25.10.2008 | 18:54
Að bera í bakkafullan lækinn
Jæja þá er fyrsta hret vetrarins búið að berja landann. Ég er að sjálfsögðu að tala um hret í skilning þess orðs veðrið. Hretið í gær fór mildum höndum um okkur Akureyringa a.m.k. Dimm él tiltölulega lítil ofan koma svo í dag er bærinn hvítur og fallegur. Í dag var bílaplanið okkar rutt í fyrsta sinn á þessum vetri. Örugglega ekki í síðasta sinn. Svona var umhorfs þegar ég rak út nef og lagði upp í smá bíltúr með konunni á aðra hönd og viðhaldið í fanginu.
Var búinn að lofa ykkur að fylgjast vel með uppbyggingunni í Krossanesi þar sem nú er að rísa Aflþynnuverksmiðja. Ítalir seldu þetta og nú byggja þetta og eiga Þýskir. Þar sem ég stend á hæðinni ofan og sunnan við Krossanes horfi í norðaustur. Svona líta framkvæmdirnar út í dag.
Hvað ætli sé í baksýn? Súlur nema hvað svona líta þær út héðan séð.
Færði mig upp í hverfið ofan við Krossanes þar sem mörg fyrirtæki hafa byggt upp á síðustu árum. Iðnaðarhverfið í Krossanesborgum þar sem svo margir bæjarbúar vildu byggja íbúðir. En hvað um það sjáið sjónarhornið héðan að Súlum.
Takið eftir á myndinni er blokk með súlum / turnum, sem og kirkjuturninn á Glerárkirkju. Blokkin þarna með turnunum / súlunum er teiknuð af konu sem er fræg fyrir að hafa turna og súlur á öllum sínum byggingum komi hún því við. Nú hún á ekkert í Glerárkirkju þrátt fyrir að þar sé turn. Kannski var þetta að bera í bakkafullan lækinn með að birta enn eina myndina af Súlum? ætli þetta sé að verða að þráhyggju....... hver veit?
Svo verður slappað af í kvöld fyrir framan sjónvarpið það er alveg á hreinu. Að lokum óska ég frænda mínum honum Jóhannesi Óla og kærustunni hans til lukku með dótturina, sem þeim fæddist í gær. Og í dag hefði hún amma mín sáluga orðið 96 ára ef hún hefði lifað. Blessuð sé minning hennar þessara miklu konu sem í daglegu tali var kölluð ,,Drottningin" af svo mörgum sem hana þekktu.
Málsháttur dagsins: Hnýsnin hefur augun bæði í bak og fyrir
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
brrrrrrrrrrrrrrr kuldalegt en fallegt
Anna Bogga (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 00:04
Mikið fjári er það ótrúlegt en ég bara virkilega sakna þess að hafa engan snjó !! Ég hlýt að hafa verið snjókall í fyrra lífi eða hvað ?
Jac "The frosty" Norðquist
Jac Norðquist, 26.10.2008 kl. 10:06
Já snjókarl.........hver veit? ég hafði þó ímyndað mér að þú hafir verið járnkarl
Páll Jóhannesson, 26.10.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.