Leita í fréttum mbl.is

Ekki ,,Halda áfram" í guðsbænum

Ég verð að játa það að þegar ég sá hver einkunnarorð nýja meirihlutans í Reykjavík ,,Höldum áfram" þá var ég ekki viss um hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á fólk? Á virkilega að halda þessari vitleysu sem leikin er í stærsta leikhúsi landsins áfram? Hlægja, eða gráta? Ég hlæ af hálfvitaskap borgarfulltrúana en græt þegar ég hugsa um þær þjáningar sem borgarbúar þurfa þola. Ég græt enn meir þegar ég hugsa um að enn er allt of langt til næstu kosningar þar sem hægt verður að binda endi á þessar endalausu leiksýningar þar sem engin skemmtir sér nema leikendurnir sjálfir.  Einkunnarorð hins óbreytta Reykvíkings er án ef ,,Í guðsbænum ekki halda áfram".

Við höfum opið allan sólarhringinn þessa daga...... hljóðaði auglýsing einnar ritfangaverslunar. Það var mikið að einhver tók af skarið. Hugsið ykkur þægindin þegar maður situr við skriftir um hánótt og vantar skyndilega skrifblokk, eða geta skotist með krakkana út í búð kl. 03:00 um nótt til þess að kaupa skóladótið. Já loksins. Já nú bíð ég bara eftir því að smurstöðin hafi opið allan sólarhringinn þannig að ef ég skildi hrökkva upp við þann vonda draum um miðja nótt og átta mig á því að það væri komin tími á að skipta um olíu á bílnum. Þá væri nú gott að geta skotist með kaggann á   smurstöð, ekki satt?

SigurmarkÉg brá mér á völlinn á föstudagskvöldið og horfði á leik hjá 2. flokki kvenna í 8 liða úrslitum í Vísabikarnum. Stelpurnar tóku á móti liði Selfyssinga og fór svo að okkar stelpur fóru með 2-0 sigur af hólmi. Skemmtilegur leikur. Í undanúrslitum munu þær mæta liði KR. Stelpurnar okkar í Þór/KA eru núverandi bikarmeistarar þær unnu KR í útslitum í fyrra svo að gaman verður að sjá hvernig þetta fer nú. Áfram Stelpur í Þór/KA.

Mínir menn í Þór tóku svo á móti Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í gær og fór sá leikur fram á Akureyrarvelli. Víkingur tók forystu í leiknum rétt áður en blásið var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim seinni komu mínir menn tvíefldir til leiks og skoruðu 2 mörk en gestirnir ekkert. Fór því svo að mínir menn unnu 2-1 sigur sem verður að teljast mjög sanngjörn úrslit. Bæði mörk Þórs skoraði hinn ungi og bráðefnilegi Einar Sigþórsson. Einar hefur verið meiddur lengst af sumri en er nú að koma feiknalega sterkur til leiks og lætur varnarmenn andstæðinga sinna hafa fyrir hlutunum. Myndin sem fylgir þessari færslu er tekin af Skapta Hallgrímssyni og sýnir Einar skora síðara mark Þórs í leiknum. Segi enn og aftur Áfram Þór.

Fróðleikur dagsins: Illt er að vera svo smávaxinn að ná ekki uppí nefið á sér í bræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Hvað segirðu, hvaða ritfangabúð er þetta, frábært maður, ég held ég stökkvi bara til í nótt með krakkana & klári það af að versla skóladótið........  Ertu ekki annars memm í það, frábær fjölskylduskemmtun

Dagbjört Pálsdóttir, 17.8.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Höldum áfram er drepfyndið nafn á þetta.... höldum áfram ruglinu, höldum áfram baktjaldamakkinu, höldum áfram sóun fjármuna í gæluverkefni.... höldum áfram höldum áfram......... og kjósendur föttuðu þetta og þess vegna fékk nýji meirihlutinn 26% fylgi í fyrstu skoðanakönnun....

Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

þetta kemur allt með kalda vatninu, sko ekki heita!

Edda Agnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband