28.12.2008 | 15:34
Stelpur, konur og meiri konur, nema hvað?
Það bar til tíðinda að skvísurnar Margrét Birta og Elín Alma fengu Mp3 spilara í jólagjöf. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað að Sædís Ólöf er sú eina sem má vinna í því að setja inn lög fyrir þær. Þess vegna brugðu þær undir sér betri fætinum í morgun og komu labbandi í heimsókn til afa og ömmu til þess að geta nýtt Sædísi áður en hún færi í vinnuna. Þegar búið var að lúðra inn slatta af lögum náðist þessi mynd af þeim systrum þar sem þær voru að hlust.
Í gær var svo mikið um dýrðir þar sem hin árlega hátíð sem jafnan er kölluð ,,Við áramót" var haldin í Hamri félagsheimili Þórs. Þar er árið gert upp og íþróttamaður Þórs hvers árs er kynntur. Nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir störf sín í þágu félagsins, landsliðsfólkinu færðar gjafir, látinna félaga minnst og fleira. Skemmst er frá því að segja að landsliðskonan og fyrirliði Þór/KA hún Rakel Hönnudóttir var valin íþróttamaður Þórs 2008. Flottur fulltrúi og frábær fyrirmynd. Þá var Jón Orri Kristjánsson kjörin körfuboltamaður Þórs og Björn Heiðar Rúnarsson Taekwondomaður Þórs. Hægt er að lesa ítarlega frétt um þennan viðburð á heimasíðu Þórs, nema hvað? og meira hér. Og auðvitað eru komnar myndir frá deginum í myndaalbúm sjá hér.
Að öðru leiti gengur lífið allt sinn vanagang. Maður etur reglulega yfir sig, sefur og liggur á meltunni og safnar kröftum fyrir næstu stórmáltíð sem er vanalega innan skamms. Og talandi um mat þá bíður enn ein stórmáltíðin þar sem okkur er boðið í mat til vina okkar í Hraungerði og ef að líkum lætur verður ekki etið í neinu hófi þar. Það er jú kannski bara allt í lagi enda getur maður alltaf á sig blómum bætt, ekki satt?
Málsháttur dagsins: Sá sem stelur kálfinum horfir ei í að stela kúnni
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.