Leita í fréttum mbl.is

Góðir hlutir gerast hægt

17.jan02

Of langt er liðið frá því ég fór út í Krossanes til að taka púlsinn á stöðu mála þar. Aflþynnuverksmiðjan rís þar hægt og hljótt, svo hljótt að halda mætti stundum að ekkert væri þar í gangi. En eins og máltækið segir þá gerast góðir hlutir hægt. Framkvæmdir eru þar á fullu og eftir því sem ég best fæ heyrt mun verksmiðjan fara á fullt í sumar. Milli 90 og 100 störf skapast þar, gott mál.

Bregð mér af og til út með myndavélina til að fanga augnablikið eins og stundum er sagt. Síðustu daga hefur snjórinn sem nú skreytir bæinn okkar verið óvenju fallegur. 

Snjor01

Hér er horft í norður eftir göngustíg sem liggur meðfram Mýrarvegi rétt norðan Verkmenntaskólans. Snjórinn klæðir og skreytir tré og mannvirki mjög fallega. Þegar svo háttar til eins og þessi mynd sýnir þá get ég sætt við við blessaðan snjóinn.

17.jan01

Fer æði oft niður í Sandgerðisbótina og kíkja á mannlífið þar og skoða bátana. Í gær var svo sannarlega allt með kyrrum kjörum og varla nokkur sála á ferð. Eftir því sem ég best fékk séð þá voru afar fáir bátar á sjó, sem er næsta undarlegt eins og veðrið var fallegt. Stilla vægt frost, hvað vilja menn hafa það betra?

17.jan

Já þannig er það bara stundum er allt með kyrrum kjörum og manni finnst eins og allt og allir sofi eða liggi í dvala, nema maður sjálfur. Það getur verið afar notalegt þá fær maður frið til að dunda sér við það sem maður er að gera hverju sinni án teljandi truflana.

Fór í heimsókn til Ívans og Dagnýjar í gær. Síðbúin og óvænt afmælisveisla að hætti þeirra heiðurshjóna. Snæddum saman líka kvöldverð sem var hin ágætasta máltíð, þar sem nýir hlutir voru prufaðir. Gaman af þessu. Horfðum saman á Spaugstofuna sem var hreint út sagt frábær. Í kjölfarið kom svo forkeppni söngvakeppninnar. Eins og Spaugstofan var skemmtileg var söngvakeppnin drepleiðinleg. Það eina sem kryddaði var að bíða eftir að símakosningin færi fram því þá kom gott afþreyingarefni þ.e. Hrúturinn Hreinn. Snilldarþættir. Gaman til þess að hugsa að við fullorðna fólkið sem sátum saman í settinu og veltumst um af hlátri yfir barnaefni sem upphaflega átti að ná til yngra fólks. Segja fróðir menn að markhópurinn hafi verið börn frá 4 ára aldri. Já það er nauðsýnlegt að halda í barnið í sjálfum sér.

Fróðleikur dagsins:   Nærri fjórðungur íbúa Póllands lét lífið í seinni heimsstyrjöldinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Flottar myndir.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.1.2009 kl. 11:54

2 identicon

Þakka fyrir þennan fína pistil, sem mér finnst vera skrifaður beinlínis fyrir mig.  Flottar myndir, blíðuveður og stilla. Hverskonar hérar eru menn að nota ekki bátana sína, daginn að lenga og allt á uppleið (eða þannig)

Hvernig gengur þeim annars í brotajárninu??

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 16:01

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já ég skil þetta bara ekki hvað menn eru latir við að nota bátana sína - var ekki verið að auka þorskkvótann?

Já þetta brotajárnið......... nú held ég að sé komin tími á að ég girði mig í brók og ........

Páll Jóhannesson, 19.1.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband