3.11.2008 | 23:26
Obama eða......
Ekki er ein báran stök eins og máltækið segir. Vetur konungur gekk í garð fyrir fáum dögum og setti niður slatta af snjó. Nú er farið að vora að nýju. Kannski eins gott eins og árar nú. Bæjarfélögin þurfa skera niður og snjómokstur kemur illa við pyngjuna - hjá öllu.
Bjössi dómsmála búin að skipa menn til að kanna bankakerfið fyrir og eftir hrun. Fínt hjá honum. Samt undarlegt hvað það er ríkt í stjórnkerfinu okkar að hitta á að menn með skrítin fjölskyldutengsl og vinskap skuli veljast í þau mál. Annars er þetta víst allt einn misskilningur ef eitthvað er að marka orð Bjössa. Auðvitað er þetta misskilningur, nema hvað?
Á hverjum degi kemur í ljós hversu brjálæðislegt hrunið er allt í kringum okkur. Atvinnumissir fólks fjöldagjaldþrot, vonleysi heltekur þjóðina. Það er hins vegar engin misskilningur, því miður. Hitti margt fólk á hverjum degi og allir hafa sömu sögu að segja ,,já ég þekki fólk sem er að missa vinnuna" sorglegt ástand. Vonandi mun þessi skellur vara skemur en maður óttast.
Já ástandið hefur skringileg áhrif. Las í helgarblaði Moggans þar sem sagt er frá undarlega miklum bruna í dýrum bílum. Þetta var einnig í sjónvarpsfréttum í kvöld. Það er gefið í skyn að þetta sé ein leiðin hjá fólki til að losna undan bílalánum sem er að sliga.
Það verður hasar vestur í henni Ameríku á morgun en þá gengur kaninn að kjörborðinu og kýs sér eftirmann Bush. Hvor frambjóðandanna verður fyrir valinu er ekki gott að segja, ég hallast þó að Obama. Er þó skíthræddur um að kaninn guggni þegar að kjörborðinu kemur og þetta fari á hinn veginn. Svo er spurningin hvað gerist ef Obama verður kjörin? Mun hann verða langlífur í starfi, munu öfgahópar sem hafa haft uppi hótanir láta til skarar skríða? Vonandi ekki.
Sérkennilegt að fylgjast með olíuverði lækka nær daglega en virðist líða full langt á milli lækkana hér á landi. Hef það alltaf á tilfinningunni að þegar olíuverð hækki á heimsmarkaði þá sé það fljótara að skila sér hér heima. Kannski bara þráhyggja í mér.
Málsháttur dagsins: Aldrei er svo brotið bætt að ei sé betra heilt286 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.