6.1.2009 | 20:54
Frítt í strætó
Nú er þjóðin hvött til þess að taka ekki niður hvítu jólaljósin heldur leyfa þeim að lifa og lýsa upp skammdegið. Þetta er ágætis tillaga, ég styð hana. Nú eru nágrannarnir farnir að tala um hve langt ég hef verið á undan minni samtíð. Ég hef haft það fyrir reglu að kveikja á hvítri ljósseríu sem er í þakskeggi hússins á þeirri hlið sem snýr að bílaplaninu og þeirri hlið sem snýr að baklóðinni og leyft þeim að lifa stöðugt til vors. Þetta verður því ekkert nýtt fyrir mig bara ósköp venjulegt.
Þótt nýtt ár sé rétt ný hafið þá var það eitt að því sem ég hét sjálfum mér að gera á nýju ári væri að vera duglegur að nota strætó. Þetta byrjar vel og hef ég nú nær daglega notað þessa snilldarþjónustu. Ekki búa öll sveitarfélög við þessa dásemd að bjóða upp á frítt í strætó, þökk sé Samfylkingunni hér í bæjarstjórn sem átti þessa hugmynd og kom henni í gegn.
Þrettándinn, jólin búin. Þó ekki alveg hér á Akureyri því við höfum ákveðið að fresta slúttinu til föstudagskvöldsins þegar jólin verða kvödd með þrettándagleði Þórs. Löng hefð er fyrir þrettándagleði Þórs og má rekja það aftur til þriðja áratug seinustu aldar. Þó eru til heimildir um að Íþróttafélagið Þór hafi haldið sýna fyrstu áramótabrennu áramótin 1915-1916 svo brennuhefð í félaginu er nánast jafn gömul félaginu, en Þór var stofnað 6. júní 1915.
Öðru vísi mér áður brá, já nú ætla bankarnir ekki að kaupa laxveiðileyfi í ár a.m.k. ekki Kaupþing og Landsbankinn óvíst með Glitni. Er þetta er voðalegt? Hugsið ykkur ástandið hjá þessu liði, engin laxveiði nema greiða fyrir það sjálfir. Þetta er náttúrulega alveg skelfilega dapurt, hvað verður um þessa bubba? Já það er mikið lagt á þá. Ég græt, krókadílatárum.
Fróðleikur dagsins: Herostratos, sem brenndi musteri Díönu, er enn í minnum hafður. Sá sem reisti það er gleymdur
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár Palli minn, hafðu það sem allra best á nýju ári.
Jac "Boi" Norðquist
Jac Norðquist, 8.1.2009 kl. 08:03
Gott hjá þér að nota strætó og spara aðeins benzinkosnaðinn. Ég spara merst benzin á að hanga heima og fara ekki neitt. Gangi ykkur svo vel. Kveðja.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.1.2009 kl. 16:30
Jæja hvað fórtu oft í strætó um helgina.
Ertu svona að rabba við bílstjórana á leiðinni?
S. Lúther Gestsson, 12.1.2009 kl. 00:31
Neibb engin strætó um helgina - leti og meiri leiti. Ég læt það alveg vera að trufla bílstjórana enda karlmenn (hellisbúar) og ræði þess í stað við sessunauta mína hverju sinni um lífsins gagn og nauðsynjar.
Páll Jóhannesson, 12.1.2009 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.