10.12.2008 | 23:59
Hefð fyrir þessu
Eitt af því sem er árvisst í desember er að setja skreytingu á leiði látinna ættingja og vina. Í dag fórum við hjónakornin og settum skreytingu á leiði tengdaforeldra minna og ömmu konunnar. Ferðirnar í kirkjugarðinn eru hefð. Á vorin tekið til og sett sumarblóm - heimsóknir af og til til þess að vökva og laga til.
Á aðfangadag um hádegisbilið verður svo farið með friðarkerti að leiðunum það bara tilheyrir jólunum. Aftur á gamlársdag á svipuðum tíma. Talandi um hefð. Þá er einnig farið í tvo aðra kirkjugarða til að minnast ættingja og vina sem farnir eru yfir móðuna miklu.
Prófin búin hjá heimasætunni og prinsinn á eftir að skila einu verkefni og þá er hann komin í jólafrí. Heyrst hefur að jólasveinar muni koma til byggða þrátt fyrir kryppuna miklu. Félagi minn sem er náin vinur Hurðaskellis, og Kertasníkis og virðist þekkja Ketkrók betur en flestir þótt aldrei hafi þeir sést saman - fullyrðir að hjá jólasveinunum sé engin kryppa, en hvað veit ég? Ég veit þó fyrir víst að ef allt fer að óskum kemur Stekkjastaur fyrstur til byggða og ef reiknikúnst mín er í lagi þá mun það gerast aðfaranótt föstudagsins. Ég ætla gera eins og ég er vanur að gera undanfarin ár þ.e.a.s. birta myndir og gömlu vísurnar um þá bræður í réttri röð eins og þeir koma til byggða.
Nú styttist óðfluga, eins og óðfluga í að Sædís fái forláta bassa til yfirráða. Þar með mun tónlistarflutningur okkar feðgina taka talsverðum breytingum. Nú verður gaman að taka þátt í að spila undir með henni. Hef trú á því að hún verði snögg að tileinka sér þetta nýja hljóðfæri. Nú vantar bara trommuleikara í lið með okkur. Reyndar á Jón Páll leikfangatrommur sem Sædís gaf honum eitt sinn í jólagjöf. Já svei mér þá ef það bara styttist ekki í að við Sædís getum stofnað tríó. Hvað um það ég segi bara eins og skáldið ,,lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil" Pálmi tengdafrændi fær góðar kveðjur héðan fyrir lánið á bassanum.
Málsháttur dagsins: Illa má yggla sig ef fjandann skal fæla336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bestu kveðjur til ykkar Palli.
Jac Norðquist
Jac Norðquist, 11.12.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.