Leita í fréttum mbl.is

Ertu slæmur í....?

Hvað er glitský? ég kann ekki að skýra út þetta fyrirbrigði en þekki það þó þegar ég sé það - ég held það. Seinast þegar ég sá slíkt bregða fyrir sótti ég myndavélina og smellti af hið snarasta. Veit svo sem ekkert hvort ykkur finnst nokkuð varið í þessa mynd en ég er skrambi stoltur.

GlitskýJPG

Það var pikkað í mig og ég spurður hvort ég væri að slæmur í fingrunum. Ég væri farin að blogga full sjaldan. Jú ég hef tekið eftir því að ég hef bloggað minna undanfarið en finn þó ekkert til í fingrunum. Hvað ætli valdi? Getur verið að helv... andlitsbókin sem öll þjóðin er komin á sé farin að ræna mann of miklum tíma? veit ekki en grunar þó að það geti átt þátt að einhverju leiti. 

Nú ég sagði ykkur frá því um daginn að ég væri farin að nota strætó í gríð og erg, og geri enn. Ég fer með vagninum þegar ég fer í Hamar, á Bjarg í sjúkraþjálfun og æfingar þrisvar í viku og fl. Ég ræddi þetta við barnabörnin þ.e. stóru stelpurnar og eftir að hafa farið nokkrar ferðir með þeim þá snéri sú yngri sér að mér og sagði ,,afi! við getum sko alveg farið einar í strætó". Svo nú koma þessar elskur á hverjum degi heim til afa og ömmu með strætó.  Ég mæli með þessum ferðamáta. Hvað er betra en vera með einkabílstjóra á bíl sem kostar á við marga heimilisbíla?

Sá mér til gamans að nú á að auglýsa stöður bankastjóra í ríkisbönkunum. Þetta er fínt og þessu ber að fagna. Ég er ekki á vanskilaskrá og hef aldrei verið. Það hefur aldrei neinn (enn sem komið er) þurft að greiða upp skuldir mínar. Ég á jakkaföt og slatta af bindum, fína skó, bindisnælur ég er á fínum aldri, ég hef aldrei hlaupist undan vinnu eða svikið einn eða neinn er vinna er annars vegar. Ég er sannfærður um að allir vinir mínir myndu gefa mér góð meðmæli sem og núverandi vinnuveitandi (a.m.k. annar þ.e. Íþróttafélagið Þór veit ekki með TR) Ég er komin úr barneign svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að ég fari að taka mér feðraorlof. Er ekki tengdur Baugi og útrásravíkingum. Þess vegna er ég mikið að spá í að sækja um bankastjórastöðu í einhverjum eða öllum ríkisbönkunum. Í umsóknina ætla ég að lofa því að fara allra minna ferða í strætó á vinnutíma og launin mega vera helmingi lægri en þau sem núverandi stjórar hafa. 

Fróðleikur dagsins: Maður verðskuldar að kallast vitur á meðan hann leitar viskunnar. Um leið og hann heldur sig hafa höndlað hana er hann orðinn flón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband