Leita í fréttum mbl.is

Á ég að trúa þessu?

Ef að líkum lætur þá kom fyrsti jólasveinninn til byggða í nótt. Ekki varð ég var við hann og ekki fór skórinn út í glugga sökum reynslunnar. Var skíthræddur um að fá afþurkunarklút og þess háttar dót í skóinn.

En í dag þegar barnabörnin koma í heimsókn þá mun ég án efa fá að heyra um gjafmildi þessa annars ágæta karls sem heitir Stekkjastaur. Um hann var eitt sinn ort vísu sem er svo

StekkjastaurStekkjarstaur kom fyrstur,

stinnur eins og tré.

Hann laumaðist í fjárhúsin

og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,

þá varð þeim ekki um sel.

Því greyið hafði staufætur,

það gekk nú ekki vel.

Morgunkaffi dagsins í dag er jú með félögunum í Hamri. Þar verður mikið fjör og mikið gaman. Í kvöld ætla ég að bregða mér á tónleika með Frosrósunum. Dóttirin syngur þar með Æskulýðskór Glerárkirkju líkt og gert var í fyrra. Nú bregður svo við að barnabörnin koma þar einnig fram í síðasta laginu með öllum flytjendunum. Þetta verður gaman, já bara gaman.

Málsháttur dagsins: Illt er að neyta brauðs með öfundsjúkum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband