14.1.2009 | 15:28
Ekki góð blanda...
Í dag á þessi ágæti heiðursmaður afmæli. Mér skilst að það ku vera 45 ár frá því að hann leit dagsins ljós fyrsta sinni. Hann var haldinn mikill ævintýraþrá strax sem ungur drengur, enda gerði hann sig út með nesti og nýja skó áður en hann varð sjálfráða og færði forræðið í sínar eigin hendur. Það hefur tekist með miklum ágætum. Ég kynntist þessum pjakk þegar hann var nýskriðin út úr stýrimannaskólanum á Dalvík sumarið 1984. Það fór um margan manninn þegar þessum pjakk var falið að skipa fyrir sér eldri og reyndari mönnum. Það tókst ágætlega, stundum stormasamt en lukkaðist. Með okkur tókust góður vinskapur sem hefur haldist allar götur síðan. Hann þurfti jú á því að halda að einhver tæki hann undir sínn verndarvæng.Við vorum lengi saman til sjós fyrst á Svalbaki EA 302 og svo á Sléttbaki EA 304 fín ár. Það var gott að vinna með honum og þótt stundum færum við upp á háa C-ið meðan á vinnu stóð hlógum við saman þegar í borðsalinn kom, þannig eru góðir vinir.
Hvað um það Ívan vinur minn er sem sagt 45 ára í dag. Ég nenni ekki að fara út í þá sálma að telja upp kosti hans. En galla hans skal ég tíunda með glöðu geði. Hann er ka maður og utd fan og það er eins sú versta blanda sem hægt er að hugsa sér. En þar sem þetta er vinur minn þá gengur þetta upp enda hugga ég hann reglulega og veiti honum andlega styrk í þessum veikleika, en blandn er slæm.
Því miður fæ ég ekki neitt kaffi í dag á hans afmælisdegi, hann hafði vit á því að fara á námskeið hjá Slysavarnarskóla sjómanna. Sú afsökun er tekin til greina en hann getur stólað á að ég verð mættur í kaffi um leið og hann birtist norðan heiða á ný.
Læt svo fylgja með mynd af karlinum sem ég tók af honum í afmælisveislu fyrr í haust ásamt dóttir hans.
Óska Ívani til hamingju með daginn.
Í kvöld fer ég svo á samkomu sem haldin verður í ketilhúsinu þar sem íþróttamaður Akureyrar 2008 verður kynntur. Þið fréttið það hér á blogginu mínu án efa á morgun og hver veit nema www.thorsport.is verði með þá frétt.
Fróðleikur dagsins: Maður banar ekki skugga með því að berjast við hann. maður deyðir hann með ljósi.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já hann er flottur stóri (hahahah ég er stærri) bróðir minn hann Ívan.... mannstu eftir því Palli, hvernig þú komst að því á skemmtielga hátt að við Ívan værum bræður ? Það var ekkert smá skondið :)
Bestu kveðjur norður
Jac "Boi" Norðquist
Jac Norðquist, 14.1.2009 kl. 23:51
Já mig rámar í það .... Reigjalunnndi. Jú ég rifja það af og til upp yfir kaffibollanum hjá Ívani - ég í kaffi og hann skálar í vatni
Páll Jóhannesson, 15.1.2009 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.