Leita í fréttum mbl.is

Það sem kisa nær með klónni.......

Gluggagæir

Það var mikið fjör og mikið gaman hjá henni Elínu í gær. Hún hélt litla afmælisveislu fyrir skólasystur sínar. Óvæntan gest bar að garð í miðri veislunni. Var þar engin annar en Gluggagægir sem kom og kíkti á alla glugga. Honum var boðið inn eins og vera ber og gert er að gömlu gestasið. Tók jólasveinninn lagið með krökkunum færði þeim góðgæti í poka og hvarf síðan á braut. Þessi óvænta heimsókn hitti í mark hjá krökkunum.

Í gærkvöld svo leikur í höllinni þar sem mínir menn tóku á móti hinu ógnarsterka lið KR í körfubolta. Gestirnir úr vesturbænum reyndust einum og stór biti fyrir mína menn og fór svo að lokum að þeir unnu öruggan sigur 69-97. Verður var séð að eitthvað lið nái að ógna þessu sterka liði að nokkru gagni. Fyrir þá sem vilja er hægt að lesa nánar um leikinn á heimasíðu Þórs http://www.thorsport.is/

Dagurinn hófst með morgunkaffi í Hamri eins og venja er alla föstudaga. Í kvöld er svo tvennt á dagskrá. Fyrst að fylgjast með fimleikasýningu þar sem Elín Alma verður meðal annars að sýna listir sýnar. Svo síðar um kvöldið eru tónleikar í Glerárkirkju þar sem Æskulýðskór Glerárkirkju verður með Kertatónleika. Með kórnum kemur fram m.a Magni Ásgeirsson söngvari í hljómsveitinni ,,Á móti sól".

Í dag kom Skyrgámur (eða Skyrjarmur eins og hann var kallaður til forna) til byggða og er hann að sögn kunnugra 8. í röð þeirra bræðra. Um hann var ort forðum daga.

SkyrjarmurSkyrgámur sá áttundi,

var skelfilegt naut,

hann hlemminn o´n af ánum

með knefanum braut.

 

Svo hámaði hann í sig

og yfir matnum gein,

uns stóð hann á blístri

og stundi og hrein.

 

Á morgun kemur svo Bjúgnakrækir til byggða þangað til bara bíða.

Málsháttur dagsins: Þar sem hún kisa nær með klónni kemst hún upp

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það var eins gott að þetta var gluggagægir sem kom, hann er nefnilega annar af tveim sem bjóðandi er inn í hús.

Ég kíkti áðan á Þórs síðuna, ein af betri síðum íþróttafélags í dag. Viðtöl, og fleira skemmtilegt.

Þó gat ég ekki séð mynd eða umfjöllun um Rakel Hönnudóttur, var hún ekki að taka við Silfurskónum frá KS'I í gærdag? Frábær árangur sem þessi stelpa er búin að ná í boltanum og ein flottasta fyrirmynd yngri kynslóðarinnar sem við eigum, einlæg og er bara hún.

Gæti þó verið mismynni hjá mér og ekki sé búið að afhenta gull og silfurskóna, enn ef ekki þá hljótum við að fá stóra mynd og enn stærra viðtal við hana á heimasíðu íþróttafélags hennar.

S. Lúther Gestsson, 19.12.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Lúther! á heimasíðu Þórs tilkynntum við fyrstir allra á landinu að Rakel Hönnudóttir hefði krækt í Silfurskóinn einungis 1 eða 2 klukkustundum eftir seinasta leik sumarsins þegar þetta lá fyrir - langt á undan KSÍ. Við höfum birt mörg viðtöl við Rakel í sumar og ég spái því að það eigi eftir að koma a.m.k. eitt til viðbótar áður en árið er úti - enda mikil íþróttamaður

Markmið okkar er að hafa síðuna okkar í fremstu röð til að þjónusta alla sem þangað koma, ekki bara Þórsara heldur líka KR inga eins og þig, sem og alla aðra.  Já takk fyrir hrósið.

Páll Jóhannesson, 19.12.2008 kl. 21:37

3 identicon

Það er nú varla hægt að ætlast til að lið eins og Þór standi í hinu frábæra liði KR.En vonandi bara að okkar menn tolli í deildinni,en það verður trúlega dálítið ströggl.

joi mar (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 23:17

4 identicon

Ekki slæmt að fá svona gest

Anna Bogga (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

335 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband