Leita í fréttum mbl.is

Í guðs bænum ekki hjálpa okkur......

Það setur á mig hroll þegar ég heyri menn sem áttu stórann þátt í því að setja Ísland á hausinn að þeir vilji koma að því að endurreisa efnahagslífið. Drottinn minn dýri - hvers eigum við að gjalda? Vonandi hafa þessir menn vit á því að halda sig fjarri landinu og leyfa okkur að ná áttum og endurreisa land og þjóð og um leið halda í það litla stolt sem eftir er, ekki gerist það ef þessir glæponar koma að þessu með okkur. Já ég segi bara ,, Í öllum guðs bænum ekki hjálpa okkur".

Akureyrin EA 110

Til að losa mig við hrollinn fór ég út með myndavélina, sem í daglegu tali er kölluð ,,Viðhaldið". Og hvað haldið þig að hafi rekið á fjörur mínar? Ég rakst á minn gamla vinnustað samtals til 15 ára - skuttogara sem í dag heitir Akureyrin en áður Sléttbakur EA 304. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 1975 og þá var skipstjóri á þessu skipi Aki Stefánsson. Áki var af ,,gamla" skólanum frábær skipstjóri, farsæll og traustur. Var á skipinu þá í 4 ár. Þá tók við flakk úr einu í annað t.d. fór ég á Svalbak EA 302 sem er systurskip Sléttbaks. Var ekki mikið með myndavél á lofti á þessum árum en samt á ég nokkrar myndir. Nútímatækni hjálpar við að geta skannað þær inn og birt hér ykkur til yndisauka. Hér er Áki í brúnni á Sléttbaki árið 1975 eða 1976.

Aki

ÚA - Útgerðarfélag Akureyringa keypti Sléttbak og Svalbak frá Færeyjum upp úr 1970 man ekki alveg hvaða ár. Skipin eru systurskip smíðuð í Noregi og ef ég man rétt var Svalbakur smíðaður á undan. Þessi skip gerðu Færeyingar út í nokkur ár sem frystiskip, þegar svo skipin voru keypt til Akureyrar var þeim breytt í ísfisktogara. Sléttbak var svo breytt aftur í frystiskip árið 1986 og fór til veiða í október 1987. Um leið og skipinu var breytt í frystiskip var hann lengdur um rúma 8 metra. Þessi tvö skip þ.e. Sléttbakur og Svalbakur gengu daglega undir nafninu ,,Stellurnar". Skýringin á því er sú að þegar skipin voru í eigum Færeyinga hétu þau Stella Kristína og Stella Karína. Myndin hér að neðan er tekin sennilega 1977 þegar Sléttbakur er nýkomin úr slipp. Ný málaður og fínn - fallegt skip.

Sléttbakur EA 304

Eins og áður segir var skipinu breytt í frystiskip árið 1986 þá var ég búin að vera á Svalbaki og fylgdi Kristjáni Halldórssyni sem var 1. styrimaður á Svalbak yfir, en hann var þá ráðin skipstjóri á nýuppgerðum Sléttbaki. Ef ég man rétt fórum við einir 10 yfir.  Var svo samfellt á Sléttbaki til ársins 1998. Seinasti skipstjórinn á Sléttbaki meðan ég var þar var hinn ágæti Gunnar Jóhannsson.

Flottroll3

Þetta skip sem var smíðað árið 1968 að mig minnir hefur komið með gríðarlega mikið magn af fiski landi og verðmætin meir en maður getur ímyndað sér í fljótu bragði. Eins og ástandið er í dag er hollt fyrir okkur að hugsa til þess að fiskveiðar eru ein af öflugustu stoðum þess að íslenskt þjóðlífs. Í dag sést best að sú endalausa rökleysa sem útrásar klikk hausarnir hafa haldið fram að peningarnir verði til í bankanum er endemis bull og vitleysa. Bankarnir geta ekki einu sinni geymt peninga með öruggum hætti.

Ég ætla svo að drífa mig í kirkju og hlýða á guðsorð flutt af mennsku klerk. Kannski ekki bara til að hlýða á guðsorð heldur vegna þess að barnabörnin þ.e.a.s. Margrét Birta og Elín Alma syngja með barnakórnum í dag.

Fróðleikur dagsins: Einn óþveginn lagður skemmir ekki alla ullina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Skemmtileg færsla.

Þegar ég var á Sléttbak var Sveinn skipstjóri, Menn ráku upp stór augu þegar ég sagðist vera að fara fyrsta túrinn minn með honum, sögðu hvernig þorirðu að fara óvanur með hestinum. Ég komst svo að hvað það þýddi.

Þegar ég var á Sólbak gamla á var Árni skipstjóri og Geiri fyrsti stýrimaður. Báðir öndvegiskallar og mér leið alltaf vel þegar ég var með þeim. Fyrir utan kannski þegar Geiri fór með dallinn, hann varð alltaf svo stressaður þá kallinn. Þess má geta að ég slasaðist mikið um borð í Sólbak og varð það mér til lífs hvað voru góðir kallar í brúnni, þeir héldu mér gangandi þangað til ég komst í læknishendur. Og ekki var Geiri spar á morfínið, Árni spurði hann hvort hann ætlaði að drepa mig með því. " þú verður að athuga að þetta er bara folald" sagði hann.

Nokkra túra fór ég með Svalbak einnig enn man ekki hver stýrði því fleygi þá.

S. Lúther Gestsson, 2.11.2008 kl. 22:00

2 identicon

þeir komu 1973 frá færeyjum Slettbakur var smíðaður 1968 en svalbakur 1969 í noregi svalbakur er í russlandi lánt frá því að vera jafnflottur og Akureyrin ea

sammi (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 03:04

3 identicon

Palli minn þetta er nú annsi bjánaleg skrif hjá þér um þessa svokölluðu glæpóna,ekki gleima stjórnvöldum sem leifðu þeima og sköpuðu þeim það umhverfi sem þeir störfuðu eftir.Og þó þeir hafi vissulega farið mjög ílla að ráði sínu þá gefur það hvorki þér né öðrum leifi til að kalla þá glæpamenn,og ekki lítur nú út fyrir að þessi ríkistjórn hafi getu til að redda málunum.Og finnst nú mörgum að ríkistjórnin og seðlabanki eiga ekki minni sök á hvernig fór

joi mar (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 20:06

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Jói minn - munurinn á mér annars vegar og hins vegar á ríkisstjórn Íslands og öllum þeim, sem ég kalla fjárglæfrakappa sem settu þjóðina á hausinn er mikill. Ég ber enga ábyrgð á ástandinu en það gerir allt þetta fólk. Og þótt ég hafi ekki nefnt stjórnmálamennina í sama mund þýðir það ekki að ég sé að reyna breiða yfir þá og þeirra aðgerðir eða öllu heldur aðgerðarleysi - alls ekki. Þessi ríkisstjórn og þær sem hafa setið frá árinu 1991 hafa aldrei átt minn stuðning - aldrei. Ég hef aldrei og mun trúlega aldrei og þá meina ég ALDREI styðja Sjálfstæðisflokkinn. 

Og Jói minn hugleiddu að þessum útrásar víkingum tókst að skuldsetja Íslenska ríkið svo mjög að í raun er þjóðin gjaldþrota. Annað - Hefur þú hugleitt hvaða skuldabyrði búið er að færa á reikning hvers einasta barns sem fæðist á Íslandi í dag og næstu árin og hvaða fórnir það þarf að færa við að greiða upp fyrir þá óráðsíuna - munu þeir gera það? ég held ekki.

 Að lokum kæri bróðir - Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn og þaðan af síður Framsókn og styð ekki þessa ríkisstjórn vegna aðkomu Sjálfstæðisflokksins það vita allir sem þekkja til mín. Sé það glæpur af mér að kalla þetta lið glæpona þá skal ég biðjast forláts á þeim orðum til að styggja ekki þá sem finna ekkert að gjörðum þess fólks - en ég stend við allt annað og vil frekar vera sakaður um að hafa bjánalegar skoðanir en að verja gjörðir þeirra.

Páll Jóhannesson, 3.11.2008 kl. 21:35

5 identicon

Palli, í fyrsta lagi er ég að tala um bjánaleg skrif en ekki að segja að þú hafir bjanalegar skoðanir. Í öðru lagi þá mintist ég ekki orði á Sjálfstæðisflokkinn, það virðist vera einhver veikur punktur. Í sambandi við stjórnvöld þá er ég að tala um Sjálstæðisflokk og Samfylkingu sem að margra mati mistókst algjörlega að vinn úr því ástandi sem komið var, enda er víðast hvar um heiminn hlegið að því hvernig ráðamenn þjóðarinnar brugðust við ástandinu. Páll, sem vinnandi maður og skattgreiðandi er mér sko ekki skemmt yfir þessu enda mun skattbyrgði mín eins og annarra hækka verulega til að borga þetta rugl og tel ég mig þó hafa borgað alveg nógan skatt fyrir. En sama hver er finnst mér hvorki þú né aðrir hafa leyfi til að kalla hvorki þessa menn né aðra glæpamenn. Hugsaðu um það Páll, þetta var algjörlega siðlaust sem þeir voru að gera, en hvar stóð það að þetta væri ólöglegt. Palli , heldurðu virkilega það hefðu ekki fleiri fallið í þessa gryfju hefðu þeir haft tök á því ? Því eins og máltækið segir "Mikill vill meira" 

Jói Mar (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband