Jón Páll úr leikskólanum. Stelpurnar taka strætó heim til afa og ömmu og er það orðið mikið sport. Nær undantekningarlaust eru þær mjög hungraðar og áður en þær geta sest niður við lærdóminn þarf að fá sér bita.
Já menn sökkva sér niður og einbeita sér til að gera allt rétt og vanda til verka svo ekki komi til að amma stroki út og heimti vandaðri vinnubrögð. Það á eftir að skila sér seinna meir að amma skuli vera með svo mikinn aga, sannið til. Það má sjá á okkar eigin börnum.
Á meðan sumir sitja sveittir yfir lærdóminum eru aðrir sem hafa áhyggjur af allt öðru.... eða yfir höfuð engar áhyggjur. Bílar eru mikið áhugamál hjá þessum peyja og er hann líklegri til að hafa bíl sér við hlið þegar hann fer að sofa en eitthvert tuskudýr.
Hvað sem því líður þá eru ekki óspektir og annars konar vandamál að trufla líf þessa unga fólks. Þau eru rækilega varin fyrir þess lags fréttum og umræðu hér á heimili afa og ömmu.
Má til með að sýna ykkur myndir sem ég tók af framkvæmdum við Þórsvöllinn. Þar er verið að steypa upp áhorfendastúku og byggja glæsilega aðstöðu, sem á eftir að verða ein sú glæsilegasta á landinu. Myndin hér að neðan er tekin 9 janúar og eru þá iðnaðarmenn að leggja lokahönd á undirbúning áður en gólfplata áhorfendapallanna verða steyptir.
Það var svo í byrjun þessara viku sem lokið var við að steypa gólfplötuna. Á næstu dögum og vikum verður svo klárað að steypa efistu hæðina þar sem blaðamannastúkan verður ásamt salernisaðstöðu og væntanlegri stuðningsmannaherbergi og miðasölu og sjoppu. Búið er að mestu að einangra alla útveggi í byggingunni. Þessar framkvæmdir ganga býsna vel og er gaman að fylgjast með og spennan eykst. Verður gaman að mæta á heimaleiki Þórs á þessum velli þegar upp verður staðið.
Fróðleikur dagsins: Lærðu af mistökum foreldra þinna - Notaðu getnaðarvörn.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg furðulegt hvað maður verður svangur á að ferðast með strætó, hljóta að vera bílstjórarnir sem kalla alla þessa svengd fram enda sumir mjög matarlegir.
Ég er búinn að rýna mikið í þessa stúkumyndir og svo fór að ég kallaði mér fróðari menn til aðstoðar, enn þeir eru á sama máli og ég, skiljum ekki af hverju þarf svona mörg sæti því eina boltaíþróttin sem Þór getur eitthvað í fer framm innandyra þ.e.a.s karfa og boccia.
Nema einum þótti þó líklegt að grafa ætti fyrir sundlaug fyrir framan stúkuna.
Mín ráð Palli minn minnkiði stúkuna og leggið meira í sjoppuna. Það er ágætt að hafa uppúr sjoppureksrti.
S. Lúther Gestsson, 23.1.2009 kl. 00:35
Við munu áður en langt um líður þurfa stækka stúkuna og hönnunin gerir ráð fyrir því, nema hvað?
Páll Jóhannesson, 23.1.2009 kl. 07:36
Innilit og kvtt. Fróðleikurinn er ansi góður kemur reyndar aðeins og seint fyrir mig en læt börnin mín vita af þessu.
Hrönn Jóhannesdóttir, 23.1.2009 kl. 13:55
Innlit
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:50
Loksins einhverjar alvöru fréttir
Kári Sölmundarson, 25.1.2009 kl. 23:22
Æ hvað ég var glöð er ég rampaði inná bloggið þitt frændi og sá alvöru fréttir. Fréttir af unga fólkinu okkar og hvað það er að bralla.
Anna Bogga (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:58
Sæll Palli. Þetta er efnilegt hjá Þórsurum en verður þetta ykkur ekki ofviða fjárhagslega?
Verður þetta landsleikjafær umbúnaður?
Þórbergur Torfason, 27.1.2009 kl. 10:33
Þessi völlur mun uppfylla sem knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllur öll skilyrði til að halda Evrópuleiki.
Nei þetta verður ekki okkur ofviða þar sem bærinn er að byggja þessi mannvirki, við léðum þeim aðstöðuna. Við munum svo reka þetta í samvinnu við bæjaryfirvöld og UFA sem er að flytja sína aðstöðu inn til okkar að stórum hluta.
Páll Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 11:03
Þar sem þú hefur haft miklar áhyggjur af dekkjamálum hjá mér, get ég sagt þér það glaður í trúnaði að ég var að setja 35" dekk undir jeppann hjá mér.
S. Lúther Gestsson, 27.1.2009 kl. 13:16
Gott að heyra þú flýtur þá vel í drullu, slabbi og snjó
Páll Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 13:19
Það er nú bara ekkert hægt að ræða við þig stundum.
Alveg er ég með það á hreinu að allavega annað lungað úr þér er þingeyskt.
S. Lúther Gestsson, 27.1.2009 kl. 13:38
Það má rekja lungun á mér út um allar trissur mín vegna....... hjartað er alltaf á sama stað.. sannkallað Þórshjarta
Páll Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.