Leita í fréttum mbl.is

Í guðsbænum segið nei....

Las mér til furðu að Íslendingar séu reiðubúnir að sækja um aðstoð í neyðarsjóð innan Evrópusambandsins. Forsætisráðherra vor sem ekki vill ganga í Evrópusambandið er reiðubúinn að fara á skeljarnar þegar á móti blæs, hvað svo? Er hann tilbúin að sækja um aðild?.  Mikið þykir mér þetta undarlegt - við erum enn eina ferðina tilbúin að hrifsa til okkar eitthvað en ekki tilbúin að gefa neitt af okkur. Vona svo sannarlega að við fáum neitun um aðstoð. Við komum okkur sjálf í vandræði með fíflagangi, hroka og asnaskap og yfirgengilegri græðgi og verðum bara að vinna okkur út úr þessu sjálf.  Vonandi segja menn sem ráða í þessum neyðarsjóði ,,komið inn og við hjálpum ykkur annars etið það sem úti frýs".  

Mitt í öllu góðærinu sem er á hröðu undanhaldi, þar sem það á annað borð var til staðar sendu Stelpurnar okkar í A- landsliði Íslands alvöru hlýinda strauma inn í hið ískalda íslenska þjóðlíf með sigri á Írum 3 - 0. Stelpurnar eru þar með búnar að tryggja sér þátttökurétt í lokakeppni EM 2009. Þetta er frábært hreint út sagt geggjað. Siggi Raggi landsliðsþjálfari og allt hans fólk á þakkir skildar fyrir ná öllu því besta út úr þessu lið, verum þakklát fyrir það. Reyndar var ég dálítið mikið hissa á því að þessi leikur skildi yfir höfuð fara fram við þær aðstæður sem voru á Laugardalsvelli í gær, kannski lýsandi fyrir hið ört kólnandi hagkerfi Íslands. Segi bara takk fyrir Stelpur fyrir að vera okkur miklir gleðigjafar - Áfram Ísland.

Á sama tíma og landsleikurinn fór fram átti sér stað annar viðburður sem kom mér talsvert mikið við. M'inir menn í körfuboltaliði Þórs tóku á móti FSu í úrvalsdeild karla. Fór svo að mínir menn unnu sannfærandi 99 - 89 sigur á nýliðum FSu. FSu veitti Þór harða mótspyrnu framan af leik og það er greinilegt að þetta lið á eftir að hala inn slatta af stigum. Fyrir þá sem vilja vita meir um þennan leik er hægt að lesa um það á heimasíðu Þórs. Upphitun eftir mig,  umfjöllun um leikinn og ummæli leikmanna og þjálfara í leikslok sem Sölmundur skrifaði. Áfram Þór.

 Haust lmk

 

 

 

 

 

 

 

Er alla daga nú í endurhæfingu á Kristnesi þar sem farið er um mann mismjúkum höndum. Það er jú einu sinni svo að t.d. sjúkraþjálfarar þurfa vera vondir til að vera góðir. Finnum óbeint fyrir sveitasælunni þarna þar sem lítið er um stress. Þar kemur skýringin á myndunum sem ég tók af Súlutindum fyrr í vikunni. Skrítið hvað maður uppgötvar ýmsa hluti eru rétt við bæjardyrnar hjá manni en tekur ekki eftir dags daglega.

Myndin sem fylgir þessari færslu kemur þó Kristnesi og dvöl minni þar nákvæmlega ekkert við. En hana tók ég fyrir hálfum mánuði eða svo áður en það fór að snjóa á fullu. Nú hins vegar tekur snjóinn hratt upp enda mikill vindur og talsverð hlýindi og stefnir í að verði næstu daga. Það þykir mér bara allt í lagi. Snjórinn má hins vegar vera í fjallinu mín vegna og þótt ekki snjói þar þá bara framleiða þeir snjó með þar til gerðum tækjum.

Við gamla settið ætlum að dvelja hjá barnabörnunum í kvöld. Borða með þeim kvöldmat - poppum og gerum eitthvað ferlega gaman í allt kvöld. Já það verður ferlega gaman - saman.

Málsháttur dagsins: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég hef alltaf fykgst vel með Akureyrskum íþróttum eftir að ég flutti suður, verð að viðurkenna að íþróttasíða þórs er ákaflega flott upp sett og þar getur maður fengið að fylgjast vel með. Þú mátt vel heyra að þú ert að gera góða hluti með pennan. Ég er búinn að bokkmarka þórssíðuna fyrir löngu síðan og les hana nánast daglega.

Enn þú segir ekki nokkrum manni frá því Páll!! Ekki nokkrum.

Óska þér alls hins besta í endurhæfingunni á Kristnesinu.

S. Lúther Gestsson, 31.10.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit og kvitt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.11.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband