Leita í fréttum mbl.is

Sögustund um gamalt hús með mikla sögu

Bói hafði af því áhyggjur að þráhyggja mín um Smuguna gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir mig. Hann skoraði á mig að takast á við ný verkefni, það kallast framþróun. Bói vildi fá sögustund um gömul hús á Akureyri og nágrenni. Ég tók áskoruninni og hér kemur 1. kafli sem uppfyllir báðar kröfur Bóa.

Húsið var byggt 1908 eftir að stórhýsi sem þar stóð áður hafði brunnið. Það var Jón Norðmann frá Barði í Fljótum sem byggði húsið. Í bókinni Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs segir ,,Þetta hús keypti síðan  Ragnar Ólafsson konsúll  frá Skagaströnd, sonur Ólafs Jónssonar veitingamanns.  Ragnar átti húsið í allmörg ár. Hann seldi síðan Búnaðarbankanum húsið og var bankinn í þessu húsi þar til að þeir fluttu í nýtt og stórt hús sem stendur við Geislagötu. Þegar að bankinn var fluttur úr húsinu var m.a. verslunin Leðurvörur. Mér þykir sérlega vænt um að geta sagt frá því að heimildir herma að Íþróttafélagið Þór hafi verið stofnað í þessu  húsi, en Ragnar Ólafsson stórkaupmaður var mikill velgjörðarmaður félagsins. Húsið er Strandgata 5 og stóð nálægt því sem húsið að Strandgötu 3 stendur í dag þó sennilega örlítið nær húsinu þar sem kaffi Akureyri er í.

 Strandgata5

Í kringum 1968 +,- eitthvað. Ég var krakki en man það vel þegar til stóð að rífa þetta hús. Áður hafði maður að nafni Gísli Eiríksson búið í Glerárhverfi.  Gísli bjó í húsi sem stendur við Höfðahlíð og heitir Árnes. Sú atvinnustarfsemi sem Gísli rak í miðju íbúðahverfi fór fyrir brjóstið á bæjaryfirvöldum. Gísla var gert að hætta þeirri starfsemi eða fjarlægja draslið eins og menn kölluðu það. Samferðafólki hans fannst hann vera með of mikið af rusli og drasli í kringum húsið. Í augum Gísla var þetta ekki rusl heldur hlutir sem biðu þess að fá nýtt hlutverk. Gísli flutti út úr bænum og byggði sér hús norðan við Lónsá og nefndi nýja staðin Berghól. En það er allt önnur ella.  Húsið að Strandgötu 5 varð að víkja með einum eða öðrum hætti fyrir nýju skipulagi.

Gísli fékk húsið gefins og með því eina skilyrði að fjarlægja það með einum eða öðrum hætti eða rífa húsið, hans var valið. Gísli vissi að mikið var eftir í húsinu. Hann vildi ekki rífa það. Gísli valdi þann kost að fjarlægja húsið í heilu lagi. Hann lyfti því upp og slakaði svo aftur ofan á dráttarbíl og lagði svo af stað með húsið út úr bænum. Næsti áfangataður og endaleg staðsetning hússins yrði á lóð hans við Berghól.

Lónsá brú

Þetta var mikið ævintýri fyrir okkur krakkana í Glerárhverfi að fylgjast með þegar bílalestin mjakaði sér hægt og rólega norður eftir Hörgárbrautinni út úr bænum með hús á pallinum. Á leið þeirra þurftu þeir að fara yfir litinn læk sem heitir reyndar Lónsá. Þegar þangað kom varð mönnum ljóst að brúarstöplarnir voru of háir svo að hraðar hendur varð að hafa við að höggva ofan af þeim svo húsið kæmist á leiðarenda. Það gekk eftir. Húsið komst á leiðarenda.

Berghóll2

Í dag stendur þetta hús enn á þeim stað sem það var sett niður við Berghól og heitir Berghóll II. Þegar ekið er inn í Akureyrarbæ sést húsið vel á hægri hönd gengt Húsasmiðjunni. Þó er frekar snúið að mynda húsið þar sem trjágróður og mön hylur manni sýn frá götunni. Því miður er húsinu er ekki sérlega vel við haldið í dag. Það er sorglegt þetta er hús með sögu. En sem betur fer þá stendur húsið enn.

Berghóll2 1

Gísli Eiríksson sá hinn sami og flutti húsið var frægur maður hér í bæ. Í hans augum var ekkert ónýtt, það bara beið þess að öðlast nýtt líf. Gísli var snillingur. Hann var faðir þeirra bræðra sem stofnuðu DNG og er í næsta húsi norðan við Berghól. Synir Gísla eru allir afburða snjallir menn en eins með þó og aðra snillinga þá þykja þeir frekar skrítnir af sumu fólki, en ég kalla þá snillinga sem samfélagið þyrfti að kunna að meta.

Gísli er tilefni í nýjan pistil og kann ég nokkrar sögur af honum og afrekum hans. Hver veit nema ég láti mig hafa það að koma með smá pistil um hann síðar? Efsta myndin með þessari færslu er tekin upp úr bókinni sem ég vitna í hinar eru mínar.

Ætla bregða mér á völlinn í kvöld. Erfiður leikur framundan þar sem gríðarlega mikil meiðsl hrjá leikmannahóp minna manna en hvað um það. Vonandi taka þeir hressilega á því í kvöld.

Málsháttur dagsins: Sá verður að vaka sem öðrum á að halda vakandi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afar fróðlegur pistill og vel skrifaður. Hafði heyrt söguna um flutninginn á húsinu en myndirnar og skemmtileg framsetning gerir þetta svo lifandi,, já hvet þig til að segja fleiri sögur frá Akureyri ,húsum, stöðum og fólkinu sem gerði bæinn að því sem hann er í dag

ps. til hamingju með þína menn í kvöld,ætla ég að brosað sé út í bæði og allann hringinn á þessari stundu

Björg (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Björg þú getur bókað það að brosið nær allan hringinn. Og meiri fróðleikur kemur áður en langt um líður.

Páll Jóhannesson, 3.9.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Jac Norðquist

Palli !!! Þetta líkar mér ! Frábær færsla og fróðleg. Bíð spenntur eftir næstu færslu um sama málefni. Bestu kveðjur

Jac "Bói" Norðquist

Odense

Jac Norðquist, 3.9.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já þetta las maður meira að sega 3 sinnum yfir, gaman af þessu.

Loksins kallinn farinn að skrifa um eitthvað annað en Man.City. "Þessu ber að fagna."

S. Lúther Gestsson, 4.9.2008 kl. 00:06

5 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Flott hjá þér og virkilega gaman að lesa um gömluhúsin Endilega haltu áfram með umfjöllun þína Ljósanæturkveðjur héðan

Hrönn Jóhannesdóttir, 4.9.2008 kl. 08:33

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther vill ekki meiri umfjöllun um Manchester City. Kannski vill hann fá umfjöllun um leik Þórs og KA í gær? sjá hér

Páll Jóhannesson, 4.9.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband